Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 70

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 70
Seljendur sólarlandaferða reyna aö gylla þá þjónustu sem þeir hafa í boði, sem kannski er eðlilegt og oftar en ella eru stór orð ekki spöruð. þau ráð sem gefin eru í grein- unum, eru tengd tekjum blaðs- ins af auglýsingum um viðkom- andi efni. I Forbrukerrapporten eru nefnd fleiri dæmi, en greinin um meðferð fyrir mongolita- böm sem hefur verið þýdd á ís lensku og birt í tímariti, sem fjallar um heilsurækt. Af þeirri ástæðu er greint frá því dæmi hér. Fyrir nokkru varð mikið fjaðrafok hér á landi út af grein um kvöldvorrósarolíuna, sem birtist í dagblaði, þar sem þeim er tækju inn olíuna var heitið lækningu við alls konar kvillum, jafnvel krabbameini. Einnig hér á íslandi virðist vera freistandi fyrir greinar- höfunda að taka heldur djúpt í árina, ef svo mætti að orði kveða. í Bandaríkjunum láta stór fyrirtæki stundum gera sjón- varpsþætti með auglýsingum. Fyrirtækin geta þá hagrætt auglýsingum í myndunum, svo að þær veki sem mesta eftir- tekt. Pað má nefna að vind- lingaframleiðandi nokkur lét gera slíkan þátt og sá svo um að eingöngu laglegt og mynd- arlegt fólk var reykjandi í þættinum og ennfremur var séð um að reykt væri á aðlað- andi hátt. Fyrirtækið lagði bann við því að læknir kæmi fram í myndinni, svo að áhorf- endur færu ekki að hugsa um samhengið á milli reykinga og krabbameins. Fer ekki að verða tímabært að taka til umræðu hvort æski- legt sé að rekstur fjölmiðla skuli að miklu leyti vera háður tekjum af auglýsingum? í lýðræðisþjóðfélagi er talið mikilvægt að þjóðfélagsþegn- arnir hafi málfrelsi og prent- frelsi, en er það ekki jafn mikilvægt að unnt sé að treysta þeim fróðleik, sem birtist? Ætlumst við ekki til að þeir fjölmiðlar, sem reknir eru af ríkinu birti fróðleik, sem er hlutlaus í hvívetna? Ætlumst við ekki til að málgagn neyt- enda birti hlutlausan fróðleik um vörur og þjónustu? En þá vaknar spurningin um það hvort við séum ekki neydd til að taka tillit til sjónarmiða þeirra, sem við erum fjárhags- lega háð á einhvern hátt? Vissulega fagna neytendur því að afnotagjöldum af hljóð- varpi og sjónvarpi og af blöð- um og tímaritum er stillt í hóf. Hins vegar greiða neytendur auglýsingarnar í einhverri mynd í vöruverðinu. Gera auglýsingar vörurnar ódýrari? Því hefur oft verið haldið fram að með því að auglýsa vöru sé unnt að selja meira af henni og þar með að hagræða framleiðslunni þannig að varan verði ódýrari. En oft er því einnig haldið fram að auglýsingakostnaður leggist ofan á vöruverðið. í grein í bókinni „Forbrug pá mange rnáder" sem er gefin út af Forbrugerrádet í Dan- mörku (1983) segir Preben Sepstrup, lektor: „Spurningin er mun flóknari en haldið er fram hér að framan. Samhengi á milli vöru- verðs og framleiðslukostnaðar er ekki ótvírætt. Margt annað hefur áhrif á vöruverðið, eins og t.d. ástand á markaðnum, samkeppnisaðstæður, hve gömul varan er sem á í hlut og hvers konar vöru er um að ræða. Vara er fyrst og fremst aug- lýst til þess að auka gildi henn- ar í augum neytenda, gera vörumerkið að einhverju sér- stöku miðað við þær vörur, sem samkeppnisaðilar fram- leiða og kappkosta að skapa einkasölu fyrir hana á markað- num og þar með er auðveldara að verðleggja vöruna hærra. Óhætt er að álykta að auglýsing- ar hafi yfirleitt ekki í för með sér lækkað vöruverð. Auglýsingar hafa annað hvort engin áhrif á verð vör- unnar eða þau áhrif að ágóð- inn vex eða þá að hvort tveggja hækkar, ágóði og vöruverð. Að sjálfsögðu þarf salan á vörunni að fjármagna auglýs- ingakostnaðinn.“ Hve auglýsingakostnaðurinn er mikill hluti af vöruverðinu fer eftir því hvaða vöruflokk er um að ræða. Hann er mjög mikill fyrir snyrtivörur og lang- mestur fyrir tannkrem. Statens pris- och kartell- námnd (verðlagsstofnun) í Svíþjóð kannaði árið 1976 hvaða kostnaðarliðir hefðu áhrif á verðið á „hárshampo“ hjá fimm stærstu framleiðend- unum. Niðurstöður voru sem hér greinir: Auglýsingar....................22% Sölustarfsemi alls konar.....18% Framleiðsla, dreifing, umsjón . 25% Umbúðir........................18% Hráefni........................17% Eru auglýsingar skemmtilegar? Sennilega finnst flestum að auglýsingar lífgi upp á um- hverfið, ekki síst í stórborgum. Pær auglýsingar sem birtar eru í dagblöðum og tímaritum leggja auglýsendur mikið kapp á að gera vel úr garði. Þær eru oft hannaðar af fagmönnum, 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.