Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 20
Neytendasamtökin 30 ára lega, fyrr en eftir að ég kom heim frá námi í Svíþjóð. Ég kom því ekki með neina þekkingu á þessum efnum að utan, enda hafði í rauninni ekki mikið gerst þar og lítið á því borið. En svo frétti ég ein- hvern veginn af Neytendaráði danskra húsmæðra, og þegar ég fór til Norður- landa sumarið 1952, fór ég á fund Lis Groes, formanns ráðsins, frægs kven- skörungs, sem átti eftir að verða við- skiptaráðherra Dana, og fræddist um starfsemi þessara neytendasamtaka. Þetta voru reyndar ekki almenn samtök, heldur ráð skipað fulltrúum kvenfélaga í Dan- mörku. En það var sannarlega sjónarmið neytenda almennt, sem átti að vekja at- hygli á og berjast fyrir. Ráðið hafði verið stofnað á vöruskortstímum, 1947, en greinilegt var, að það hafði varanlegu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu. Við ræddum að sjálfsögðu um þetta sjónar- mið almennt og hvernig hægt væri að vinna að því, að tillit væri til þess tekið - með góðu eða illu - og hvað gert hefði verið í heiminum til þess fram að þeim tíma. Pað var ekki mikið, en bandarísku neytendasamtökin, sem stofnuð voru 1936, höfðu þó algjöra sérstöðu, en þau störfuðu nær eingöngu sem gæðamats- stofnun, sem gaf út tímarit. Þá hafði og Rannsóknarstofa heimilanna verið sett á fót nokrum árum áður í Stokkhólmi, og ég tók upp samband við hana. Þegar við Lis Groes hittumst svo sumarið eftir, var ég búinn að gangast fyrir stofnun Neytendasamtakanna og fjórum árum síðar sátum við fund, sem Efnahagssamvinnustofnunin hélt í París fyrir fulltrúa neytendasamtaka innan aðildarríkjanna. Vildi stofnunin með því leggja áherslu á mikilvægi slíkra samtaka, sem héldu á lofti sjónarmiðum neytenda, fyrir efnahagslífið í hverju landi. í lok fundarins var samþykkt ályktun um nauð- syn þess, að alþjóðleg samtök neytenda yrðu stofnuð. Pessi fundur sýndi, að hinu almenna sjónarmiði neytenda væri vax- andi gaumur gefinn og víða höfðu verið stofnuð samtök neytenda á undanförnum árum. Skýringin á því, hvers vegna ég gat mætt þarna, var einfaldlega sú, að ég var á ferðinni í Mið-Evrópu um þetta leyti til að fala gagna vegna Hvile-Vask-málsins. Ég hafði því ærið erindi á fundinn. Neytendasamtökin, þau þriðju elstu í heimi. - En nú hafa Neytendasamtökin á íslandi verið talin hin þriðju clstu í heimi? - Já, þegar efnt var til stofnfundar Al- þjóðasamtakanna í Haag 1960, var mér sýndur sérstakur heiður sem frumkvöðli að stofnun neytendasamtaka, þar eð hin íslensku væru hin þriðju elstu í heimi. Ég hélt því aldrei fram að fyrra bragði, en fundarboðendur ákváðu að raða fulltrú- um samtakanna eftir stofndegi þeirra. Eitthvað var deilt um þetta, hvað væru samtök og hvað væru ráð og nefndir eða rannsóknarstofnanir. Og út frá einni skil- greiningunni gátum við talist númer tvö, ef ég notaði 26. janúar 1953, þegar lýst var yfir stofnun Neytendasamtakanna, í stað 23. mars, þegar framhaldsstofnfund- urinn var haldinn. Petta var að sjálfsögðu ekki mikilvægt atriði,en hafði þó sín Frumkvödull að stofnun Bandarísku Neyt- endasamtakanna fyrir nœrri 50 árum, Lolston E. Warne kom í heimsókn hingað til lands ásamt konu sinni vorið 1966. áhrif, beindi athyglinni að manni á fund- inum og varð til þess, að maður var þar ef til vill virkari en ella og tók mikinn þátt í umræðum. íslensku samtökin höfðu af talsverðri reynslu að miðla, og að einu leyti höfðum við algera sérstöðu og slógum öllum öðrum neytendasamtökum við. Það var ekki, að hin íslensku væru hin langfjölmennustu miðað við fólks- fjölda, heldur að þau skyldu veita með- limum sínum lögfræðilega aðstoð og upp- lýsingar án sérstaks endurgjalds vegna kaupa á vörum eða þjónustu. Og hafa til þess opna skrifstofu daglega. Þegar ég flutti skýrslu um starfsemi Neytendasam- takanna á stofnfundinum í Haag 1960, höfðum við veitt þessa þjónustu nær í sjö ár. Að loknum fundinum í Haag bauð OECD enn til ráðstefnu í París, og voru vörumerkingar, „informative labelling“, þ.e. merkingar með upplýsingum um vöruna, eitt helsta málið á dagskrá. Skyldi það rætt með hliðsjón af hinum stóru, sameiginlegu mörkuðum, sem myndaðir höfðu verið eða voru í myndun í Evrópu. - Höfðum við mikinn ávinning af þessu samstarfi við systursamtök crlend- is? - Alveg tvímælalaust bæði beint og óbeint. En það er rétt að taka það fram, að útgjöld samtakanna vegna þessara samskipta voru lítil, því að ég var alltaf í öðrum erindagjörðum og notaði tækifær- in til að sinna þessum málum fyrir Neyt- endasamtökin í Ieiðinni. Við gáfum út fjölda leiðbeiningabæklinga, sem félags- mcnn fengu heimsenda og voru innifaldir í árgjaldinu, sem svo kannski var aldrei greitt, og efnið í þá var í flestum tilvikum fengið úr ritum samtaka og stofnana, sem við vorum í sambandi við. Og mér dettur í hug eitt skemmtilegt atvik í Haag 1960, úr því að við minnumst á beint gagn. Ég borðaði hádegisverð með forseta banda- rísku samtakanna, Colston E. Warne, og árangurinn varð sá, að hann sendi Neyt- endasamtökunum að gjöf 3000 eintök af árbók sinna samtaka, en hún var yfir 400 bls. að stærð, og við þurftum ekki einu sinni að greiða flutningskostnað. Menn þurftu svo aðeins að hafa fyrir því að nálgast hana á skrifstofu okkar. Prívegis fengum við slíka árbókar sendingu, en mig minnir, að við höfum látið þá vita, að 500 eintök væru nóg. Pá var það einnig til framdráttar mál- stað okkar hérlendis að geta bent á vax- andi hliðstæða starfsemi erlendis. Pað er nú einu sinni svo í okkar blessaða landi. Framkvæmdastjórn Alþjóðasamtak anna heimsótti okkur svo vorið 1966 og hélt hér fund til að undirbúa Alþjóðaþing neytendasamtaka, sem halda átti í ísrael í júní það ár. Þá var mér sýndur sá sómi að vera boðið að vera einn af forsetum þingsins, en kostnaður af för minni og dvöl var greiddur af Alþjóðasamtökun- um. Ég þáöi það að sjálfsögðu með þökkum, og það féll í minn hlut í ísrael að stjórna þar umræðum um auglýsingar. Og einnig að undirbúa umfjöllun um það efni á þinginu. Neytendasamtökin hafa gert mikið gagn - Þegar þú rifjar upp sögu Neytenda- samtakanna, finnst þér þá, að þau hefðu 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.