Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 60

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 60
ur hafa verið settar um mjólk og mjólkurvörur í reglugerð og ýmsar aðrar vörutegundir, upphaflega á grundvelli fyrr- nefndra laga frá 1936. Þá má minna á lög um mat og eftirlit með sjávarafurðum, kjöti, ull o.fl. Ymiss lög og reglur eru í gildi um margvísleg öryggis- mál. Sem dæmi um slíkar reglur, sem varða neytendur, eru fyrirmæli um raffanga- prófun í lögum frá 1979, um Rafmagnseftirlit ríkisins. Leyfísbundnar atvinnu- greinar. Sérstök lög gilda um ýmsar atvinnugreinar, svo sem verslunaratvinnu, iðnað, ferðaþjónustu, vátrygginga- flokk nefna lög og samþykktir um lokunartíma sölubúða. Samningar og kröfuréttindi. Á sviði einkaréttar skipta ýmiss lög neytendur máli. Mikilvægust þeirra eru lög um lausafjárkaup frá 1922 og al- menn samningalög frá 1936. Þá hafa verið sett lög um ein- stakar tegundir samninga, svo sem vátryggingasamninga og húsaleigusamninga. Mörg ákvæði þessara laga voru sett gagngert í því skyni að vernda „neytendur“ í þessum við- skiptum, þ.e.a.s. vátryggingar- taka og leigutaka. í þessum lögum eru m.a. ákvæði um ógildingu ósanngjarnra samn- ingsskilmála. einnig getið, að reglur þessarar löggjafar myndu greinast í ýmsa flokka samkvæmt fræði- legri skiptingu réttarreglna. Höfuðskipting ríkisbund- inna réttarreglna samkvæmt fræðikerfi lögfræðinnar felst í einkarétti og allsherjarrétti. Ýmislegt kemur til álita, þegar réttarreglur eru greindar í þessa tvo höfuðflokka. Aðal- auðkennið eru þeir hagsmunir, sem réttarreglurnar víkja að. Á þessu verða skilm helst byggð. Réttarregla á undir allsherjarrétt, þegar hagsmun- ir þeir, sem hún mælir fyrir um, eru opinberir, en lýtur einkarétti, þegar skipað er málefnum eða hagsmunum Einkenni nor- rænnar neytenda- löggjafar. Áður en vikið verður að neytendalöggjöf á Norður- löndum svo sem hún er í höfuðdráttum, verður gerð grein fyrir skiptingu hennar í þrjá meginflokka, sem al- mennt er stuðst við. Er hér miðað við löggjöfina í all rúm- um skilningi: a) Markaðsréttarleg löggjöf. Þar má til nefna lög um mar- kaðsstarfsemi (markedsför- ing), lög um eftirlit með ósann- gjörnum samningsskilmálum, Neytendum varðar það miklu hvernig löggjöf um réttindi þeirra er háttað. verðlags- og samkeppnislög- gjöf, lagareglur um vörumerk- ingar, hinar ýmsu réttarreglur um eftirlit með matvælum og öðrum neysluvörum o.fl. b) Einkaréttarleg löggjöf. Hér má nefna lagaákvæði um „neytendakaup“ (konsument- köb), lánsviðskipti neytenda (konsumentkredit), vátrygg- ingar neytenda, viðskipti utan starfsstöðva fyrirtækja s.s. í heimahúsum (dörsalg, hjem- försaljning), sérstök ógilding- arákvæði samningalaga o.fl. c) Réttarfarsleg ákvæði. Til þessa flokks teljast reglur-um sérstaka og einfalda meðferð „neytendamála" fyrir dómstól- um. Ennfremur lagaákvæði eða önnur fyrirmæli um stofn- un og starfsemi kvörtunar- og kærunefnda, gerðardóma eða starfsemi o.fl. Þar eru ýmiss ákvæði um eftirlit með þeim, sem atvinnugreinar þessar stunda, og skilyrði þarf að uppfylla til þess að geta öðlast leyfi til rekstrar, þ.á.m. er að finna kröfur um sérstaka kunn- áttu rekstraraðila. Sérstaklega má nefna lög um vátryggingar- starfsemi frá 1978. Samkvæmt þessum lögum skal Trygging- areftirlit ríkisins hafa eftirlit með almennum skilmálum vátryggingarfélaga, iðgjöldum og iðgjaldagrundvelli. Skal gæta þess, að skilmálar félag- anna séu í samræmi við lög og góða viðskiptahætti í vátrygg- ingaviðskiptum. Þá er athygl- isvert, að vátryggingatakar (neytendur) skulu eiga aðild að stjórn vátryggingafélags. Þá má í tengslum við þennan Flokkun réttarreglna. Hér að framan hafa verið talin upp ýmiss lög, sem ætla má, að varði neytendur miklu. Því fer fjarri, að hér sé um tæmandi upptalningu að ræða. Meginhluti þessara laga og reglna, sem hér hafa verið nefnd, voru hins vegar ekki sett með hagsmuni neytenda að leiðarljósi. Þau eru því ekki nein „neytendalöggjöf" í þeim skilningi, sem almennt er lagð- ur í það hugtak nú. Þessu er því ekki saman að jafna við þá löggjöf, sem sett hefur verið á Norðurlöndum, beinlínis til þess að vernda og auka rétt neytenda, svo sem fyrr hefur verið minnst á. Þar var þess einstaklinga. Áður var minnst á hugtakið neytendarétt. Á síðari tímum hafa menn farið að nota hugtakið markaðsrétt um réttarreglur um samkeppni og margs konar réttarreglur, sem varða atvinnulífið. Drjúg- ur hluti þeirra laga og reglna, sem getið er í upptalningunni hér að framan, myndi falla undir markaðsrétt. í markaðs- rétti gætir mjög allsherjarrétt- arlegra sjónarmiða. Þessar skilgreiningar og skýringar eru reifaðar hér af þeim ástæðum, að þær varða neytendarétt miklu og sá mun- ur á réttarreglum, sem leiðir til skiptingar þeirra í állsherjar- rétt og einkarétt hefur skapað vanda við framkvæmd réttar- reglna til verndar neytendum svo sem vikið verður að í næsta kafla. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.