Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 23

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 23
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 23 gUðbJörg pálsdóttir og ólöf bJörg steinþórsdóttir Í orðræðu viðmælenda mátti heyra að áhugi foreldra væri ólíkur eftir kyni barna. Þeir töldu að það væru „[gerðar] meiri kröfur til stelpna, þær eiga að vanda sig meira“ og „[þær] eiga að vera snyrtilegar, en strákar mega gera það sem þeir vilja“. Fram kom einnig það viðhorf að „foreldrar ýta kannski frekar við stelpum að læra því foreldrar vita að það er mikilvægt fyrir stelpur“ og að „strákar hafa kannski meira frelsi til að hanga með strákunum“. Ástæðurnar fyrir þessum mun að mati viðmælenda voru þjóðfélagslegar þar sem stúlkur þyrftu menntun frekar en drengir til að ná frama í þjóðfélaginu. „Fleiri fyrirmyndir sýnilegar“ Fyrirmyndir í þjóðfélaginu hafa mikil áhrif á ungt fólk að mati viðmælenda okkar. Þeir telja að fyrirmyndir hafi áhrif á viðhorf og hugmyndir fólks og að skortur sé á fyrirmyndum fyrir stúlkur í atvinnugreinum sem tengjast stærðfræði og stærðfræði- tengdum fræðigreinum. „Auðvitað skiptir það máli kannski líka fyrir stelpur sem eru yngri en við að sjá að konur geta alveg gert þetta eins og karlar.“ Að mati viðmælenda okkar hafa viðhorf í samfélaginu áhrif á hugmyndir ungs fólks um það sem telst vera eðlilegt. Þeir töldu að drengir hefðu almennt meiri áhuga á stærðfræði og veldu hana þess vegna. „Það er náttúrulega þannig að strákar velja þetta meira eins og maður sér í verkfræði eða svoleiðis“ og „það er bara að stelpur hafa ekki gaman af því“: Ég er ekki viss um að stelpa, sem er voða góð í stærðfræði, myndi endilega fara í eðlisfræðibraut þar sem þeir sem eru góðir ættu að vera. Kannski langar hana bara ekki að verða verkfræðingur. Einnig kom fram að „fleiri strákar eru í valáföngum í stærðfræði í framhaldsskóla, kannski vilja stelpur halda fleiri möguleikum opnum“ því „maður er ekkert búinn að ákveða, já, ég ætla að vera þetta [heldur] hafa sem fjölbreyttast“. Athyglisvert er að þrátt fyrir hugmyndir þeirra um áhrif áhuga á námsval og starfs- frama mátti greina sterka staðalímynd hjá mörgum um hvað væru kvennastörf og hvað karlastörf: Það fyrsta sem mér dettur í hug eru flugfreyjur sem nota mikið af tungumálum og svo hvað heitir það, já ferðamálafulltrúar og eitthvað svoleiðis þá sér maður þetta fólk miklu meira fyrir sér konur en ef maður sér einhvern mann að gera rannsókn þá sér maður frekar fyrir sér einhvern mann en einhverja konu sem gerir svona rannsókn. Viðmælendur töldu mikilvægt að taka það fram að hlutir væru að breytast og meira væri af jákvæðum fyrirmyndum fyrir stúlkur úti í atvinnulífinu þar sem í dag „eru þær [konurnar] framsæknari að fá að komast í stjórnunarstöður og svoleiðis heldur en áður fyrr“. Einnig kom fram að mikil breyting væri á háskólastiginu. Ekki eingöngu að stúlkur væru núna í meirihluta í háskóla heldur að það væri breyting á kynjaskipt- ingu í kennarahópnum: Þegar maður er að skoða bæklinga frá Háskólanum … þá er fullt af konum, þetta eru ekki bara gamlir karlar sem eru að kenna á háskólastigi, það er fullt af ungum og sætum konum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.