Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Side 59

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Side 59
r NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 137 >Aðeins eitt, kæri herra Elliotson,* sagði jeg. *Hver er ungi, fagri maðurinn í svörtu silki- treyjunni, með háa ennið og arnarnefið?* »Ah! Pjer eigið við háa, föla manninn með tindrandi augun og virðulegu framkomuna?« — Jeg kinkaði kolli játandi. — »Ah!« hjelt hann áfram, »leist yður vel á hann? Já, því trúi jeg — það er herra Sidney, einn af sjkúlingunum, sem bæði af heimamönnum og nágrönnunum er venjulega nefndur vitfirringurinn frá St. James.« »Hvað þá!« hrópaði jeg, »er hann vit- skertur?* »Já, hann er það, kæri læknir — en sofið nú vel og látið yður dreyma þaegilega!« Pegar hann var farinn, gat jeg ekki náð mjer eftir undrunina, sem upplýsing þessi vakti, Petta var þá vitfirringurinn frá St. James! Góð- ur guð! Svona ungur! Svona fagur! Svona greindarlegur í sjón og samt — vitskertur! Jeg veit ekki hvers vegna mjer datt nú alt í einu í hug hið undarlega hm! sem farandsalinn hafði svo mjög á vörunum. Jeg gat ekki gert að því, að ræskja mig eins leyndardómsfulliír, og jeg fjell í þunga þanka vegna þessa manns, sem var gæddur öllum gjöfum í svo ríkum mæli og skorti þó þá, sem ein gefur lífinu gildi — heilt og óskert vit. Annar kafli. St. Jatnes og íbúarnfr þar. Loksins lagðist jeg til hvílu og lokaði aug- unum; en ennþá stóð hann mjer fyrir hug- skotsjónum, og jeg blundaði ekki fyr en jeg hafði gert margar tilraunir til að sofna, en altaf var mig að dreyma hann. Var þetta speg- ilmynd eða óljós hugmynd frá draumalandinu, sem vildi gefa mjer til kynna, að örlög þessa manns mundu siðar verða í nánu sambandi við mig? Jeg veit ekki, en þannig var það. Pegar jeg vaknaði um morguninn, eftir óró- legan svefn, skein morgunsólin inn til mín. Jeg strauk hendinni um ennið og hugsaði til alls þess, sem jeg kvöldið áður hafði sjeð, hugsað og haft grun um, og sem jeg nú í annað sinn hafði lifað í draumi. Pá var barið að dyrum og forstjórinn kom alklæddur inn. »Aha!« hrópaði hann, er hann sá mig í rúminu, »þjer eruð þá svefnpurka — en það mun brátt breytast. Hjer eru menn árla á fót- um, því nóg er að gera allan daginn, og hjá okkur munið þjer strax læra að meta árdegið.* Jeg ætlaði að fara að afsaka mig, en forstjór- inn hjelt áfram: »Engar afsakanir, þeirra gerist ekki þörf, þetta var aðeins gaman. Sofið þjer bara út og komið til mín, þegar yður líst; jeg ætla að sýna yður húsið og allan umbúnað.« »Jeg fer strax á f«tur,« mælti jeg; »eftir hálfa klukkustund verð jeg tilbúinn.* »Jeg sendi yður þá morgunverðinn, og sæki yður sjálfur eftir hálfa stund. í guðs friðiU Rjett þegar hann var farinn kom hálfbrjálað- ur drengur inn til mín. Var svo að sjá, sem hann ætti að þjóna mjer, því hann burstaði fötin mín, og færði mjer morgunverðinn. Jeg hafði varla lokið snæðing, þegar hinn stund- vísi forstjóri, Elliotson, kom aftur, leiddi mig með sjer og fylgdi mjer um húsið. Vegna þess, sem síðar skeður, leyfi jeg mjer að gefa nákvæmari lýsingu af því, í hverju ástandi þetta fræga og ríka vitfirringahæli var. Húsið var langt með tveimur álmum, sem báðar voru einni hæð hærri en aðalhúsið og bakhýsið og litu því út eins og turnar. Hægri álma hússins var notuð handa konunum, sem voru miklu fleiri — því það er alkunna, að allstaðar eru fleiri vitskertar konur en karl- menn — vinstri álman var handa karlmönn- um. Prjár hæðir voru reistar á kjallaranum, sem búinn var út fyrir íbúð, og var sinkþak á þeirri efstu. Járnstengur voru fyrir öllum gluggum, sem voru gríðarstórir, því loft og Ijós er allsstaðar nauðsynlegt, og ekki síst á sjúkrahúsi og vitfirringahæli. Hliðin á höfuð- húsinu sneri út að blóinagarðinum, og nutu karlar og konur, hvort í sfnu lagi, þar hins unaðslega blómailms, ákveðinn tíma á dag, og drógu að sjer hreint loftið. Parna skiftust á 18

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.