Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Side 34

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Side 34
112 NYJAR KVÖLDVÖKUR. halda til baðstaðar. Hann var að heiman í þrjú ár. Gerða átti þá við betri kjðr að búa en áður og það gat hann eigi látið viðgangast, og eitl af málverkum Gerðu var háðað í blöð- unum. Mig grunaði hver væri valdur að þess- um ritdómi og fór og hitti náungann að máli. Jeg gaf honum duglega ráðningu og síðan hafa blöðin eigi ráðist á Gerðu, og jeg held að hann hafi látið hana afskiftalausa þar til nýlega, og því er jeg dálítið órór yfir því, hvert Sjö- kvist hefir farið.* »Hvað kemur Sjökvist Strömberg við?« spurði Karl. »Ekkert, en jeg er þess fullviss, að Strömberg langar mjög til að klófesta Sjökvist, og takist það er áreiðanlegt, að Gerða verður eigi í friði látin.« »Jeg skil ekki við hvað þú átt,« sagði Karl. »Pess þarft þú ekki heldur. Við látum nú útrætt um það mál; við erum nú búnir að skrafa alt árdegið og nú er búið að setja mið- degisverðinn á borðið.« Níels hafði látið sækja kanpavín, til þess að fagna komu bróður síns, og Lovísa hafði fram- reitt ríkulegan miðdegisverð, sem alstaðar mundi sórna sjer. Litla fjölskyldan hafði tæmt síðasta glas hins freyðandi drykkjar, og staðið upp frá borðum, þá er hringt var dyrabjöllunni. Vinnukonan lauk upp. Samstundis var anddyrishurðinni hrundið upp og inn kom, lágur, kryppuvaxinn kvenmaður, ófrýnn ásýndum með uppgerðar helgisvip. »Refsing Drottins kemur yfir vínsvelgi og matháka!» hrópaði hún og gekk beint að Níels. »Pú etur ljúffengan mat og lætur systur þína hungra. En sá dagur er kominn, að drottinn refsar ranglátum, sem vanrækja skyldur sínar og launar þeim, sem gengur á hans vegum.« Níels náfölnaði, þá er systir hans kom inn; vingjarnlegi svipurinn varð myrkur og reiðilegur. »Stína, af hverju ertu hingað komin,» spurði hann í hörkuróm. »Jeg hefi bannað þjer að stíga fæti yfir þrepskjöld minn, ef þú vilt að eg haldi áfram að styrkja þíg?« »Ef þú átt að halda áfram að styrkja mig,« tók Stína upp eftir honum og ilskubros Ijek um varir hennar. »Jeg kem einmitt til þess að Iáta þig vita, að jeg get komist af án þín.« Síðan jós hún skömmum yfir Lovísu, svo að Níels bað konu sína að fara burt með börnin. Pá kom Stína auga á Karl. Hana rak í rogastans og starði á hann. Níels notaði þögnina til þess að krefjast þess hiklaust, að Stína færi burt úr húsi hans, en Stína hirti eigi hót um það, og þá er hann að lokum tók um handlegg hennar til þess að knýja hana til að fara, reif hún sig af honum, sneri sjer að Karli og hrópaði: »Nú þekki jeg þig, illfyglið, sem hefir kval- ið mig.« Og hún ljet fjúkyrðin óspart dynja á honum. Hún hefði eflaust haldið áfram, þar til hún var orðin lafmóð, ef Níels hefði eigi með þrumuraust skipað henni að þegja og fara leiðar sinnar. Stína þagnaði og gekk til dyra. Par nam hún staðar leit á Níels og raælti sigri hrósandi. »Heldurðu að jeg hafi komið inn f þennan syndanna bústað, til þess aðeins að segja þjer og konuræfli þínum sannleikann? Nei, jeg hafði fregn að færa þjer. Pú hefir reynt að varna Sjökvist að ganga hina rjettu leið, þú héfir viljað gera hann óvinveittan heiðvirðum manni; nú geíur þú það eigi lengur, því að Sjökvist er hjá þessurn manni til þess að gera afturhvarf og yfirbót, og þessi maður ætlar að Iáta systur þinni í tje það, sem hún þarfnast. Nú er stund sú upprunnin, þá er rjettiætið skal sigra og dóttur glæpamannsins refsað fyr- ir illgerðir föður hennar. í gær kom hinn seki Ahrnell til Svíþjóðar, og á morgun verð- ur hann seldur fram til dóms. Guð hefir frætt mig um það, hvernig jeg á að breyta til þess að glæpamaðurinn hljóti refsingu sína. Meðan þú hefir setið að svalli, hefi jeg fengið Sjökvist í hendur þeim manni, sem vinnur að því að bæta hann og breyta honum, svo að hann beri eigi falskan vitnisburð. Farðu nú til Ström- bergs og hótaðu honum, ef þú þorir; jeg skyldi ætla að þú og haun þðrna — hún benti á Karl

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.