Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 155

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 155
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 155 maría steingrímsdóttir Í þriðja kafla er fjallað á skýran hátt um megintilgang og hlutverk leiðsagnarmats fyrir nemendur, kennara og forráðamenn nemenda. Fjallað er um áhugahvöt og hversu mikil áhrif hún hefur á gengi einstaklingsins. Hér er einnig að finna ágæta umfjöllun og góð húsráð fyrir kennara um endurgjöf og samræður í tengslum við leiðsagnarmat. Ítarleg grein er gerð fyrir nauðsyn þess að draga lærdóm af slíku mati, bæði fyrir kennara og nemendur. Hér er lögð áhersla á að nemendur sjálfir taki þátt og læri að leggja mat á eigið nám og framvindu þess. Góða skýringartöflu er að finna á bls. 35 um hlutverk kennara og nemenda í leiðsagnarmati og hlutverk kennara í lokamati. Taflan skýrir vel muninn á þessum leiðum og að önnur leiðin útilokar ekki hina. Einnig vakti eftirtekt viðhorfskönnun þar sem nemendur leggja mat á námsmat kennara. Það er lærdómsríkt fyrir alla kennara að velta þessum þætti fyrir sér. Í fjórða kafla kemur hvað skýrast fram hversu nauðsynlegt samspilið er milli náms- markmiða, leiða að markmiðum og svo mats á því hvernig til hefur tekist, sem er afar mikilvægt atriði í allri kennslu. Enn fremur speglast hér tengsl aðalnámskrár við námsáætlanir kennara og framkvæmd í skólastofunni. Hér, eins og í öðrum köflum, leiðir höfundur lesandann að handhægum verkfærum sem kennarar geta breytt og aðlagað eigin verkefnum.Verkfærin eiga að geta dregið úr hættunni á að huglægt mat hafi áhrif á námsmat. Í fimmta kafla er gerð grein fyrir frammistöðumati og tilgangi þess. Hér er fjallað um mismunandi leiðir til að skrá upplýsingar um færni og frammistöðu nemenda. Sérstaklega má benda á umfjöllun höfundar um mat á hópastarfi. Það hefur löngum verið vandmeðfarinn þáttur í námsmati að meta framlag hvers einstaklings í samstarfi og samvinnu við aðra. Hér eru settar fram áhugaverðar og fjölbreyttar hugmyndir að jafningjamati, að sjálfsmati nemenda og einnig gagnkvæmu mati nemenda og kenn- ara sem stuðlar að ígrundun og aukinni virkni nemenda í eigin námi. Auk þess er í kaflanum fjallað um hefðbundin skrifleg próf til að meta árangur nemenda. Hér eru lesendur rækilega minntir á að standa þurfi vel að gerð slíkra prófa og gæta vel að samræmi kennslu, náms og mats svo að prófspurningar endurspegli markmið og kennslu og þjóni þar með þeim tilgangi sem þeim er ætlaður. Mikilvægur þáttur í öllu námsmati er að varpa ljósi á og miðla upplýsingum um niðurstöður þess til nemenda, foreldra og annarra þeirra sem málin varða. Í sjötta og síðasta kafla bókarinnar er ítarleg umfjöllun um mismunandi leiðir sem skólum eru færar í þessum efnum. Hér, eins og í fyrri köflum, má finna fjölmargar hugmyndir þar um. Margt í þessum kafla á erindi til foreldra eða forráðamanna nemenda og hefur mikið upplýsingagildi fyrir þá og getur stuðlað að auknum skilningi þeirra á náms- mati og auðveldað þeim að taka þátt í umræðu kennara um námmat. Aftast í bókinni er svo að finna fjölda fylgiskjala, sem eru ýmiss konar matsgögn sem kennarar geta hagnýtt. Þau er hægt að aðlaga, breyta eða nýta sem kveikju að nýjum hugmyndum. Sannkallaður hugmyndabanki sem undirstrikar gildi bókarinnar sem handbókar fyrir kennara. Með bókinni Fjölbreyttar leiðir í námsmati: Að meta það sem við viljum að nemendur læri er komin út góð handbók með fræðilegu ívafi um námsmat sem haft getur verulegt gildi fyrir kennara á öllum skólastigum. Bókin veitir gott yfirlit yfir leiðir sem færar eru að fjölbreyttu námsmati og hún skýrir og sundurgreinir hugtök sem notuð hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.