Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 6

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 6
84 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. frummyndina; þjer verðið frekar að lakast á hendur, að jnóta myndina sjálfa.« . Háskólakennarinn fór og ungi listamaðurinn fjell á knje frammi fyrir myndamótinu, hallaði höfði að stallinuni og stamaði fram ástarorð- um, eins og hann væri að kveðja hjartfólg- inn vin. Hálfri klukkustund síðar gekk hann aftnr inn í myndastofuna. Á útliti hans var eigi unt að sjá hinar æðistryldu geðshræringar, sem níst höfð^r hjarta hans litlu áður. Hann teiknaði allan daginn. Miðdegisverður kom og menn bjuggust að fara, en Kari varð einn cftir. Stuttir síðar gerði háskólakennarinn honum boð að finna sig og hlýddi hann þvi undir eins. »Hafið þjer borðað miðdegisverð?* spurði háskólakennarinn. »Jeg er vanur að vinna í skammdeginu eins lengi og fært er og snæða síðan,« svaraði Karl. »Pá getið þjer borðað miðdegisverð hjá mjer í dag; jeg þarf ýmislegt vtð yður að tala. Jeg borða að hálfri klukkustund liðinni.* Petta var í fyrsta sinni í 9 ár, að háskóla- kennarinn bauð Karli til miðdegisveislu. En Karl var eigi að hugsa urn miðdegismatitm. Hann kom satnt á hinum^ákveðna tíma til há- skólakennarans og bjóst við, að hann mttndi tala um myndina.- En svo varð eigi. Hann mintist eigi eiuu orði á það mál. Hann talaði að eins um af- ritunina og spurði, hvort Karl hefði lokið er- indi því, sem hann fjekk honum. Karl kvað svo vera. Háskólakennarinn bað hann síðan að sjá um, að Gerða tæki þegar til starfa. Pá er miðdegisverði var lokið, tók háskóla- kennarinn upp. handritið og bað haun að fara með það sem ^skjótast. Bauð hann honum að nota vagn sinn, en Karl kaus frekar að ganga. Óvenju mikill sorgarblær hvíldi yfir hittum unga listamanni. En þá er hann leit Gerðu, sem fagnaði honum með vinarbrosi og sagði honum að móður sinni liði betur, varð hann aftur glaður og ánægður, einkum er Oerða grjet af gleði yfir verkefni því, sem hann færði henni. Gerða ttúði honum fyrir því, að hún hefði veiið orðin nijög áhyggjufull af því, að við- skiftavinum þeirra hefði fækkað svo mjög. Leit út fyrir, að hana mundi bresta vinnu, en þá kom afritunin í tæka tíð. Hún var að sönnu hálfhrædd um, að hún mundi eigi geta leyst hana nógu vel af hendi, en ætlaði að vanda verk siít eftir fremsta mætti. — Pau fóru yfir handritið, og hún vildi byrja sem fyrst að afrita, svo að hún gæti komist að því, hve mikið hún græddi á þess konar vinnu. Hún var á fótum og ritaði þar til klukkan eitt um nóttina. Hún hafði eigi fengist við slíkt áður, en fjell það mikið betur en saumarnir. Hún virti handritið gaumgæfilega fyrir sjer og táraðist, þá er hún hugsaði til þess, að hún væri að vinna fyrir föður Richards. Karl kom heim klukkan 10 um kvöldið. Alt var í kyrð í húsi háskólakennarans, enda var þar snemma tii hvílu gengið. Karl gekk stilt upp gangriðið. Pá er hann var kominn inn í herbergi sitt fann hann engin eldfæri og varð því að hátta í myrkrinu. Um morguninn, áð- ur en Karl var kominn á fætur, fjekk hann boð frá 'náskólakennaranum um, að koma niður í vinnustofuna, þar sem hann biði hans. Schr.eider var mjög æstur, þá er Karl kom. Hann stóð frammi fyrir mótinu, sem Karl hafði steypt daginn áður. Hanti fullyrti, að það væri svo illa gert, að myndin hefði skemst, og skipaði Karli að taka það undir eins af; var það mikið verk, og eigi flýtti það fyrir, að Schneider stóð við hlið hans og rak á eftir honum með ýmsum fúkyrðum. Loksins, að ttfeim stundum liðnum, var verk- inu lokið, án þess að myndin hefði skemst. Starfsmennirnir og nemendurnir vorn komnir, ög þá er Karl var búinn með mótið, gekk hann inn í myndastofuna til að teikna. Há- skólakennarinn var kominn þar inn litlu áður. Á miðju gólfiuu stóð fótstaliur, sem eigi

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.