Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 20

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 20
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201120 raddir Ungs fólks Um stærðfræðinám Það er mjög mikilvægt að skilja efnið því annars stoppar maður alltaf ef erfið dæmi koma. Einnig ef maður skilur efnið er ekkert mál að muna aðferðina. Tilgangur námsins er ekki bara tengdur árangri heldur er lögð áhersla á mikilvægi þess að sjá tengsl við daglegt líf og notkun þeirrar stærðfræði sem læra á. Ekki skiptir máli að nemendur sjái fram á að þeir muni nota stærðfræði beint í daglegu lífi eða starfi heldur að þeir geti fengið mynd af því hvernig inntakið er notað: Og eins og í menntaskóla fattaði maður oft ekki tilganginn með sumu sem maður var að gera. Líka eitthvað gæti verið að í kennslunni, að maður vissi ekki alveg til hvers maður þyrfti að nota þetta. Bara látinn reikna eitthvað eins og vektor eða vigra og maður vissi ekkert hvað maður var að gera. Ekkert sett í samhengi. Ekki endilega stærðfræðinni að kenna heldur hvernig farið var að því í skólanum. Myndi hjálpa mjög mikið ef tengt væri við daglegt líf. En það er kannski bara, veit ekki, mér finnst stærðfræðin hafa verið það eina sem ég hef þurft að leggja geðveikt mikið á mig til þess, þú veist, til að læra og það hefur verið langerfiðast fyrir mig, en þá er það líka skemmtilegra þegar maður skilur það. Kennsluaðferðir og framsetning kennarans skipta miklu máli. Samræður kennara við hópinn og einstaka nemendur hafa afgerandi áhrif að mati viðmælenda. Þeir gera sér grein fyrir að þeir þurfa sjálfir að skilja samhengi og röð aðgerða. Þeir telja ýmist að þeir skilji fyrst út frá útskýringum kennara eða að skilningur komi við að endurtaka aðferðir sem kennari hefur útskýrt. „Þegar ég skil fer ég í sæluvímu“ Markmið stærðfræðináms telja viðmælendur vera að ná skilningi og er velgengni í náminu metin út frá því hve vel gengur að skilja. Margir þeirra leggja áherslu á tilfinn- ingalega þætti sem tengjast því að skilja eða skilja ekki: Alltaf þegar maður skilur eitthvað sem maður átti í erfiðleikum með fer um mann smá sæluvíma, maður verður svo stoltur af því að geta reiknað dæmi vandræðalaust. Þá veit maður að afgangurinn verður léttari. Á sama hátt verða nemendur vondaufir ef illa gengur að skilja og finnst þá mikilvægt að hafa kennara sem getur hvatt þá áfram, gefið vísbendingar og útskýrt. Mat á eigin getu er háð því hvernig gengur að leysa dæmi og verkefni. Viðfangsefnin eiga að fela í sér hæfilega ögrun því það að sigrast á erfiðleikum vekur vellíðan, meðan vonleysi kemur fram ef illa gengur í glímunni við dæmin: Þegar ég skil ekki eitthvað verður maður oft vonlaus og finnst maður ekki kunna neitt í þessu. En þegar ég skil efnið sem ég er að glíma við finnst mér það bara skemmtilegt og gefandi. Viðmælendur nefna oft atriði sem snerta líðan þeirra, pirring ef þeir skilja ekki eitt- hvað og gleði þegar skilningur næst loks á einhverju eftir langa glímu. Þeir vilja að námið sé hæfilega ögrandi og krefjist hugsunar af þeim:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.