Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 126
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011126
dregið úr hegðUnarerfiðleikUm
Áhrif virknimats og einstaklingsmiðaðra stuðningsáætlana
Rannsóknir undanfarinna áratuga hafa sýnt fram á mikilvægi þess að huga að að-
draganda og afleiðingum erfiðrar hegðunar þegar tekist er á við hegðunarerfiðleika
(sjá t.d. March og Horner, 2002). Endurtekið hefur sýnt sig að inngrip sem byggjast
á niðurstöðum virknimats skila góðum árangri í að draga úr alvarlegum hegðunar-
erfiðleikum og auka virka þátttöku barna í almennu leikskólaumhverfi (Blair, Fox og
Lentini, 2010; Blair, Umbreit, Dunlap og Jung, 2007), leikskóladeildum fyrir börn með
sérþarfir (Chandler, Dahlquist, Repp og Feltz, 1999) og grunnskólum (Lane, Umbreit
og Beebe-Frankenberger, 1999; O´Neill og Stephenson, 2009; Reid og Nelson, 2002).
Einnig hafa rannsóknir sýnt að slík inngrip eru áhrifaríkari en önnur inngrip þar
sem ekki er hugað að aðdraganda og afleiðingum hegðunar (March og Horner, 2002;
Newcomer og Lewis, 2004). Þannig geta heildstæð inngrip eins og einstaklingsmiðaðar
stuðningsáætlanir byggðar á virknimati dregið úr þörf fyrir að grípa til aðgreindra
sérúrræða fyrir nemendur (Benazzi, Horner, og Good, 2006).
Hérlendis benda rannsóknir til svipaðra áhrifa. Í meistaraprófsrannsókn Guðrúnar
Bjargar Ragnarsdóttur voru könnuð áhrif einstaklingsmiðaðra stuðningsáætlana á
truflandi hegðun og námsástundun fjögurra nemenda í 2. og 3. bekk grunnskóla sem
höfðu langa sögu um hegðunarerfiðleika. Í öllum tilvikum jókst námsástundun og dró
úr truflandi hegðun (Anna-Lind Pétursdóttir og Guðrún Björg Ragnarsdóttir, 2011).
Upplifun nemenda á aðferðunum var einnig jákvæð, eins og meistaraprófsrannsókn
Sesselju Árnadóttur sýndi. Ummæli nemenda eins og „Allt í einu gat ég unnið án þess
að trufla hina og það var bara auðvelt“ og „Núna er ég alveg búinn að fatta hvernig
ég á að vera“ benda til þess að nemendur geri sér grein fyrir jákvæðum áhrifum íhlut-
unar á nám sitt og hegðun (Sesselja Árnadóttir og Anna-Lind Pétursdóttir, 2011).
Þjálfun starfsfólks skóla í framkvæmd virknimats og stuðningsáætlana
Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum þjálfunar í virknimati og gerð einstak-
lingsmiðaðra stuðningsáætlana á færni starfsfólks skóla og hegðun nemenda. Komið
hefur í ljós að þekkingu starfsfólks skóla á virknimati og stuðningsáætlunum er yfir-
leitt ábótavant og að umfangsmikil námskeið þurfi til að auka færni þess í beitingu
aðferðanna (Crone, Hawken og Bergstrom, 2007; Dukes, Rosenberg og Brady, 2008).
Mikilvægt er að meta áhrif þjálfunar starfsfólks á hegðun eða nám nemenda sem það
vinnur með, enda eru breytingar þar markmiðið með þjálfuninni. Chandler o.fl. (1999)
könnuðu áhrif námskeiðs og handleiðslu á færni leikskólastarfsfólks í framkvæmd
virknimats og stuðningsáætlana með þeim börnum sem sýndu erfiðustu hegðunina á
hverri deild. Við þjálfunina dró úr hegðunarerfiðleikum barnanna á deildinni almennt
og virk þátttaka í deildarstarfinu jókst.
Í rannsókn Renshaw, Christensen, Marchant og Anderson (2008) voru bæði mældar
breytingar á þekkingu kennara og hegðun nemendanna. Kennararnir mældu sjálfir þá
markhegðun sem þeim fannst mikilvægast að breyta hjá nemendum sínum, settu gögnin
upp myndrænt og lögðu til aðferðir til að nota í stuðningsáætluninni. Við þjálfunina
jókst þekking kennaranna á aðferðunum sem skilaði sér í aukinni námsástundun og