Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 123
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 123
anna- l ind pétUrsdótt i r
Til er fjöldi uppbyggilegra aðferða til að fyrirbyggja og draga úr erfiðri hegðun – og
aðeins ef þær aðferðir duga ekki gæti reynst nauðsynlegt að grípa til tímabundinnar,
mildrar refsingar til að stöðva hættulega eða ógnandi hegðun. Hins vegar krefst það
þekkingar og lagni að nota refsingar á þann hátt að þær dragi í raun og veru úr erfiðri
hegðun en hafi ekki þveröfug áhrif eða valdi neikvæðum tilfinningalegum aukaverk-
unum (Lerman og Vorndran, 2002; Mayer, 1995).
Vankantar við að nota aðgreind sérúrræði fyrir einstaklinga
með hegðunarerfiðleika
Hér á landi er unnið eftir stefnu skóla án aðgreiningar þar sem markmiðið er að koma
til móts við náms- og félagslegar þarfir allra nemenda í almennum grunnskóla (Reglu-
gerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla nr. 585/2010). Þrátt fyrir þessa yfirlýstu
stefnu hefur lengi tíðkast að kenna nemendum með alvarlega hegðunar- og tilfinn-
ingalega erfiðleika í sérskólum, sérdeildum eða sérstökum meðferðarhópum. Þegar
slíkum sérúrræðum er beitt er yfirleitt lögð áhersla á að auka félags- og samskipta-
færni með það að markmiði að nemendur verði færari um að stunda nám í almennu
skólaumhverfi (t.d. Brúarskóli, 2011). Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að þrátt fyrir
ítrustu viðleitni, reynslu og þekkingu þeirra sem að slíkum hópúrræðum koma er
hætta á að þau ýti undir þróun andfélagslegrar hegðunar (t.d. Dishion, McCord og
Poulin, 1999).
Í hópi ungmenna með langa sögu um andfélagslega og árásargjarna hegðun eru
meiri líkur á neikvæðum fyrirmyndum og styrkingu óæskilegrar hegðunar, svokall-
aðri „þjálfun í frávikshegðun“ (e. deviancy training), en þegar meirihluti ungmenn-
anna hefur ekki slíka neikvæða sögu (Dishion o.fl., 1999). Þegar Dishion, Spracklen,
Andrews og Patterson (1996) greindu samtöl ungmenna með alvarlega hegðunarerfið-
leika kom til að mynda í ljós mun meiri félagsleg styrking (s.s. hlátur, undirtektir) á
andfélagslegum umræðuefnum sem tengdust hegðun sem var á skjön við viðtekin
gildi en í samtölum ungmenna án slíkra erfiðleika. Þegar staða þessara sömu ung-
menna var skoðuð tveimur árum síðar kom í ljós að þau sem höfðu verið í miklum
samskiptum við önnur ungmenni með hegðunarerfiðleika voru mun líklegri til að
neyta fíkniefna og stunda afbrot en ungmenni sem höfðu átt samneyti við aðra sem
ekki styrktu frávikshegðun (Dishion o.fl., 1996). Nemendur sem flosna upp úr námi,
sýna andfélagslega hegðun, neyta fíkniefna og leiðast út í afbrot á unga aldri eru lík-
legir til að eiga í miklum erfiðleikum fram á fullorðinsár og verða háðir framfærslu
hins opinbera (Bradley o.fl., 2008).
Hvað skilar betri árangri? Stigskiptar aðferðir til að mæta
ólíkum þörfum
öll börn þurfa stuðning við að sýna viðeigandi hegðun og fyrir flest þeirra duga al-
mennar aðferðir við hegðunar- eða bekkjarstjórnun, s.s. skýrt skipulag, vel skilgreindar
reglur og jákvæð styrking. Með öflugum, almennum, fyrirbyggjandi aðgerðum er
hægt að draga úr hlutfalli nemenda sem þurfa sértækari úrræði (t.d. Sørlie og Ogden,