Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 95
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 95
raGný þóra GuðjoHnsen
Menntavísindasviði Háskóla íslands
siGrún aðalbjarnardóttir
Menntavísindasviði Háskóla íslands
Uppeldi og menntun
20. árgangur 2. hefti 2011
„Mín köllun er að hjálpa og reyna að
láta gott af mér leiða“
Sýn ungmenna á sjálfboðaliðastarf sitt
Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að öðlast dýpri skilning á sýn ungmenna á sjálf-
boðaliðastarf sitt . Lögð var áhersla á að leita eftir áhuga þeirra á starfinu, markmiðum þeirra
og gildum . Rannsóknin var einnig liður í því að þróa áfram greiningarlíkan um borgaravit-
und ungs fólks með því að yfirfæra það á sjálfboðaliðastarf . Viðtöl voru tekin við fimm ung-
menni á aldrinum 14–20 ára . Helstu niðurstöður voru þær að ungmennin tengdu markmið
sín með sjálfboðaliðastarfinu annars vegar persónulegum ávinningi eins og sjálfstrausti, félags-
hæfni og félagsskap og hins vegar samfélagslegum ávinningi eins og mikilvægi þess að vera
virkur með því að hafa rödd, hjálpa fólki í nær- og fjærsamfélaginu og hafa áhrif til umbóta .
Gildin sem endurspegluðust í sýn þeirra voru m .a . réttlæti, samkennd, hjálpsemi og ábyrgð .
Öll ungmennin hugðust taka áfram þátt í sjálfboðaliðastarfi á lífsleiðinni .
Efnisorð: Sjálfboðaliðastarf, ungmenni, viðtalsrannsókn
inn gang ur
Síðustu tvo áratugi hafa rannsóknir á borgaralegri þátttöku ungs fólks á alþjóðlegum
vettvangi aukist mjög (Sherrod, Torney-Purta og Flanagan, 2010a). Þessi vakning á sér
margar rætur. Sumir benda á að með falli Berlínarmúrsins um 1990 og þeim pólitísku
hræringum og breytingum á menntakerfum sem fylgdu í kjölfarið í Austur-Evrópu
hafi athyglin beinst í ríkari mæli að lýðræði og mikilvægi þess að borgararnir taki
virkan þátt í samfélagsmálum. Aðrir telja yfirlýsingu stjórnmálafræðingsins Roberts
Putnam (2000), sem þekktur er m.a. fyrir áherslu sína á mikilvægi félagsauðs, hafa
markað tímamót um að mörg lýðræðisríki standi frammi fyrir þeirri áskorun að
yngri kynslóðirnar taki ekki nægilega virkan þátt í samfélaginu sem borgarar eins
og minnkandi kosningaþátttaka og minni áhugi þeirra á stjórnmálum beri vott um