Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 85

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 85
Neytendablaðið 30 ára UPPELDISÁHRIF AUGLÝSINGA Að mestu leyti virðast auglýsingar vera bergmál af tilhneigingum, sem þegar eru til staðar í þjóðfélaginu. Samt sem áður virð- ist sem hinar fjölmörgu auglýsingar vinni saman við að skapa þýðingarmiklar breyt- ingar á verðmætismati einstaklinga. Á margvislegan hátt, sem við oft veitum ekki athygli, förum við að mynda nýtt gildis- mat á hlutum, förum inn í nýjan heim, þar sem lykillinn að hamingjunni er að eign- ast nýjustu gerð af bílnum, borðstofuhús- gögnum, ísskápnum og sjónvarpstækinu, þar sem vinna má bug á sérhverjum sjúk- dómi með nýju töfralyfí, þar sem hin sönnu laun eftir erfiðan vinnudag er að veita sjálfum sér munað sem einstaklingurinn hefur ekki efni á, vegna þess að honurn finnst hann „eiga það skilið“. Mynd ham- ingjusams lífs, sem þannig er sköpuð, er athyglisverðari fyrir það, sem vantar í hana, en það, sem er í henni, bækur, syn- fóníutónleikar og listasýningar, svo að dærni séu tekin, eru lítið auglýstar Tilhneigingin til að endurspegla kennd- ir, sem eru félagslega óæskilegar. er að- eins hluti vandamálsins. Enn þá hættu- legri er sívaxandi hugvitsemi auglýsenda að tengja framleiðsluvöru sína við hug- myndir, sent eru í sjálfu sér saklausar, ánægjulegar, jafnvel æskilegar. Afleiðing- þessa eru að hugtök eins og ást, kynferði og móðurást eru stöðugt gerð þýðingar- minni vegna notkunar á þeim í gróðaskyni í tengslum við vörunterki, líkt og raunveru- legt manngildi megi kaupa með nýjum rakspíra, svitakremi, jafnvel nýrri þvotta- vél. Móðurást virðist njóta sérstakra vin- sælda meðal auglýsenda, sbr. eftirfarandi samtal móður og barns, sem auglýsandi Johnson barnavöru bjó til: Barn: Mamma, hvað elskarðu mest? Móðir: Þetta er skrítin spurning. B. Jæja, þú gefur mér ekki þessa góðu sápu. M. En hörund ungbarns er mjög við- kvæmt. B. Hörund mitt er líka viðkvæmt. M. Allt í lagi, elskan, þú skalt fá John- son líka . . . Rétt er að minnast einnig í stuttu máli á það hvernig auglýsingar hafa nýlega tek- ið i notkun aðferðir til samræmis við breytta þjóðfélagshætti. Hér ber fyrst að nefna hina miklu áherzlu á það sem ,,nýtt" er, eða á að teljast ,,nýtt ". Okkur er stöð- ugt boðið ,,ný" sápa. „nýtt" þvottaefni, „heillandi gott nýtt bragð" í súpu, „al- gjörlega ný tegund af rnjúku efni" í kló- settpappír. Þessar starfsaðferðir auglýs- enda skírskota til þeirra hugmynda flestra neytenda að framleiðsla jafnt og vísindi taki stöðugum framförum. Auðvitað eru framleiddar ýmsar vörur, sem eru nýjar í þeirri merkingu, sem neytendur vilja skilja það orð, þ. e. eru vísbending um tæknileg- ar framfarir. En í flestum tilfellum er hér aðeins um breytingar að ræða, sem eiga lítið eða ekkert skylt við framfarir. (2.-3. tbl. 1970) "Bezta sjónvarpsauglýsing- in". Nýlega fór fram verðlauna- afhending. Forráðamenn sjón- varpsins veittu verðlaun fyrir "bezt gerðu sjónvarpsauglýs- inguna". Það er í sjálfu sér táknrænt að af öllu efni sjónvarpsins skuli forráðamenn þess telja auglýsingar helzt verðugar verðlauna. En látum það vera. Akvörðunin um verðlaunaaug- lýsinguna vakti öllu fremur furðu okkar. Auglýsingin (um verzlunina Adam) innihélt engar upplýsingar, sem neyt- endur gátu hagnazt á. Auglýs- ingin var ekki annað en tækni- lega vel gerð kynning á nafni fyrirtækisins. - Sem sagt góð auglýsing frá sjónarmiði selj- enda og tæknimenna, sem eru í þjónustu þeirra. En frá sjónar- miði neytenda er hún einskis virði. E. t. v. væri forráðamönn- um Sjónvarpsins hollt að minn- ast þeirrar staðreyndar að það eru neytendur sem að endingu borga kostnað af auglýsingunni í vöruverðinu. Og sömu neyt- endur borga há afnotagjöld fyrir að mega horfa á þennan aukna kostnað við dreifingu vörunnar, sem þeir kaupa. (3 tb, 1971) 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.