Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 20
\
98 NYJAR KVÖLDVÖKUR,
sorg minni eða gleði? Enginn. Einstæðings-
skapurinn er kveljandi, og mjer finst að jeg
muni aldrei verða eins iðin og ánægð sem
áður. Hvað hirði jeg um, þótt jeg verði hung-
urmorða í einveru minni.«
»Rað hryggir mig að heyra yður tala svona
eigingjörnum orðum,« mælti Karl. »Ef allir
hugsuðu þannig, þá er sorgin ber að hönd-
um, hvernig yrði heimurinn þá? Hvað myndi
þá vera orðið um mig? Jeg hefi einnig beð-
ið mikið tjón; fegurstu vonir og hjartfólgnustu
óskir mínar eru að engu orðnar, og þó finn
jeg, að það væri synd gegn guði, ef jeg Ijeti
vonleysið buga mig. Þá er jeg var barn og
Stína barði mig, fann jeg sársaukann varla,
því jeg hugsaði ætíð: Rótt hún kvelji mig, á
jeg samt Níels, sem ann mjer. Pá er þjer,
Gerða, neituðuð bónorði mínu, hugsaði jeg:
Hún hafnar ást Vninni; starfið og listin skulu
verða þeir englar, sem hugga mig. Nú er jeg
jafn einmana og þú. Bróðir minn kvongast
og þarfnast eigi samveru minnar. Þjer hafið
hafnað mjer og jeg get eigi verið yður nein
stoð. Jeg gæti hrópað eins og þjer: Hvers
virði er lífið mjer? En jeg geri það eigi, því
að jeg á eitt eftir og það er starfið. Starf-
ið er lífið sjálft, og sá, sem eigi starfar,
fremur glæp gegn Guði. Veslings móðir yðar
var búin að stríða nóg og hún verðskuldaði
hvíldina. Pjer eruð ein eftir og verðið með
æskufjöri og hugrekki að marka yður hinar
heillavænlegustu lifsstefnur. Yður ber skylda
lil að nota hæfileika yðar svo vel, að þjer
verðskuldið að hafa hlotið þá. Fyrirgefið að
jeg ávHtpa yður þannig en jeg vl skilja við
yður met' þá s iinfæt ng í brjósti, að þjer ætl
að bera sorg. yðar með sálarró, og hafið byij
að að leggja grundvöll nýrrar framtíðar. Pjer
vitið, að hvert orð aí vörum mínum er sprott-
iðv af einlægri ást til yðar, Pjer hlustið því á
oró mín og varpið frá yður líisleiðindunum
og kæruleys nu, sem hæftr yður eigi.-«
»Já, jeg ætla að reyna það,« hvíslaði Gerða.
Oið Inns unga iistamanns höfðu snoitið haua
mjög.
»Og Íeg er sannfærður um, að yður mun
takast það.«
Gerða brosti vingjarnlega til unglingsins.
»Jeg á erindi við yður,« byrjaði Karl aftur
að nokkrum augnablikum liðnum, »og ef þjer
enn einu sinni viljið gera starfið að förunaut
yðar, mun það hefja yður til frama og frægð-
ar. Viljið þjer reyna að afla yður þessa með
eigin mætti?«
»Já, það vil jeg.«
»Fyrst svo er, hefir Schneider háskólakenn-
ari beðið mig að segja yður, að þjer getið
jafnan farið árdegis til V. myndamálara og
notið ókeypis tilsagnar hjá honum. Ennfrem-
ur getið þjer, fyrir meðmæli R. bankaumboðs-
manns, fengið afritun til þess að vinna að síð-
degis, og haft þannig ofan af fyrir yður, þar
til myndamálun verður yður arðbær. Pjer getið
einnig fengið afritun fyrir háskólakennarann,
svo að þjer fáið nóg að starfa. Pannig, Gerða,
er yður alt í sjálfsvald sett. Á jeg þá að bera
þá huggun í brjósti, er jeg fer, að þjer . . .«
»HaIdi áfram að vera starfsins barn,« greip
Gerða fram í fyrir honum og rjetti honum
hendina. »Pökk fyrir alt, sem þjer hafið gert
og sagt. Pá er við hittumst aftur, skuluð þjer
eigi þurfa að vera óánægður yfir mjer.«
»Óánægður?« hvíslaði Karl, bar hönd henn-
ar að vörum sjer og kysti hana, sem hann
unni nú heitar en nokkru sinni fyr. Síðan
fór hann.
Karli fanst, er hann gekk niður gangriðið,
að hann fjarlægðist nú að eilífu alla gæfu og
gleði lífsins. Honum virtist sem hann hefði
eftir skilið hjarfa sitt og gæti aldrei framar
kcnt til sorgar e-a g eði He d .r og sj rlfstæði,
starf og ást a listn.ni “ýndist honum að engu
hafandi.
Hann hjelt til húss Sciineiders. Pá er hann
gekk inn í dyrnar, var þar óvenju mikið fjör
á ferðum; margir vinnumenn komu með ferða-
kistur og þess konar dót. Hann spurði dyra-
vörðinn, hvort ferðamenn væru komnir til há-
skólakennaians. Honum var sagt, ao ungíru
Hjort og Sylvía væru nýkomnar.