Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 56

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 56
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201156 líf og störf Ungra innflytJenda tækifærin sem bjóðast í nýju landi. Annað og ekki síður mikilvægt er hæfileikinn til að tileinka sér ný tungumál og geta notað þau í daglegu lífi. Móðurmál, annað mál og markmál Ýmsar kenningar hafa verið uppi um hversu langan tíma það taki unga innflytjendur að ná tökum á nýju tungumáli til jafns við jafnaldra sína. Það mál sem er ríkjandi í umhverfinu og er kennt sem annað mál eða viðbótarmál er kallað markmál (e. target language) (Samuel Lefever og Inga Karlsdóttir, 2010). Að mati ýmissa fræðimanna er máltaka viðbótarmáls flókið fyrirbæri og erfitt að alhæfa um tímalengd í því samhengi. Þó telja sumir að reikna megi með að það taki u.þ.b. þrjú til fimm ár að ná munnlegri færni (e. oral proficiency) en allt að því fjögur til sjö ár, jafnvel tíu ár, að ná akademískri færni (e. academic proficiency) (Hakuta, Butler og Witt, 2000). Cummins (2005) gerir á sama hátt greinarmun á tungumálafærni á markmáli í daglegum samskiptum annars vegar og í kennslu í skólaumhverfi hins vegar. Félagsleg og samskiptaleg málfærni (e. basic interpersonal communication skills) á þannig við um færni til að nota markmálið í daglegum samskiptum en akademísk málfærni (e. cognitive academic language proficiency) á við um víðtækan orðaforða og málnotkunarhæfni sem nemendur þurfa til að geta náð árangri í greinabundnu námi. Í nýjum rannsóknum er lögð áhersla á að hraðinn á máltöku viðbótarmáls sé háður ýmsum þáttum, bæði einstaklingsbundnum og umhverfisþáttum (Elín Þöll Þórðar- dóttir, 2007). Baker (2003) nefnir m.a. að ástæður þess að einstaklingur læri viðbótar- mál, aðstæður hans eða hennar til að læra það og ílag (e. input) og einstaklingsþættir hafi mikið um að segja um það hvernig til tekst. Með ílagi er átt við hvers konar og hversu mikið máláreiti einstaklingur býr við í sínu nánasta umhverfi (Samuel Lefever og Inga Karlsdóttir, 2010). Ýmsar skilgreiningar eru til á því að vera tvítyngdur. Í víðum skilningi merkir það að nota tvö mál að einhverju leyti í daglegu lífi eða jafnvel að búa yfir kunn- áttu í tveimur málum þó annað málið sé e.t.v. notað sjaldan (Elín Þöll Þórðardóttir, 2007). Tvítyngi er fjölþætt, flókið og einstaklingsbundið fyrirbæri sem háð er bæði innri og ytri aðstæðum einstaklingsins, svo sem menningu heimilis og skóla, félags- legri stöðu einstaklingsins, aldri, námsbakgrunni, persónuleika, sjálfsmynd og fleiri þáttum (Baker, 2003; Birna Arnbjörnsdóttir, 2010; Elín Þöll Þórðardóttir, 2007). Margir telja tvítyngi mikilvæga hæfni í nútíma fjölmenningarsamfélagi (sjá t.d. Elínu Þöll Þórðardóttur, 2007). Nám og kennsla í fjölmenningarsamfélagi Að mati fræðimanna þurfa skólar í fjölmenningarsamfélögum nútímans að byggja starf sitt á jöfnuði, stuðla að virkri þátttöku nemenda og skipuleggja starfshætti þar sem komið er til móts við alla nemendur (Banks, 2007). Fjölmargar nýlegar rannsóknir hafa varpað ljósi á jaðarstöðu innflytjendabarna í skólum sem hamlar þeim í námi og samskiptum (Brooker, 2002; Hernandez, 2004; Nieto, 2010; Rumbaut og Portes, 2001). Margsinnis hefur verið bent á að skóla skorti undirbúning og þekkingu til að takast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.