Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 58

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 58
136 NYJAR KVÖLDVÖKUR. þjóð heimsins. Elliotson forstjóri var hár, myndarlegur og allfeitur maður, ekki fullra fjörutíu og fimm ára; andlit hans var mjög viðfeldið og framkoma hans öll vingjarnleg og allhðfðingleg; fór það honum vel og gerli hann tfgulegan. Hann tók einlæglega í hendi mína, er jeg nefndi nafn mitt og flutti honum kveðjur frá vinum hans í London; jafnframt kvaðst hann lengi hafa búist við mjer og búið væri fyrir löngu að búa herbergi. Hann Ijet mig, velja um hvort jeg vildi fara þangað strax, eða taka þátt í samkvæminu f garðinum, þar sem hann gæti þá strax kynt mig fjölskyldu sinni og nokkrum embættismönnum stofnunar- unar. Jeg kaus hið síðara og var þá strax Ieiddur inn í laufskála úr Jeríkórósum; skálinn var uppljómaður af mörgum lömpum og var þar margt manna inni, sem sat umhverfis borð hlaðið ágætum enskum kvöldverði. Elliotson kynti mig þegar þeim, sem við- staddir voru, og þagnaði þar við hin fjöruga samræða, því þeir voru svo nærgætnir að snúa athyglinu þegar frá umræðuefninu að minni lítilfjörlegu veru. Hjer hitti jeg konu for- stjórans og börn þeirra, suma embættismenn- ina og fjölskyldur þeirra, báða hina ógiftu lækna og prestinn. Auk þessara voru þarna nokkrir fleiri karlar og konur ógift. Og bar einkum á smekklegum klæðaburði kvennanna, svo þetta samkvæmi sýndi ljóslega, að vel getur verið skemtilegt, jafnvel í vitfirringahæli. Á meðal karlmannanna veitti jeg strax einum athygli, sem hjelt sjer hæversklega út úr, en tók þó, hvort sem iiann sat eða stóð, fjörugann þátt f samræðunum. Hann starði á varir mínar, þegar talið smám saman snerist að Rýskalandi, og jeg tók til að lýsa með miklum hita hinu lítt við- urkenda, eða því nær misskilda, föðurlandi. Pessi ungi maður, sem jegsá að var fmynd karl- mannlegrar fegurðar, sat á skakk á móti mjer dálítið frá hinu fólkinu. Jeg gat illa greint ein- staka drætti í andliti hans vegna óhagstæðrar birtu og fólksins sem inni var; en þaðsem jeg sá, fullnægði mjer ekki, heldur langaði mig til að kynnast honum nánar. Hann var hár, fremur grannur, en hraustvaxinn, og allur lík- aminn samsvaraði sjer mæta vel. Fölt, og að því er virtist, allraunalegt andlitið, hátt göfug- mannlegt og fagurt ennið, sljett, gljáandi, hrafn- svart hárið, en umfram alt hið hvassa augna- ráð, vakti þegar þá löngun hjá mjer, að kynn- ast andanum, sem bygði svo'fagran líkama. Frá því fyrsta að jeg kom inn, hafði hann veitt mjer og frásögum mínum hina mestu at- hygli. Pegar jeg talaði um Þýskaland, kinkaði hann nokkrum sinnum kolli til samþykkis, eins og hann með því vildi láta í Ijósi, að skoðanir okkar fjellu alveg saman, og jeg hafði þvf oft ástæðu til þess, að beina máli mínu beint til hans. Hann svaraði mjer samt ekki, og hann sagði ekkert. Hann var þögullog óframfærinn, eins og einhver máttur hjeldi aftur af honum og hann ljet hina alt af hafa fyrir því að tala, en augu hans og svipur báru þess vott, að hann fylgdist nákvæmlega og með ákafa með öllu því, sem sagt var. Að því er jeg best sá um köldið, var klæðnaður hans ekki beinlínis eftirtektarverður, en þó einkennilegur, því hann var í stuttri treyju úr svörtu silki, og í skyrtu með stórum kraga og var tnislitum silkiklút brugðið um gildan hálsinn, sem bar höfuðið upp einkennilega höfðinglega. Hinar smáu, fögru hendur voru einnig sve'paðar dýru líni. Smám saman dróg úr samræðunum og menn ræddu í smáhópum um hitt og þetta, uns klukkan sló tíu og gaf merki til brottferðar. Forstjórin bauðst til að fylgja mjer til herbergis míns, sem var á neðstu hæð, og þar sem mjer var best í sveit komið, að því er hann sjálfur sagði. Jeg bauð góða nótt og var ánægður yfir fyrsta kvöldinu í St. James. Ellíotson fór með mig til aðalhússins, og brátt kom jeg inn í snoturt herbergi sem sneri út að garðinum, sem við komum úr. »Ef þjer þarfnist einhvers, kæri læknir,« sagði leiðsögumaður minn, »þá kippið hjerna í strenginn, og sjerhvér ósk yðar mun upp- fylt svo fljótt sem auðið er.« Jeg þakkaði mikillega, og Elliotson var í þann veginn að fara, en jeg stöðvaði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.