Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 126

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 126
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011126 dregið úr hegðUnarerfiðleikUm Áhrif virknimats og einstaklingsmiðaðra stuðningsáætlana Rannsóknir undanfarinna áratuga hafa sýnt fram á mikilvægi þess að huga að að- draganda og afleiðingum erfiðrar hegðunar þegar tekist er á við hegðunarerfiðleika (sjá t.d. March og Horner, 2002). Endurtekið hefur sýnt sig að inngrip sem byggjast á niðurstöðum virknimats skila góðum árangri í að draga úr alvarlegum hegðunar- erfiðleikum og auka virka þátttöku barna í almennu leikskólaumhverfi (Blair, Fox og Lentini, 2010; Blair, Umbreit, Dunlap og Jung, 2007), leikskóladeildum fyrir börn með sérþarfir (Chandler, Dahlquist, Repp og Feltz, 1999) og grunnskólum (Lane, Umbreit og Beebe-Frankenberger, 1999; O´Neill og Stephenson, 2009; Reid og Nelson, 2002). Einnig hafa rannsóknir sýnt að slík inngrip eru áhrifaríkari en önnur inngrip þar sem ekki er hugað að aðdraganda og afleiðingum hegðunar (March og Horner, 2002; Newcomer og Lewis, 2004). Þannig geta heildstæð inngrip eins og einstaklingsmiðaðar stuðningsáætlanir byggðar á virknimati dregið úr þörf fyrir að grípa til aðgreindra sérúrræða fyrir nemendur (Benazzi, Horner, og Good, 2006). Hérlendis benda rannsóknir til svipaðra áhrifa. Í meistaraprófsrannsókn Guðrúnar Bjargar Ragnarsdóttur voru könnuð áhrif einstaklingsmiðaðra stuðningsáætlana á truflandi hegðun og námsástundun fjögurra nemenda í 2. og 3. bekk grunnskóla sem höfðu langa sögu um hegðunarerfiðleika. Í öllum tilvikum jókst námsástundun og dró úr truflandi hegðun (Anna-Lind Pétursdóttir og Guðrún Björg Ragnarsdóttir, 2011). Upplifun nemenda á aðferðunum var einnig jákvæð, eins og meistaraprófsrannsókn Sesselju Árnadóttur sýndi. Ummæli nemenda eins og „Allt í einu gat ég unnið án þess að trufla hina og það var bara auðvelt“ og „Núna er ég alveg búinn að fatta hvernig ég á að vera“ benda til þess að nemendur geri sér grein fyrir jákvæðum áhrifum íhlut- unar á nám sitt og hegðun (Sesselja Árnadóttir og Anna-Lind Pétursdóttir, 2011). Þjálfun starfsfólks skóla í framkvæmd virknimats og stuðningsáætlana Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum þjálfunar í virknimati og gerð einstak- lingsmiðaðra stuðningsáætlana á færni starfsfólks skóla og hegðun nemenda. Komið hefur í ljós að þekkingu starfsfólks skóla á virknimati og stuðningsáætlunum er yfir- leitt ábótavant og að umfangsmikil námskeið þurfi til að auka færni þess í beitingu aðferðanna (Crone, Hawken og Bergstrom, 2007; Dukes, Rosenberg og Brady, 2008). Mikilvægt er að meta áhrif þjálfunar starfsfólks á hegðun eða nám nemenda sem það vinnur með, enda eru breytingar þar markmiðið með þjálfuninni. Chandler o.fl. (1999) könnuðu áhrif námskeiðs og handleiðslu á færni leikskólastarfsfólks í framkvæmd virknimats og stuðningsáætlana með þeim börnum sem sýndu erfiðustu hegðunina á hverri deild. Við þjálfunina dró úr hegðunarerfiðleikum barnanna á deildinni almennt og virk þátttaka í deildarstarfinu jókst. Í rannsókn Renshaw, Christensen, Marchant og Anderson (2008) voru bæði mældar breytingar á þekkingu kennara og hegðun nemendanna. Kennararnir mældu sjálfir þá markhegðun sem þeim fannst mikilvægast að breyta hjá nemendum sínum, settu gögnin upp myndrænt og lögðu til aðferðir til að nota í stuðningsáætluninni. Við þjálfunina jókst þekking kennaranna á aðferðunum sem skilaði sér í aukinni námsástundun og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.