Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 29
NÝJAR KVÖLDÖVKUR. 107 vissi að faðir hennar var rjeltlátur og gat aldrei fyrirgefið^ranglæti eða svik. »Jeg hefi,« mælti hann, »staðið lengi á bak við dyratjaldið og hlýtt á samræðurnar. Jeg vil nú fá að vita alla málavöxlu, og sjá brjefin, sem maður þinn fjekk þjer.« Brjefin láu á borðinu. Jeg tók þau og sagði eins stillilega og jeg gat: »Brjef þessi ræða um einkamál okkar Millyar; með ieyfi yðar, tengdafaðir, eyðilegg jeg þau.« Að svo mæltu reif jeg brjefin sundur. Smith Ieit á mig, sneri sjer að dyrunum og mælti: »Tengdasonur, jeg óska, að þjer þurfið eigi að ásaka yður um, að hafa eignast slæma eig- ir.konu. Rjer hafið nú sannað, að þjer eruð heiðursmaður.« Hann fór og jeg gekk einnig burt. Daginn eftir fór jeg frá Lislehæð. Jeg vildi hugía stillilega í einrúmi, hvaða ákvarðanir jeg ætti að taka. Jeg vildi eigi lengur véra meðeigandi í verk- smiðjunni; jeg vildi eigi einn eyri af heiman- mundi konu minnar, og gat eigi búið hjá þeirri eiginkonu, sem hafði móðgað mig. Jeg vissi, hve mikið gagn jeg gat unnið iðnaðarmannastjettinni með efnafræðisþekkingu minni, og var það fyllilega ljóst, að jeg með þeim hætti gat orðið til meiri þjóðþrifa en með því að vera verksmiðjueigandi. Lundúnaborg var starfsvið handa mjer. Jeg gat haldið þar fyrirlestra og starfað að því að uppgötva nýjar, starfshæfari notkunar-aðferðir af þessari vísindagrein. Pá er mjer var orðið þetta full Ijóst, sneri jeg aftur heim að Lislehæð og heimsótti undir eins tengdaföður minn. Hann iá veikur. Að nokkrum vikum liðnum dó hann. Rjett fyrir dauða sinn skýrði hann mjer frá, að hann hefði skrifað Strömberg og beðið hann að segja sjer, hvað í brjefum þeim hafði staðið, sem Strömberg hafði sent mjer, en voru frá Milly. — Strömberg svaraði um hæl, og gerði grein fyrir öllum brögðum, sem Milly hafði beitt til þess að aðskilja okkur, en það varð síður en svo til þess að bæta fyrir henni. Hinn rjettláti Smith hafði orðið reiður yfir framkomu dóttur sinnar og þeim Milly lenti saman. Hann bað mig nú um að fyrirgefa henni, og lofa að vera henni ástúðlegur eiginmaður. Jeg hjet manni þessum, sem jeg virti svo mikils, að reyna að vera eins ástúð- legur og eftirlátur við Milly og jeg frekaat gæti. Smith andaðist nú rólegur og blessaði hina grátandi dóttur sína, þá er hann hafði ávarpað hana með hinum alvarlegu, látlausu orðum sínum. Þá er jarðarförin var um garð gengin, var eignunum skift milli barna han«. Ström- berg lá þá veikur í Svíþjóð, en Ijet kunnan lögfræðing gæta hagsmuna sinna. Jeg fór frá verksmiðjunni og Ijet erfðahluta Millyar standa þar eftir. Við hjónin fluttum til Lundúna. Jeg bjó þar eigi um mig sem auð- maður væri, en eins og sá, sem hefir rýrar tekjur. Jeg sagði Milly, að hún yrði að sætta sig við, að láta lítið yfir sjer, því að tekjur mínar leyfðu eigi annað. Á næstu fimm árum gat jeg mjer svo mik- inn orðstír fyrir störf mín og rannsóknir, að jeg varð háskólakennari í efnafræði og hlaut heiðursmerki, frægð og auðlegð fyrir uppgölv- anir mínar. — Jeg var óhamingjusamur í hjónabandi mínu. Milly var brögðótt og ótrú að eðlisfari og gætti þessa jafnan. Ást heimar á mjer hafði verið áköf og ástríðuþrungin, meðan hún vissi eigi hver úrslitin yrðu. Þá er hún hafði náð takmarkinu, kólnaði ást hennar og hún varð að leita annara tækifæra til þess að svafa bragða- og hrekkjalöngun sinni. Hún skyldi eigi við- leitni mína og áhugamál. Hún áleit það sprott- ið af illgirni, |að jeg vildi eigi nota eignarfje hennar, og neytti allra bragða til að komast burt úr einverunni hjá mjer. Hún bakaði mjer hneyksli, og þá er jeg gat eigi lengur ráðið við hana, ljet jeg hana sjálfráða um að njóta þeirra skemtana,. sem henni voru hugþekkar, M*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.