Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 16
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201116
raddir Ungs fólks Um stærðfræðinám
niðurstöður og ræða þær. Einnig voru kynntar fyrir þeim ólíkar niðurstöður um
kynjamun á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og þeir einnig beðnir um að
ígrunda þær niðurstöður. Þriðji hluti viðtalsins var síðan um þær kenningar sem settar
hafa verið fram til skýringar á þessum kynjamun á landsbyggðinni og höfuðborgar-
svæðinu. Kynntar voru kenningar um hin svokölluðu „jokkmokk“-áhrif 2 (Ragnar F.
Ólafsson, Almar M. Halldórsson og Júlíus K. Björnsson, 2006) og hlutverk menntunar
í því að einstaklingur geti öðlast fjárhagslegt sjálfstæði. Viðtölin stóðu yfir í 60–90
mínútur. Viðtölin voru skrifuð upp til greiningar þar sem leitað var eftir þemum sem
voru sameiginleg fyrir hópana. (Sjá ítarlegri lýsingu gagna í Ólöf Björg Steinþórsdóttir
og Sriraman, 2008.)
Endurgreining gagna
Endurgreining gagna fór fram í ársbyrjun 2009. Við endurgreininguna var notuð
þemagreining (Braun og Clarke, 2006) til að koma auga á, greina og segja frá mynstrum
sem fram koma í gögnunum. Í þemagreiningunni var notast við greinandi aðleiðslu
(Patton, 2002). Í leit sinni að mynstrum og til að svara rannsóknarspurningunni Hvaða
sjónarmið og hugmyndir hefur ungt fólk um stærðfræði og stærðfræðinám? leituðu höfundar
að þemum sem rúmað gætu sem flest þeirra sjónarmiða sem fram koma í gögnunum.
Þannig var áhersla lögð á að varpa ljósi á sem flestar hugmyndir viðmælenda og
flokka þær en ekki sérstaklega hugað að fjölda tilvika (Braun og Clarke, 2006).
Gagnagreiningin var handgerð. Til að byrja með var hvert viðtal lesið með rann-
sóknarspurninguna í huga. Fyrst var kannað hvaða sjónarmið kæmu fram í hverju
viðtali og lýsandi kóði gefinn. Textinn var þá klipptur og flokkaður samkvæmt kóð-
unum. Sömu aðferð var beitt við hvert viðtal. Að því loknu voru sjónarmið sem fram
komu flokkuð saman og þeim gefin ný og lýsandi heiti sem síðan urðu meginþemu.
Eftir fyrstu yfirferð komu fram tvö meginþemu úr inntaki viðtalanna, þ.e. (1) hefð-
bundið stærðfræðinám og (2) kynjamyndir. önnur yfirferð á gögnum var gerð til að
leita eftir undirþemum innan hvors meginþema. Svipuðum aðferðum var beitt og
í fyrstu umferð. Gögn hvors meginþema voru lesin og inntak textans greint frekar.
Samhliða voru þemun mátuð við fyrri rannsóknir. Að lokum var skrifuð frásögn
sem birtist í næsta kafla. Strauss og Corbin (1998) telja að samanburður dragi fram
eiginleika gagnanna sem síðan megi máta við fræðilegan bakgrunn rannsóknarinnar.
Þannig voru þemun sem birtust mátuð við kenningarnar sem gengið var út frá í fræði-
legum bakgrunni rannsóknarinnar.
niðurstöður
Niðurstöður eru settar fram í tveimur meginþemum, þ.e. hefðbundið stærðfræðinám
og kynjamyndir. Þessar niðurstöður gefa mynd af þeim hugmyndum um stærð-
fræði og stærðfræðinám sem komu fram hjá viðmælendum okkar innan hvers þema.
Meginþemun voru greind í sjö undirþemu (sjá mynd). Undirþemum voru gefin heiti
sem tekin voru beint úr viðtölunum. Þemað hefðbundið stærðfræðinám var greint í