Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 48
I
126 NÝJAR KVÖLJDVÖKUR.
♦ Rú kemur þá?« hvíslaðl Sylvía og roðnaði.
Karl svaraði að eins með því að þrýsía
hðnd hennar.
Búið var að leggja á borðið og skreyta
það blómum, en gestirnir voru enn eigi komnir.
Sylvía stóð við einn gluggann og ljek sjer
að blómi, sem hún hafði tekið úr einu blóm-
glasinu. Hún hlustaði og roðnaði hvert sinn,
sem hún heyrði fótatak í stiganum.
Dyrnar opnuðust og Karl stóð á þröskuld-
inum. Augu hans voru skær og raunablærinn
var alveg horfinn af þeim.
Sylvía sagði eigi neitt, en rjetti honum hönd-
ina; hann kysti hana þegjandi.
Hálfri klukkustund síðar voru allir gestirnir
komnir. Mjög var glatt á hjalla við borðið
og allir reyndu af fremsta megni að vera við-
mótsþýðir og ástúðlegir í hóp þessara afbragðs-
manna.
»Þar sameinuðust vísindin listinni,* eins og
einn ræðumaður komst að orði, þá er minni
hjónaefnanna var drukkið.
»Með starfi sínu,« bætti Karl við, »hefir
Schneider háskólakennari aflað landi sínu frægð-
ar. Með starfi sínu er ungfrú Ahrnell orðin
prýði ættjarðar, sinnar, og hamingja sú, ■ sem
er laun starfseminnar og stritsins, mun eflaust
fylgja þeim. Drekkum minni þeirra og allra,
sem lifa fyrir starfið.*
Þrem vikum síðar fór brúðkaup Gerðu og
Richards fram. Ungu hjónin ferðuðust til Ítalíu
til þess að njóta þeirrar ánægju, sem ástin,
listin og náttúrufegurðin veita.
Gerða hafði á brúðkaupsdegi sínum gefið
allan föðurarf sinn til að stofna verðlaunasjóð
fyrir iðni og starfsemi.
Daginn, sem þau fóru úr Stokkhólmi, var
myndastofa Schneiders háskólakennara opnuð
á ný, og hinn frægi myndhöggvari Karl Gúst-
avson tók þar til starfa.
í erfðaskrá Schneiders var svo fyrir mælt,
að eigi mætti selja hús hans, og að mynda-
stofan, vinnustofurnar og bústaður háskólakenn-
arans væri fengið í hendur Karíi Gústavsyni
til frjálrsa afnota, en enginn annar mátti Ieigja
þau eða nota.
Veturinn var horfinn og vorið komið til
valda, í stað öldungsins hvíthærða, til þess að
strá blómum og vonum á veg manna, eins og
gjafmilt barn.
í vinnustofu og myndastofu Schneiders há-
skólakennara var fjör og starfsemi. Það var
sem gamli listamaðurinn væri enn orkugjafi
sá, sem knýi starfsmennina til iðjusemi og
þolgæðis.
En maður sá, sem rjeð fyrir verkuin í stað
hins látna, stjórnaði þó með öðrum hætti en
fyrirrennari hans.
Karl Gústavson var eins þýður og hinn hafði
verið harður, og fjarri því að vera tortrygginn
sem Schneider, en báðir voru þeir listelskir
mjög.
Það var fagran dag í maí. Klukkan f Klöru-
kirkju sló sex og Karl sat enn að vinnu í
myndastofu sinni og hafði þó unnið af kappi
allan daginn. Hann stóð nú með handleggina
krosslagða á brjósti sjer og virti fyrir sjer
konuhöfuð, sem hann hafði höggvið í marmara.
Höfuð þetta var mjög fagurt; andlitsdrætt-
irnir blíðlegir og reglulegir. Svipurinn mikil-
nðlegur mjög og var sem lesa mætti þar heila
lífssögu. Rósemin, blíðan og alvörublærinn,
sem hvíldi yfir andlitinu, virtist vera árangur
margrar harðrar baráttu og óbifanlegrar festu,
sem loksins hefði Ieitt sálina gegnum boða og
blindsker mannlífsins inn í friðarins höfn.
Meðan listamaðurinn var að virða fyrir sjer
verk sitt, gekk unga stúlkan inn í myndastof-
una. Hún gekk fast að honum, en hann varð
ekki var návistar hennar. Hún leit einnig á
marmaramyndina og angurblítt bros lék um
varir hennar. Hún andvarpaði og þetta andvarp
vakti Karl af draumum hans.
»SyIvía,« mælti hann, leit á hana og rjetti
henni höndina. Raunablærinn, sem hvílt hafði
á andliti hans, hvarf. »Hvernig líst þjeráMín-