Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 98
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201198
„mín köllUn er að hJálpa og reyna að láta gott af mér leiða“
vinaböndum. Starfið getur farið fram á eigin vegum eða á vegum sjálfboðaliðasam-
taka (t.d. Rauða krossins) og stofnana (t.d. skóla), ýmist í þágu nær- eða fjærsam-
félags sjálfboðaliðans. Vinnuframlagið getur verið framtak sjálfboðaliðans eða hluti af
skyldu í tengslum við uppeldis- og menntunarstarf.
Þátttaka. Þátttaka fólks í sjálfboðaliðastörfum er almennt talin góð á Norðurlöndum í
samanburði við aðrar þjóðir. Í samantekt Matthies (2006) kemur fram að þátttaka fólks
nemi rúmum 50% bæði í Noregi og Svíþjóð, 40% á Íslandi, 35% í Danmörku og 33% í
Finnlandi. Í alþjóðarannsókn Johns Hopkins Center for Civil Society (36 lönd) kemur
aftur á móti fram að aðeins tvö lönd fyrir utan Noreg (52%) og Svíþjóð (28%) nái yfir
20% þátttöku (Bretland 30% og Bandaríkin 22%). Þátttaka fólksins nam frá 0,1% til
52% og var 10% að meðaltali (Center for Civil Society Studies at the Johns Hopkins
Institute for Policy Studies, e.d.). Hafa ber þó í huga að sjálfboðaliðastörf á Norður-
löndum eru að mestu í kringum íþróttahreyfingar, tómstundir og menningarmál en
síður í tengslum við félagsleg velferðar- og mannúðarmál eins og í mörgum ríkjum
Evrópu (Matthies, 2006; Steinunn Hrafnsdóttir, 2006) og í Bandaríkjunum (Yates og
Youniss, 1999). Einnig ber að hafa í huga að oft eru mismunandi mælingar notaðar til
að mæla þátttöku í sjálfboðaliðastörfum og það gerir samanburðinn torveldari.
Rannsóknir á þátttöku 16–29 ára ungmenna í sjálfboðaliðastarfi á vegum félaga
og stofnana sýna að þau taka helst þátt í tómstundastarfi (23%) og trúfélögum (18%),
en þátttaka í góðgerðastarfi (5%), pólitík og starfi baráttusamtaka (5%) og fagfélaga
(2,5%) er minni (Steinbuka og Mercy, 2009). Stúlkur reynast frekar taka þátt í trú-
félaga- og góðgerðastarfi, en piltar í pólitík og starfi baráttusamtaka og fagfélaga.
Hér á landi sögðust 30% fólks á aldrinum 18–24 ára hafa tekið þátt í sjálfboðaliða-
starfi á síðustu 12 mánuðum árið 2005 (25–34 ára: 38%; 35–44 ára: 51%; 45–54 ára:
42%; 55–64 ára: 47%; 65–80 ára: 20%; Steinunn Hrafnsdóttir, 2005). Til samanburðar
má nefna sem dæmi að í Danmörku var hlutfallið 20% í aldurshópnum 18–29 ára árið
2004 (Habermann, Henriksen, Ibsen og Koch-Nielsen, 2006) og í Bandaríkjunum 22%
í aldurshópnum 16–24 ára árið 2008 (United States Department of Labor, 2010).
Langtímarannsóknir benda til þess að þátttaka ungmenna í sjálfboðaliðastarfi og
samfélagsþjónustunámi (e. service learning) hafi gott forspárgildi fyrir frekari sjálf-
boðaliðaþátttöku þeirra á lífsleiðinni (t.d. Astin, Sax og Avalos, 1999; Hart, Donnelly,
Youniss og Atkins, 2007). Rannsókn frá árinu 2001 sýndi að tveir þriðju hlutar sjálf-
boðaliða á fullorðinsaldri höfðu gerst sjálfboðaliðar á unga aldri og þeir sem byrjuðu
ungir og áttu foreldra sem voru í sjálfboðaliðastarfi voru örlátari á tíma sinn til sjálf-
boðaliðastarfa (sjá yfirlit Snyder og Omoto, 2009).
Áhugi á þátttöku. Nokkrir rannsakendur hafa beint athyglinni að ástæðum fyrir áhuga
ungs fólks á því að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi, hvort sem það er innan eða utan
skyldunáms í skóla (sjá t.d. Gaskin, 2004). Flestar rannsóknanna felast í spurninga-
listakönnunum. Í The 1997 National Survey of Volunteering (Smith, 1998) kom m.a. fram
að fjölskyldan væri einn meginhvatinn að þátttöku ungs fólks (18–24 ára) í sjálfboða-
liðastarfi en einnig væri algengt að það væri beðið að taka þátt. Eldri ungmennin
fengju einnig tækifæri til þátttöku í tengslum við háskólanám.