Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 43
NÝJAR KVÖLDÖVKUR. 121 höndutn óvinar þíns, nú rtiar hann að myrða þig til fullnustu, ef þú eigi kemst undan hon- um.« Sjökvist opnaði þegar augun. Hræðslsn virt- ist gera hann allsgáðan; því að hann snaraðist á fætur. Sjómaðurinn sneri sjer snögt við. Hvert augnablik var dýrmætt. Bátturinu lagði frá skipinu, og alt var undir því komið að koma Sjökvist á braut, áður en hann náði landi. Verið gat að skipshöfnin væri í þjónustu Strömbergs. Jeg hótaði að kalla á hjálp og kæra hann; en þau urðu leikslok, að við Sjö- kvist fengum að fara. Jeg kom Sjökvist f öruggan stað og í morg- un fór jeg til Strömbergs, til þess að reyna að koma vitinu fyrir hann. Þá er hann sá mig, mælti hann. •Daníel Ahrnell var myrtur í nótt í bústað dóttur sinnar að henni fjærverandi. Sá atburð- ur hefir komið mjer í slíka geðshræringu, að jeg get eigi talað við yður.« Jeg ljet þrjótinn fara, án þess að tala nokk- uð við hann; svo mjög fjekk morðfregnin á mig. Nú veistu, Karl minn góður allar aðgerð- ir mínar og best mun að þú farir til Gerðu. Veslings stúlkan þarfnast samúðar allra vina sinna. Það voru eigi neinar fagnaðarkveðjur, sem þú hlaust, en þótt byrjunin væri slæm, þá ættum við samt að vona að endalokin verði betri. Leiðir drottins eru órannsakanlegar og hver veit, hve mikið gott kann að leiða af þessari ógæfu.« »Segðu mjer eitt áður en jeg fer,« mælti Karl og stundi þungan. »Er kunnugt hver framið hefir morðið?« ♦ Grunur er á tötralegum karli, sem sást þar í nánd. Morðinginn hefir haft burt alt fjemætt.* »Og hvar var Gerða meðan þessar skelfing- ar dundu á?« »LögregIuþjónninn, sem fræddi mig um þetta, sagði að ungfrú Ahrnell hefði verið í borginni um nóttina.« »Ef svo er,« mælti Karl alvarlega, »má segja að vegir drottms sjeu órannsakanlegir. Hefði Gerða verið heima, mundi morðinginn ef til vill hafa ráðið henni bana; nú . . .« »Fjekk Ahrnell makleg málagjöld, ætlaðirðu að segja,« tók Níels fram í fyrir honum. Það er eins og ritningin segir: »Sá, sem úthellir blóði annars manns, hans blóð mun einnig úthelt verða.« Karl þrýsti hönd Níelsar, og gekk á burt rakleiðis til Gerðu. ' Meðan stóð á málrannsókninni hafði Gerða altaf dvalið í herbergjum sínum og tók eigi einu sinni móti nánusfu vinum sínum. Þessi hegðan hennar ollf Richard mjög mikillar hrygð- ar, því að hann unni henni heitar en nokkru sinni fyr, en Edith sá að hún þarfnaðist tíma óg næðis, til þess að sætta sig við þessar hörðu raunir. Dag þann, sem rj'ettarrannsóknunum var Iok- ið og Anderson hafði játað, að hann hefði framið morðið, fór Gerða langa skemtigöngu út á víðavang, til að hressa sig, og reyna að gera sjer Ijóst, hvernig aðstöðu hennar væri háttað, og hverjar afleiðingar munda af því hljótast, að hún hafði Ient í þessu glæpamáli með svo raunalegum hætti. Þá er hún kom heim hitti hún Richard, sem beið hennar. Gerða hafði eigi sjeð hann síðan morguninn skelfilega, þá er hann færði hana burt frá líki föður hennar. Richard gekk á móti henni og mælti. »Gerða, hvað er orðið um hamingju og ást okkkar? Vikur hafa liðið, þrungnar sorg og raunum, og þú hefir eigi leyft mjer að taka þátt í þeim með þjer. Jeg spyr þig nú, Gerða: Viltu eigi leyfa, að jeg taki framvegis þátt í sorgum þínum? Er þú þjáist, þá þjáist jeg einnig. Hjartkæra, elskaða mær, lát mig nú nefna þig mína fyrir öllum, og sameina hugð- arefni okkar.« »Ó, Richard, jeg er hrædd um að þetta geti aldrei orðið,« mælti Gerða með rauna- brosi. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.