Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 37
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
115
var hann fimm ár. Að gefnu tilefni ljet jeg
Strömberg samt vita, að Ieyndarmáli hans væri
eigi borgið og að Storm væri lifandi. Reyndi
hann þá að komast eftir, hvar hann væri nið-
ur kominn, en alt varð árangúrslaust.
Fyrir ári kom Storm aftur til Stokkhólms.
Hann var enn þunglyndari en áður og bað
um að fá að starfa hjá mjer. Að stuttum tíma
liðnum veiktist hann og var fluttur á sjúkra-
hús, og er hann kom þaðan, var hann sokk-
inn niður í trúarvingl. Nokkrir »hinna 'neil-
öguc, sem Stína telst til, festu hendur í hári
hans; af því leiddi, að hann eyddi öilum tóm-
stundum til Iesturs og dvaldi löngum hjá Stínu.
Mig fór að gruna, að Strömberg hefði hönd
í bagga með, og væri farinn að halda, að Sjö-
kvist og Storm væri sami maðurinn. Síðustu
undanfarnar vikur hefi jeg því gætt Sjökvists
vandiega og hindrað það, að hann færi út, af
því að jeg var hræddur um, að hann, vesling-
ingurinn, sem eigi er álitinn með öllum mjalla,
lenti í einhverri hættu. Jeg sje nú, að ótti
minn hefir eigi verið ástæðulaus, og til þess
að eigi hendi ógæfa, álít jeg rjettast að vita,
hvort Sjökvist hefir komið til Stínu, og síðan
ætla jeg að fara til Strömbergs og spyrja hann,
hvað af Sjökvist sje orðið. Reyndu að komast
eftir, hvort Ahrnell er hingað kominn. Efsvo
er, mun Strömberg áreiðanlega knýja Gerðu til
að heita sjer eiginorði með því að hóta að
ljósta upp um föður hennar. Rað skal eigi
verða, Karl, og við skulum eigast við um það,
Strömberg og jeg. Rað, sem á ríður er, að
ná í Ahrnell og koma honum sem skjótast
burt hvað sem það kostar til þess að firra
Gerðu vandræðum.*
Ljettivagninn nam staðar frammi fyrir smá-
hýsi í Svartastræti. Níels fór inn í húsið og
kom litlu síðar aftur og mælti:
sRað fór að getu minni. Sjökvist hefir verið
hjerna og er farinn með Stínu, sem sagði, að
hún væri viss um að verða rík. Konan sagði
mjer auk þess frá, að Stína hefði í gær talað
um glæpamann, sem hún hefði náð í, og ætti
hann nú að sæta refsingu. Jeg fer því til
Strömbergs.«
■ Níels steig aftur upp í vagninn og ók heim
til Strömbergs.
Framtíð konu þeirrar, sem Karl elskaði af
heilum hug, var í veði. Allar hugsanir um
endurfundasæluna lutu í lægra haldi og honum
bjó að eins ein ósk í huga: að geta bægt ó-
gæfu hennar á braut.
Karl hafði ákveðið, hvernig hann ætlaði að
haga rannsóknum sínum eftir Ahrnell og knýja
hann tii að fara burt úr Svíþjóð.
í þeim tilgangi gekk hann um borð í þýska
eimskipið, sem siðast hafði komið.
Mestur hluti skipshafnarinnar var kominn á
land. Hann gat eigi fengið neinar fregnir í
svipinn og var að fara, þá er ein þjónustu-
mærin kom upp úr farþegarúminu með yfir-
höfn á handleggnum.
»Persson!«’hrópaði hún og ljettapiltur hrað-
aði sjer til hennar.
»Burstaðu þessa yfirhöfn og farðu svo raeð
hana niður til Englendingsins, því að jeg er
að fara í land.«
»Er Englendingur hjer á skipi?« spurði Karl.
»Já, leiðindamaður, sem dvelur niðri í káetu,
því að hann ætlar að fara aftur til Stettin á
miðvikudaginn. Pað er mesti þrákálfur, og bak-
ar okkur mikil óþægindi, og örðugleika, sjer í
lagi, þar eð hann kann eigi stakt orð í
sænsku.« f
»Hvað heitir hann?« spurði Karl.
sBernharð, svo stendur á ferðakistu hans.«
Hjartað tók að slá hraðar í brjósti Karls er
hann heyrði nafn þetta; það minti hann á
heimilisfangið á brjefi, sem Gerða hafði beðið
hann að fara með á pósthúsið.
»Æt!i hann hafi í hyggju að fara í !and?«
spurði Karl.
»Áreiðanlega. Pess vegna hefir hann látið
bursta þrjá mismunandi frakka, og eg er sann-
færður um að hann kemur með hinn fjórða,
i 15*