Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 83 Karl horfði sem þrumulostinn á myndina og gat eigi komið upp neinu orði. Retta var hin biðjandi' mær, sem hann hafði unnið svo lengi að og sem hann hafði falið svo vandlega. Gat það átt. sjer stað, að sama hugmyndin hefði komið fram f hugskoti beggja, eða var þetta blekkjandi sýn? »Hvað gengur að GÚ9tavson?i: spurði há- skólakennarinn. »Líður yður iila, eða hvers vegna starið þjer svo mjög á myndina? Hv?rs vegna byrjið þjer eigi að draga?« »Hr. há9kólakennari,« mælti Karl meðbleik-' um vörum, »jeg get ekki dre'gið þessa mynd.« »Hvers vegna eigi?« »Af því að hönd mín hrærir eigi fjöðrina,« mælti Karl og strauk hönd um enni. Síðan hjelt hann áfram: »Jeg vildi fúsfega segja há- skólakennaranum ásiæðuna, en get það að eins, ef háskólakennarinn veitir mjer eina bæn.« »Hver er hún?« mælti háskólakennarinn og gekk til hliðar; álitu Iærisveinarnir, að þeim bæri að fara og gengu til vinnu sintiar. Rá er Karl og háskólakennarinn voru orðnir einir, mælti hinn fyrnefndi: »Jeg ætla að biðja háskólakennarann að fara með mjer til herbergis míns. Rar munuð þjer ftnna orsökina að framkomu minni.« Schneider gekk orðalaust til dyra. Karí fylgdi honum eftir og þeir hjeldu til herbergis hans. Karl flýtti sjer að skýliborðinu, ýtti því til hliðar og svifti rauða dúknum af myndinni. Hann var náfölur, eins og blóðið hefði stöðv- ast í æðum hans. Djúp þögn ríkti í herberg- inu. Háskólakennarinn leit mjög ánægjulega í hina/ fögru mynd. Karl leit kvíðafullum, flökt- andi augum á andlit gamla mannsins. »Hver hefir mótað maer þessa?« spurði Schneider. »Jeg.« Háskólakennarinn leit á unglihginn og mælti: »Annarhvor okkar hefir stolið hugmyndinni frá hinum. Ólíklegra er, að jeg hafi gert það.« Nokkur augnablik liðu og Karl gat eigi svar- að neinu, Rá þaut blóðið fram í kinnar hans og eldur brann úr augum hans. Hann stundi þungan, leit á mærina biðjandi og, mælti: »Guð veit, að hugmyndin að hinni biðjandi mær er orðin til í brjósti mínu, og jafnsatt er einnig hitt,. að jeg hefi tekið andlitsdrætti hins fríðasta barns, sem jeg hefi augum lifið, til fyrirmyndar; jeg á þar við dóttur háskólakenn- arans. Satt er einnig, að margan frægðar- og framadraum hefir- mynd þéssi vakið í huga mínum. En jeg hefi lengi óttast, að verkið mundi eigi hæfa hinni fögru hugsjón. Nú vil jeg, hr. háskólakennari, greina allar eigingjarn- ar hvatir frá hugsjón minni og að eins geyma ástina á henni í brjósti mjer. Lát hönd meist- arans fullgera hana; lát hana fá líf, lit og lög- un með hendi háskólakennarans, en lát mig, frumhöfund hennar, hverfa í gleymsku. Jeg elska þessa leirmynd af insta grunni hjarta míns; lát hana í fegurri mynd birtast í marm- ara. Við að líta hana augum dreymir mig á ný alla drauma, sem vögguðu sál minni með- an jeg mótaði hugsjón mína í leir, Nú, hr. háskólakennari, sárbæni jeg yður um, að álíta að jeg hafi stolið hugmyndinni frá yður.« »Rað er að skilja: Gústavson gefur herra Schneider hana,«- mælti háskólakennarinn. *Er- uð þjer orðinn vitfirtur, eða haldið þjer, að jeg láti ginnast af fagurmælum yðar. Mjer hefir lengi verið sagt, að þjer hafið mótað myndir mínar og selt þær; nú hefi jeg óræk- ar sannanir með höndum. Játið því umsvifa- láust, að þjer hafið mótað myndina eftir frum- mynd minni.« Karl horfði á háskólakennarann og mælti stillilega: »Háskólakennarinn veit, að þvf er eigi þann- ig farið, en jeg get fúslega játað það, ef hann krefst þess. Hugmyndin að biðjandi mærinni er eigi mín, en Schneiders hásfy5lakennara.« — Reir litu stundarkorn hvor á annan. Karl var mjög stiltur, en hinn virtist ætla að lesa instu hugsanir urigmennisins. — »Gott,« sagði Schneider, »við höfum þá skilið hvorn annan, Óþarft er, að þjer dragið ,H*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.