Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 17
NÝJAR KVÖLDÓVKUR. 95 »Hvað hefir komið fyrir hann?« spurði Gerða og fölnaði *vo mjög, að frú Sjöberg hjelt hún ætlaði að hníga í ömegin og hljóp til hennar. »Hann liggur á sjúkrahúsi,« mælti frú Sjö- berg, er hún sá að eigi leið yfir Gerðu. »A sjúkrahúsi? Og hvers vegna?* »F*að var farið með hann þangað í morg- un og erit menn hræddir um hann, því að hann hefir fengið lungnabólgu. Hann veiktist daginn eíþr að jeg kom með brjefið, og ung- frúin getur eigi ímyndað sjer, hversu bróður hans fellur það þungt. Hann kom hjer nýlega og bað mig að segja ungfrúnni það og svo kvaðst hann koma á morgun til að finna hana.« Gerða gat eigi hrundið því úr huga sjer, að brjef hennar væri sök f veikindum Karls, og það hrygði hana svo mikið, að henni lá við gráti. »Jeg get vel skilið, að þetta valdi ungfrú Gerðu hrygðar,* mælti frú Sjöberg, »og mjer er óhætt að segja, að leit er á betri manni en Gústavson yngra. Pjer getið eigi trúað, ung- frú góð, hve fallega honum fórust orð við mig á sunnudaginn, þegar hann kom frá bróð- ur sínum, og hin illgjarna Stína hafði sagt ým- islegt miður fagurt um föður ungfrú Gerðu. Vitið [jjer, hvað Gústavson sagði við mig? Hann mælti: »Frú Sjöberg, þjer eruð of skynsöm kona til þess að trúa sögum Stínu um hr. Ahrnell. Jeg hefi þekt fjölskyldu Ahr- nells um margra ára skeið og jeg veit, að Stína hefir farið með tóm ósannindi, og þess vegna verðið þjer að heita mjer, að segja eigi öðr- um það, sem þjer hafið heyrt.« Jeg hjet því, og jeg skal heldur eigi verða til að segja, að faðir ungfrú Gerðu hafi strokið af því að hann hafi framið þjófnað og verið í vitorði með skipverja þeim, sem rjeð Hengel bana. Nei, þeirri sögu trúi jeg ekki, og mundi eigi hafa hana eftir, þótt svo væri, því að mjer þykir svo vænt um ungfrú Gerðu og Gústavson.« sMisgerðir feðranna koma fram á börnun- um,« hugsaði Gerða. Orð þessarar ágaetu konu höfðu angrað hana. Hún gat eigi beðið hana að þagna og eigi heldur hlýtt lengur á hana. Hún sneri sjer því undan og nálgaðist stofu- dyrnar. »Hamingjan besta, kæra ungfrú Ahrnell,* mælti frú Sjöberg. »Þjer megið eigi koma svona nábleikar inn til móður yðar. Hún myndi verða ofsahrædd. Fáið yður að drekka og strjúkið yður dálítið í framan, svo að þjer verðið eigi eins hræðilegar útlits. Á morgun fer jeg og spyr hvernig Karli líður.« Frú Sjöberg gaf Gerðu að drekka og byrj- aði svo skraf sitt á ný: »Jeg get einnig sagt yður, að hr. Ström- berg er veikur. Hann varð veikur á sunnu- dagskvöldið og er svo þungt haldinn að álit- ið er, að hann sje eigi með fullu ráði. Elda- buskan, sem er mjer kunnug, hefir sagt mjer, að þrír menn hafi orðið að vaka yfir honum alla nóltina. En hvað var þetta? Mjer heyrð- ist eitthvað detta inni?« Þær þutu undir eins inn í stofuna. Mari- anne lá á gólfinu; hún hafði aftur fengið heila- blóðfall. Vikum saman gat Gerða eigi unnið nema lítið eitt á daginn vegna veikinda móður sinn- ar. Hún varð þvf að vinna mestallar næturn- ar líka. Schneider háskólakennari hafði komið með nýja handritið daginn eftir að Marianne veikt- ist, en Gerða gat eigi tekið það vegna veik- indanna. Háskólakennarinn var á förum tii Kaup- mannahafnar og gaf sjer því eigi tíma til að hugsa um Gerðu. Hann hafði sagt henni, að undir eins og móður hennar batnaði, skyldi hún láta sig vita og mætti hún eiga von á nógu verkefni frá honum. Föt þau, sem Gerða átti og voru nokkurs virði, varð hún að selja eða veðsetja, og hrukku þau þó h'tið. Henni lá við að ðrvíln- ast. Hún sá, að eina ráðið til frelsunar var, að koma móður sinni á sjúkrahús. Gerða gat þó eigi fengið sig til þess; hún ætlaði fyrst að finna Níelt að máli; hann var hinn eini,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.