Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Qupperneq 42

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Qupperneq 42
120 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. í að koma aftur snemma næsta morgun og fá Bernharð til að fara með eimskipinu, sem færi um hádegi frá Stokkhólmi til Gauta- borgar. Fyrir klukkan 7 árdegis kom hann á skipið og spurði um Bernharð. Honum var sagt, að hann hefði eigi verið á skipsfjöl um -nóttina. Pá er Karl hafði fengið þessa fregn hjelt hann til Níelsar. Hann var farinn að heiman, en Lovísa vissi eigi hvert. Hann hafði komið mjög seint heim kvöldið áður og farið mjög snemma um morguninn. Karl beið bróður síns hjá Lovísu, til þess að ráðgast við hann um það, hvað gera skyldi Gerðu til varnar. Pá er Karl hafði beðið alllengi og Níels kom eigi, áleit hann rjettast, að halda til eim- skipsins og ná í Bernharð. í dyrunum mætti hann Níelsi. *Veistu hvað gerst hefir í nótt?« spurði Níels. »Hefir nokkur óhamingja borið Gerðu að höndum?* spurði Karl. »Nei, jeg vil fremur nefna það hamingju, ef kalla mætti svo skelfilegan atburð slíku nafni. Ahrnell hefir verið myrtur í bústað dótt- úr sinnar að henni fjærverandi.« »Myrtur!« hrópaði Karl og starði á Níels. »Við skulum koma inn, þá skal jeg segja þjer alla söguna.« Karl fór með Níels og hann sagði honum frá á þessa leið: »í gærdag var jeg á hnotskóm eftir Sjökvist. Heima hjá Strömberg komst jeg eftir því, að Englendingur hefði heimsótt hann og borðað hjá honum morgunverð. Pá er lokið var morgunverði, hafði gömul kryppuvaxin kona komið, og viljað finna Strömberg að máli. Hún Ijet í veðri vaka, að hann hefði Iofað að gefa sjer ölmusu. Koma hennar var tilkynt og henni strax hleypt inn til Strömbergs; þaðan fór hún eftir skamma stund. Litlu síðar fóru þeir Strömberg og Englendingurinn burt sam- an. Strömberg kom rjett á eftir heim og skip- aði, að beita fyrir veiðivagn sinn; fór hann einn á braut, og kvaðst eigi mundi koma fyr en daginn eftir. Jeg komst eftir í hvaða átt hann hjelt og veitti honum eftirför til Skans- stull. En þar misti jeg af honum. Jeg sneri aftur til Stokkhólms og heimsótti Stínu. Hún var komin heim, og jeg reyndi að veiða upp úr henni eitthvað, sem gæti orðið mjer að liöi, en jeg fjekk aðeins sönnun þess, að með kænsku hafði tekist að flækja hann í snöru þeirri, sem honum hafði verið búin og hafði Stína stuðlað að því. Hún hafði gnótt fjár og kvaðst eigi þurfa styrks frá mjer. Óátaægður, og æstur fró jeg frá Stínu. Pað var liðið á kvöldið, þá er jeg var á heimleið og ætlaði að ná mjer í Ijettivagn, sá jeg tvo menn stíga upp í vagn skamt í burtu. Annar þeirra virtist vera mjög ölvaður. Fjelaga hans og ökumanninum tókst samt að koma honum upp í vagninn. Sá, sem hjálpaði honum var maður grannur vexti, með sítt svart skegg, klæddur sjómannabúningi og með barðastóran hatt á höfði. Mjer fanst jeg þekkja, að það væri Strömberg, sem var f sjómannafötunum, og hinn ölvaði Sjökvist. Jeg var í nokkurri fjar- lægð, og er ökumaðurinn tók taumana til að aka af stað, stökk jeg upp í annan vagn og skipaði ökumanninum að elta hinn fyrri, en vera í hæfilegri fjarlægð. Peir óku til »Bisk- upsoddans* í Djúrgaarden. Par nam vagninn staðar nálægt bryggjunni; jeg hafði stigið út úr vagninum skamt þaðan og skipaði öku- manninum að bíða. Maðurinn I sjómannabún- ingnum borgaði ökumanninum; dró hann ölv- aða manninn út úr vagninum og lagði hann niður í grasið, síðan fór hann fram á bryggj- una, og kallaði út á skip, sem lá þar fyrir akkerum, að bátur skyldi sendur í land. Nú taldi jeg rjett að grípa tækifærið áður 'en bát- urinn næði landi. Sjómaðurinn stóð á bryggjunni, og virtist bíða bátsins meó óþreygju. Jeg nálgaðist gæti- lega ölvaða manninn, sem lá kippkorn frá. Pá er jeg leit á andlit hans, sannfærðist jeg und- ireins um að mjer hafði eigi skjátlast. Jeg þreif í kraga hans; ýtti við honum og kallaði í eyru honum. »Storm! vaknaðu, þú ert í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.