Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 57

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 57
ar hlýtur þó frá sjónarhóli Sjálfstæðisflokksins að vera að eins eðlileg verðmyndun eigi sér stað í landbúnaðarvörum eins og hægt er með hagsmuni neytenda og framleiðenda fyrir augum. Á þessu sviði eins og öðrum mun Sjálfstæðisflokk- urinn taka mið af hinni al- mennu stefnu sinni um við- skipta- og verslunarfrelsi. II. Par sem breyting á sölu eggja frá því sem nú er mundi að öllum líkindum leiða til meiri bindingar hvað verð og annað varðar þá er ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn teldi rétt að beita 36. gr. laganna um Framleiðsluráð landbúnaðar- ins varðandi sölu eggja en flokkurinn hefur þó ekki tekið formlega afstöðu til þessa máls enn. III. Stefna Sjálfstæðisfokksins sem er stefna atvinnufrelsis, frjálsrar samkeppni og virks samleiks neytenda og fram- leiðenda hlýtur eðli málsins samkvæmt að vera hlynnt virk- um samtökum neytenda. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur með margvíslegum samþykktum sínum í ýmsum málaflokkum hvatt til þess að sjónarmið neytenda verði höfð í fyrirrúmi og flokkurinn hefur sérstak- lega ályktað um það að verð- lagseftirlit neytenda verði auk- ið og jafnframt verði samtök þeirra efld þannig að þau geti sinnt því mikilvæga hlutverki. Ofanritað svar er vonandi fullnægjandi svar við bréfi Neytendasamtakanna frá síð- astliðnu vori til Sjálfstæðis- flokksins en ef óskað er frekari upplýsinga um stefnu flokksins í ofangreindum málum væri forystumönnum flokksins ljúft að mæta á fund hjá Neytenda- samtökunum eða útskýra stefnu flokksins í þessum mál- um með öðrum hætti er sam- tökin teldu fullnægjandi. F.h. Sjálfstæðisflokksins Kjartan Gunnarsson. Margt hefur verið rætt og ritað um verð á jógúrt að undanförnu. Ekki verða þær deilur raktar hér. Langódýrast er að búa til eigin jógúrt og aðferðin er sáraeinföld. Tveir lítrar af mjólk eru hitaðir að 40°C, þar til hún er fingurvolg. Þá er bætt út í hana 1 dós af hreinni jógúrt. Síðan er ílát- inu lokað og það látið standa á miðlungs- heitum miðstöðvarofni, með lopapeysu yfir, í 6-8 tíma. Ef ekki er hægt að koma ílátinu á mið- stöðvarofn, má nota volgan bakarofn, eða annan hlýjan stað. Þegar þessari meðferð er lokið, er hrært duglega í jógúrtinni og hún er tilbúin til að bæta í hana ávöxtum. Ódýrast er að sjóða ávexti sjálfur, t.d. sveskjur, í sykurvatni og bæta út í. Það þarf ekki nema ca. 150g sveskjur í 2 lítra af jógúrt. Þá er líka hægt að nota niður- soðna ávexti og þá er um að gera að bera saman verð í versluninni, því verðið er mjög misjafnt. Einna ódýrast er að kaupa ananas. Ágætt er líka að nota danska ávaxta- grauta sem fást í fernum. Vel má frysta afganginn af ávöxtunum þar til þið búið til jógúrt næst. Munið líka að taka dálítið til hliðar af ykkar eigin jógúrt, áður en þið setjið ávexti út í, til að nota í næstu jógúrtgerð. Gangi ykkur vel! Verðsamanburður: Heimagert jógúrt: 2 lítrar mjólk 34.20 75gsveskjur ca 10.00 Ananas, helmingur af hálf dós notaður ca 13.00 57.20 Tveir lítrar af heimagerðri jógúrt, þar sem sveskjur eru settar í helminginn og ananas í hinn, kosta þannig 57,20 kr. Jógúrt með ávöxtum framleidd í Mjólkur- búi Flóamanna kostar hins vegar 134 kr. miðað við sama magn (4x500 g dósir) eða 134% meira. Neytendafræðsla í fjölmiðlum Neytendablaðið skrífaði dagblöðunum bréf þar sem spurt var um gildi neytenda- fræðslu í fjölmiðlum. Svar barst einungis frá DV og fer það hér á eftir: Ég œtla að láta aðra um fallegar yfirlýs- ingar um gildi neytendafrœðslu í fjölmiðl- um og innilegan áhuga þeirra á málinu. Mitt mat kemur hins vegar fram í verkum, sem tala. Á miðju ári 1978 hafði ég sem ritstjóri Dagblaðsins frumkvœði að fyrstu neyt- endasíðu dagblaðs. Henni hefur síðan verið haldið úti óslitið og er nú orðin að tveimur síðum í DV. Síðar tóku sum önnur blöð þetta upp. Meðal nýjunga neytendasíðunnar voru víðtœkar verð- og vörukannanir, sem síð- ar voru teknar upp af neytendafélögum og síðast af skrifstofu verðlagsstjóra. Önnur nýjung var samstarf við lesendur um heimilisbókhald. Pað leiddi til birting- ar blaðsins á vísitölu verðlags, er mælir stœrðir, sem hin falsaða, opinbera vísitala mœlir ekki. Ég nefni þessi tvö einstök dœmi til að sýna, hvernig hefur í verki verið svar mitt við spurningu Neytendasamtakanna. Yfir- lýsingar um góðan vilja geta ekki bætt svarið. Að lokum óska ég Neytendasam- tökunum til hamingju með þrítugsafmælið og til vaxandi árangurs í starfi á ókomnum árum. Jónas Krístjánsson 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.