Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 59

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 59
TRYGGING* )■■ ■■■■ ««■■ ■■■-*■■■ "<$> HAGTRYGGING HF M| Samkvœmt lögum hefur Tryggingaeftirlit ríkisins eftirlit með starfsemi tryggingafélaga. mörk neytendaréttar orðið mjög skýr, þar sem ávallt hlýtur það að vera nokkurt álitaefni, hversu langt skuli gengið í því að telja laga- ákvæði bera einkenni neyt- endaverndar. I rúmum skiln- ingi varðar urmull lagaákvæða hagsmuni neytenda. Hér á eftir verða nefnd nokkur dæmi um slík ákvæði í íslenskri löggjöf. Nokkur íslensk lög og lagaákvæði sem varða neytendur. Verðlagsmál. Skipan verð- lagsmála og verðlagslöggjöf varðar neytendur miklu. Al- menn ákvæði um verðlag eru í lögum nr. 56 frá 16. maí 1978, um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskiptahætti, með síðari breytingum. Telja verður þessi ákvæði mikilvægustu lagaregl- urnar um verðlagsmál. Verð- ákvæði eru hins vegar víða í lögum og mörg þeirra eru hin þýðingarmestu. Ber þar hæst verðlagningu landbúnaðarvara samkvæmt lögum nr. 95 frá 11. desember 1981, um Framleið- sluráð landbúnaðarins, verð- skráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.fl. í þessum lögum eru, svo sem kunnugt er, víðtæk ákvæði um verðákvarðanir landbúnaðar- vara, markaðsstýringu og einkasölurétt. Ýmiss ákvæði laganna eru í ósamræmi við grundvallarreglur almennrar samkeppnislöggjafar. Þau ákvæði laga nr. 56 frá 16. maí 1978, sem fjalla um verðlag og samkeppnishömlur, taka ekki til verðlagningar, sem ákveðin er með sérstökum lögum, sem leiðir til þess, að landbúnaðar- vörur falla utan laganna að þessu leyti. Þá má nefna það, að hin ýmsu ráðuneyti hafa margvísleg verðlagsafskipti með höndum, svo sem stað- festingu á gjaldskrám ýmissa þjónustustofnana. Opinber verðlagsafskipti hafa í langan tíma verið mjög víðtæk og svo- nefnd verðstöðvunarlög hafa lengstum verið í gildi allt frá því á sjöunda áratugnum. Samkeppnislög. Með lögum nr. 56 frá 16. maí 1978 var loks sett samkeppnislöggjöf hér á landi. Þjóðir Vestur-Evrópu settu sér flestar slíka löggjöf skömmu eftir heimsstyrjöldina fyrri. Efnisákvæði um markaðsráðandi fyrirtæki og samkeppnishömlur og eftirlit með þeim eru í 4. kafla lag- anna. Þessi lagaákvæði skipta neytendur miklu máli. Lagaákvæði um óréttmæta viðskiptahætti. í 5. kafla laga nr. 56 frá 16. maí 1978 eru ákvæði um þetta efni. Þessi ákvæði eru sérstaklega mikil- væg frá sjónarhóli neytenda, enda sett í því skyni að tryggja hagsmuni þeirra. Nánarverður vikið að þessum lagaákvæðum síðar. Vernd einkaréttinda á sviði atvinnurekstrar. Hér er átt við lög um vörumerki, gæðamerki, einkaleyfi, firmu o.fl., sem öll hafa þýðingu fyrir neytendur. Hollustuvernd, matvæla- eftirlit, vörumerkingar o.fl. Hér má nefna lög nr. 50 frá 29. maí 1981, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Þar er sér- stakri stofnun, Hollustuvernd ríkisins, falið að hafa yfirum- sjón með heilbrigðiseftirliti, matvælaeftirliti, mengunar- vörnum o.fl. Matvælarann- sóknir fara fram á vegum stofnunarinnar. í þessu sam- bandi má og nefna lög nr. 24 frá 1936, um eftirlit með mat- vælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum svo og reglu- gerð nr. 250 frá 31. maí 1976, um tilbúning og dreifingu mat- væla og annarra neyslu- og nauðsynjavara. í þessari reglu- gerð eru allvíðtæk ákvæði um skyldubundna merkingu vara (vörulýsingu). Þá er í gildi reglugerð frá árinu 1973, um merkingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara, sem studdist við fyrrnefnd lög frá 1936. Skyldi reglugerðin vera grundvöllur undir skyldu- bundnar vörumerkingar, sem ákveðnar yrðu sérstaklega fyrir hverja vörutegund. Með þessum hætti var mælt fyrir um skyldu til þess að merkja unnar kjötvörur, sem kom til fram- kvæmda 1. júní 1976. í þessum flokki má einnig nefna lög um eiturefni og hættuleg efni frá 1968. Enn- fremur lög um manneldisráð frá 1978. Auk almennra reglna um eftirlit með matvælum og öðrum vörum eru í gildi sér- stök ákvæði um einstakar vörutegundir. Sem dæmi um það má nefna lyf, sem sæta sérstökum reglum í lyfjalögum frá 1978 og lögum um lyfja- dreifingu frá 1982. Einnig má nefna lög um tilbúning og verslun með smjörlíki frá 1933 og lög frá 1978, um eftirlit með framleiðslu á fóðurvörum, áburði og sáðvörum og verslun með þær vörur. Sérstakar regl- 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.