Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 21
Neytendasamtökin 30 ára getað gert betur og þar með orðið öflugri en þau eru í dag? - Neytendasamtökin hafa gert mikið gagn og áreiðanlega ekki minna en hlið- stæð samtök erlendis, þótt aðstæður hér hafi verið erfiðari að mörgu leyti og þá fyrst og fremst frá fjárhagslegu sjónar- miði, þar sem svo mjög varð að treysta á árgjald félagsmanna í fámennu landi. Með stofnun Neytendasamtakanna var ráðist í að efna til samtaka á svo víðtæku sviði, að verkefnin hlutu að vera enda- laus, svo þrotlaus, að það þurfti rnikla bjartsýni til að ætla, að almennur félags- skapur hefði bolmagn til að koma miklu til leiðar í þeim efnum. Og þegar ég lít á sögu samtakanna þann tíma, sem ég gegndi formennsku í þeim, finnst mér furðu margt hafa gerst og tekist. En því geta sennilega fáir trúað, hve allt starfið féll á sárafáa á mínum tíma, fyrstu 15 árin og því hálfan aldur þeirra nú. Ég var snemma eins konar samnefnari Neyt- endasamtakanna, og heim til mín var hringt á öllum tímum alla daga og kvöld vikunnar út af öllum hugsanlegum málum. Það var eitt af því, sem knúði á um opnun skrifstofu hið allra fyrsta. Þá var þó hægt að beina hringingum þangað á ákveðnum tímum, þótt eftir sem áður væri hringt í mig alla tíð. En ég mátti sjálfum mér um kenna, því að ég hafði kallað þetta yfir mig með stofnun samtak- anna. En um leið var mér það enn meira hjartans mál en ella, að Neytendasamtök- in sönnuðu tilverurétt sinn, treystu sig í sessi og kæmust yfir byrjunarörðugleik- ana, sem ég taldi vera. Skýringin á því, að við skyldum geta innt af hendi þá þjón- ustu að veita félagsmönnum - og í reynd hverjum þeim, sem þess óskaði - lög- fræðilega aðstoð, ef þeir teldu sig blekkta í viðskiptum, var sú, að ég fékk bróður minn, Birgi Ásgeirsson, þegar hann hafði nýlokið lögfræðiprófi, til að taka starfið að sér upp á von og óvon, hvað greiðslur snerti. Hann bar síðan hitann og þungann af hinni svokölluðu kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna í meira en áratug þrátt fyrir fátækt þeirra eða kannski öllu heldur vegna hennar. Hin beina gagn, sem einstaklingar höfðu af þessari aðstoð, og hin beinu og óbeinu áhrif, sem hún hafði til bóta á við- skiptaháttum almennt, má tvímælalaust telja með hinu mikilvægasta, sem áunnist hefur með starfsemi Neytendasamtak- anna. Á förnum vegi fékk ég ott að heyra sögur af því, að viðkomandi hefði ekki fengið neina úrlausn mála, fyrr en hann hefði þá sagst ætla að leita til Neytenda- samtakanna. Þannig hafa mörg mál leystst án þess að til kasta þeirra kæmi beint, og það minnir einmitt á, að tilvera samtakanna ein hefur sín áhrif. En auðvitað hefðu samtökin getað gert meira og betur, og þá er spurt, hvort þau væru ekki öflugri í dag? Ég vil svara því þannig, að gagnstætt því sem ég vonaði fyrst, þá streymdu menn ekki inn í sam- tökin að neinu marki, ekki einu sinni þegar mest áberandi var unnið fyrir neytendur almennt í landinu og blöð og útvarp greindu frá því á skilmerkilegan hátt. Ég veit ekki, hvað hefði átt að gerast til þess, að almenningur styddi dyggilega við bak- ið á samtökunum. Mér lærðist fljótt að ætlast ekki til þess, en engu að síður var málstaðurinn góður og þarfur og að honum var oft gaman að vinna, þótt það gæti orðið þreytandi einnig. Neytendasamtökin hafa haft miklu meiri áhrif og gert meira gagn en almennt hefur verið viðurkennt. Þau áhrif verða þó trauðla mæld í tölum eða á annan hátt, en margt hefur sannanlega verið gert í samræmi við hinn upprunalega tilgang Neytendasamtakanna. Aðalatriðið hjá okkur stofnendunum var að vekja athygli á sjónarmiði hins almenna neytenda, kaupanda vöru og þjónustu, þar eð ávallt hallaði á hann í viðskiptum, og freista þess að bæta stöðu hans, enda væri hann í vissum tilvikum varnarlaus í reynd. Þetta tókst að vissu marki, og það voru sannarlega takmörk fyrir því, hversu langt var með nokkru móti hægt að ná. En þær kröfur, sem oft hefur orðið vart við að gerðar væru til Neytendasamtak- anna, hafa verið með ólíkindum ósann- gjarnar og vanhugsaðar, enda tíðum bornar fram af þeim, sem hvorki höfðu vilja né nenningu tíl að leggja neitt af mörkum sjálfir þeim til stuðnings. Ég fagna því, að þetta blað skuli vera helgað upprifjunum úr sögu Neytendasamtak- anna, því að þeim er nauðsyn að geta haft handbært ágrip af sögu sinni. Til þess getur oft þurft að grípa bæði í vörn og sókn. Ég vil leggja sérstaka áherslu á það, að ætlunin með stofnun samtakanna var ekki síst að vekja neytendur sjálfa til meðvit- undar um rétt sinn og reyndar skyldu einnig. Neytendasamtökin áttu að vera til aðstoðar og stuðnings, en ekki til að reka óþægileg erindi fyrir menn eða taka af þeim ómak. En út í þá hlið málsins skal ekki farið að sinni, enda er þetta orðið langt viðtal. Þó finnst mér óendanlega margt vera ósagt ennþá. Neytendasamtökin hafa nú starfað í 30 ár á tímum mikillar deyfðar í félagsstarf- semi almennt. Þau hafa frá upphafi haft ærnu hlutverki að gegna í íslensku þjóð- félagi, og það er einlæg ósk mín þeim og þjóðinni til handa, að þeim megi auðnast að ná sem mestum árangri í þeim anda, sem til var stofnað. Frá stofnfundi Alþjóðasatnbands neytendasamtaka í Haag 1960. Á spjöldum bak við háborðið eru nöfn þeirra samtaka, sem þangað var boðið að senda fulltrúa, raðað eftir aldri. Par voru Neytendasamtökin lalin hin þriðju elstu í heimi. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.