Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 5
Neytendasamtökin 30 ára Jón Magnússon formaður Neyten dasam takanna. Hlutverk Neytendasamtaka er að styðja neytendur og bœta hag þeirra í við- skiptum. í þau 30 ár, sem Neytendasam- tökin hafa starfað, hafa þau unnið að þessu. Prátt fyrir mismunandi hugmyndir og áhersluatriði, sem komið hafa fram í starfi NS á þessum árum, þá hygg ég að óhœtt sé að fullyrða að mjög mikils sam- ræmis hafi gœtt í öllum aðalatriðum. Pati hafa stuðlað að aukinni vitund neytenda um rétt sinn og mótað stefnu í íslenskum neytendamálum, sem miða fyrst ogfremst að jafnrœði aðila á markaðnum og bœtt- um viðskiptaháttum. Pessi atriði skipta miklu máli þó svo að við sem störfum í samtökunum teljum að of hægt hafi miðað og nauðsynlegt sé að efla Neytendasamtök og neytendastarf í landinu. Markmið og leiðir 777 þess að ná fram því markmiði að styðja neytendur og bæta liag þeirra í við- skiptum geta Neytendasamtökin beitt ýmsum ráðum, sem eru annars vegarfólg- in í því að hafa áhrif á framleiðendur (framleiðendur og seljendur á vörum og þjónustu) þannig að þeir taki tillit til liags- muna og þarfa neytenda, og hins vegar að upplýsa neytendur um það hvernig þeir geti best tryggt hagsmuni sína. Petta afmælisrit gefur góða mynd af þeim ráðum og aðgerðum sem Neytendasam- tökin hafa beitt og mun beita í framtíðinni í þessu skyni. Starf Neytendasamtaka er í miklu mæli fyrirbyggjandi. Við leggjum áherslu á að draga útr vandamálum neytenda t.d. með því að setja fram öryggiskröfur um framleiðsluvörur og upplýsingar fyrir neytendur um vörur og þjónustu. Löggjöf í neytendamálum skiptir hér miklu máli og á nœstu árum þurfum við að ná því marki að íslensk löggjöf í neytendamálum verði sambærileg við það sem gerist í ná- grannalöndum okkar. í því sambandi má benda á, að á öllum hinum Norðurlönd- unum er starfandi sérstakur umboðs- maður, eða ármaður neytenda, sem hefur það hlutverk að gœta þess að hagsmunir þeirra séu hafðir í heiðri. Slíku fyrirkomu- lagi þarf að koma á hér á landi. Bættir viðskiptahættir Neytendasamtökin hafa lagt áherslu á, að settar verði reglur sem auðveldi neyt- endum að ná fram eðlilegum rétti sínum, en hindri óeðlilega starfsemi á markaðn- um svo sem einokun, höft, samkeppnis- hömlur og villandi auglýsingastarfsemi. M.a. má vinna að því að draga úr óheppi- legum aðstæðum á markaðnum með upp- lýsingum og fræðslu t.d. með gæða- könnunum. Pó skiptir ekki minna máli að benda á Itvar neytendur geti gert best kaup. Á undanförnum átrum hefur Verð- lagsstofnun unnið gott starf í þessum efn- um með verðkynningum, sem Neytenda- samtökin ættu að sjálfsögðu að annast líka, en Itefur skort afl og fjármagn til. í neytendamálum skiptir máli að raða þeim málum sem vinna þarf að í ákveðna forgangsröð. Neytendamál taka til svo margra hluta að án þess að sett séu fram sérstök áhersluatriði dreifist starfið svo mjög að liætt er við að enginn árangur náist. í því sambandi bendi ég á að um- fram allt ber Neytendasamtökum að berj- ast fyrir öllum þeim hlutum, sem lúta að öryggi. Við verðum að sjá til þess að þær vörur sem eru á boðstólum séu ekki hættu- legar. Við verðum líka að koma í vegfyrir að þær vörur, sem á boðstólum eru séu það vandaðar að neytandinn taki ekki mikla fjárhagslega áhættu með kaupunum vegna lélegra gæða. Pá þarfeinnig að hafa í huga að gæta sérstaklega hagsmuna ákveðinna hópa neytenda, sem hafa ekki sömu möguleika og aðrir aðilar markað- arins. Til þessa hópa teljast t.d. börn, gamalmenni og öryrkjar. Skyldur Neytendasamtaka Pví er oft haldið fram að Neytendasam- tökin eigi að stjórna öllu sem lýtur að neyt- endamálum, að við berum ábyrgð á nán- ast öllum vandamálum neytenda og Itöfum þá skyldu að leysa þau öll. Vissu- lega gengur þetta ekki í daglegu lífi. Framleiðandinn sjálfur hlýlur og verður að taka ábyrgð á vörum sínum og þjón- ustu og með hvaða hœtti þœr eru boðnar og seldar neytendum. Neytandinn sjálfur skiptir einnig máli. Engin neytendasam- tök, hversu öflug sem þau eru, geta komið í stað neytandans sjálfs, hann á valið og hans er skyldan að kynna sér hlutina. Neytendasamtök geta aldrei orðið meira en hjálpartæki hans, e.t.v. og vonandi mikilvœgt hjálpartæki, en aldrei meira. Besta trygging neytandans er að vita um réttindi sín og eiga möguleika á að beita þeim réttindum. Neytendasamtökin á tímamótum Okkur sem störfum í Neytendasam- tökunum er það vel Ijóst að gera verður verulegar breytingar á starfi samtakanna til þess að þau nái betri árangri á nœstu árum. Pað er ekki við því að búast að til langframa verði hægt að reka hér neyt- endastarf í einhverjum mæli, sem byggist á mikilli sjálfboðavinnu fárra einstaklinga í fjárvana samtökum. Sjálfsagt getum við sjálfum okkur um kennt að hafa ekki tekið upp breytta starfshætti fyrr. A tímamótum sem þessum er eðlilegt að við skoðum rækilega hvaða breytingar verður að gera til að starfið nái þeim árangri að íslenskir neytendur almennt séu reiðubúnir að hlúa að og styrkja samtök sín. Margt bendir til þess að ákveðin viðhorfsbreyting sé nú að verða neytendastarfi í hag. Slíkt þarf að nýta þannig að Neytendasamtökin geti jafnan við liver tímamót staðið sterkari en áiður og unnið vel að þeim verkefnum, sem þeim ber skylda til að sinna og lýst er Itér að framan. Neytendasamtökin - Starf og markmið 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.