Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 64

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 64
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201164 líf og störf Ungra innflytJenda hópnum segja að finni þau ekki slíkan maka á Íslandi muni þau leita aðstoðar foreldra sinna til að finna maka í upprunalandi sínu: Ef ég á kærasta ef ég elska hann og giftist honum … það er í lagi fyrir fjölskylduna. Ef hann er kristinn … múslimi má giftast kristnum. En ef hann er trúlaus frá byrjun … gengur það ekki … En ef ég er ekki með neinn þá bara finna þau fyrir mig [maka] og spyrja mig, … hvort mér líki hann eða ekki … og ég segi já eða nei. Hún bætir við: „Við förum ekki hundrað prósent eftir trúnni, en við reynum alla vega og það skiptir okkur máli.“ Í stórum dráttum eru ungmennin afskaplega ánægð með líf sitt á Íslandi þó að skólagangan hafi reynst þeim erfið í upphafi. Þau eru sátt við stöðu sína og hafa öll gert áætlanir um framtíðina. umræður og niðurlag Niðurstöður viðtalanna við börnin og ungmennin níu benda til þess að þau hafi náð góðri fótfestu í íslensku samfélagi þó að nokkur þeirra telji sig ekki hafa náð nægilega góðum tökum á íslensku. Þau virðast ánægð með líf sitt og líta tilveruna og framtíðina björtum augum þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í fortíð og nútíð. Flest þeirra ætla sér að setjast að á Íslandi en sum hafa auk þess áhuga á að ferðast og skoða sig um í heiminum þegar tækifæri gefast. öll börnin og ungmennin hafa áhuga á frekari menntun, þó sum þeirra, einkum þau yngstu í hópnum, séu óviss um það hvers konar menntun og starfsvettvang þau muni kjósa sér. Eins og ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós (Suárez- Orozco og Suárez-Orozco, 2001) líta börnin og ungmennin á sig bæði sem Íslendinga og útlendinga, og vísa þá til upprunalands síns auk búsetu á Íslandi. Sum eiga þó erfitt með að skilgreina sig, vilja síður tengja sig við tiltekið þjóðerni og telja sig frekar heimsborgara (Hansen, 2010; Singh og Doherty, 2008; Vertovec, 2009). Flutningur til nýs lands á unga aldri, skólaganga og starf í nýja landinu hefur greinilega markað djúp spor í reynsluheim þeirra. Þau fjalla flest um þessa djúpstæðu reynslu með þeim hætti að ljóst er að hún hefur fært þeim víðsýni og þroska, en um leið æðruleysi. Líklegt er að reynslan skapi þeim vissa sérstöðu í hópi jafnaldra sinna eins og ýmsar rannsóknir hafa bent til (Hanna Ragnarsdóttir, 2008; Hernandez, 2004; Rumbaut og Portes, 2001; Suárez-Orozco og Suárez-Orozco, 2001). Í rannsókninni kemur fram að sum ungmennin hafa náð það góðum tökum á mark- málinu, íslensku, að þau standa jafnfætis íslenskum jafnöldrum sínum. Velgengni þeirra í námi staðfestir það. Þetta á einkum við um þau yngri í hópnum, sem hafa verið í íslenskum grunnskóla frá upphafi og eru nú á unglingastigi. Samkvæmt lýs- ingum þeirra hafa þau náð akademískri málfærni (Cummins, 2005) í íslensku. Þessi niðurstaða kemur heim og saman við rannsóknir á máltöku annars máls þar sem fram kemur að það taki allt að því fjögur til sjö ár, jafnvel tíu ár, að ná akademískri færni í öðru máli (Hakuta, Butler og Witt, 2000). Eldri ungmennin hafa átt erfiðara með íslenskuna og þurfa enn stuðning við hana í námi sínu. Foreldrar ungmennanna hafa fremur lítið getað stutt þau í íslenskunáminu þar sem fæstir þeirra hafa betri íslensku-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.