Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Side 79

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Side 79
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 157 an.« — *En maðurinn hennar, bróðir Morlens Ram?« — »Hann kom aftur, og er hann heyrði, hvernig komið var, drekti hann sjer í tjörninni bak við jurtagarðinn.* Hanna var orðin náföl. Vangar bróður henn- ar voru heldur ekki eins dökkir og áður. »Og þá var ógæfan komin yfir heimilið. Mortentók skömmu síðar við jörðinni af gamla Ram. Á brúðkaupsdegi Mortens dó faðir hans snögg- lega, móðirin litlu seinna; svo kona Mortens, en á undan henni litlu börnin. Hjer er aldrei haldin svo veisla að ekki komi eitthvað sorg- legt fyrir. Maður er ekki fyr búinn að Ieggja frá sjer sorgarbúninginn en maður verður að fara í hann aftur. Guð miskuni þessu húsi og þeim sem hjer verða að búa.« Óg gamla bú- stýran þagnaði og brosti Iymskulega. Svo spenti hún greipar með guðræknissvip, því hljómur brúðkaupsbjöllunnar leið skær og bjóðandi inn um opinn gluggann. Að utan heyrðust fagnandi raddir og gjallandi lúðurhljómar; fiðlurnar óm- uðu og var sem þær væru að kalla á þá, er seinir væru. Inni í herberginu var orðið hljótt. Hanna hafði spent greipar og horft til himins. Svo sneri hún sjer að bústýrunni og sagði al- varlega: »Viljið þjer láta Morten Ram vita að jeg sje tilbúin.« Með illgjarnlegt bros á vörum yfirgaf ráðskonan herbergið. Ottó — bróðir Hönnu hjet það — gekk hnugginn til systur sinnar. »Skilaðu honum hringnum aftur, Hanna, og rifðu sveiginn af höfði þínu — hann er þyrnikóróna. Ef þetta er aðeins tilhæfulaust þvaður hefði hann talað um alt þetta við þig; það hefir hann ekki gert og þessvegna er það sannleikur.« Hanna þrýsti kossi á vangabróður síns. »Láttu það gott heita, Ottó, það sem manni er ákveðið er óumflýanlegt og rnaður á heldur ekki að forðast það. Kona hefir kastað bölvun yfir þetta hús — hví skyldi ekki konu auönast að snúa henni til blessunar? Maður veit heldur ekki, hve mikið eða lítið þessi kona, sem við giftingu okkar missir stöðu sína sem drotning þessa heimilis, hefir ýkt eða aukið. Mjer þykir vænt um Morten og jeg vil bera minni hluta af þeirri byrði, s*m forlögin ætla honum. Jeg mun aðeins biðja guð um þrótt, svo að jeg geti borið mitt ok hægt og rólega. Komdu nú, við skulum fara.« í sömu andránni opnuðust dyrnar og Morten Ram kom inn ásamt hljóðfæraleikendum og brúðkaupsgestum. Menn skipuðu sjer í fyikingu og gengu í kirkju. Meðan á vígsliinni' stóð hugsaði Hanna um •það, sem hún hafði heyrt og þorði varla að líta á mann þann, er stóð við hlið hennar. Ræða gamla prestsins fór inn um annað eyra hennar og út um hitt; en aftur og aftur hljómuðu í huga hennar bænarorðin í »Faðir vor«: »Frelsa oss frá illu.« Að síðustu fengu hugsanir henn- ar frið í bæn til þess, sem ekki Iætur einn spörfugl til jarðar falla án síns vilja og bænin styrkti hana svo, að hún gat sent bróður sínum, sem horfði dapur á hana, blftt og hughreyst- andi bros. Klukkunum vaj- hringt aftur, orgeltónarnir ómuðu og raenn bjuggust til að ganga úr kirkj- unni. F*á bætti klukknahringingin alt í einu, byrj- aði svo ,aftur, en alt öðruvísi — snögt og ó- viðfeldið: »Eldur, eldur.« Og »e!dur« heyrðist kallað neðan af götunni. »Eldur, eldur,« barst frá manni til manns. Fólkið þusti út úr kirkj- unni, Allir vildu vita hvað væri að brenna. i sveitunum hefir maður ekki langan tíma til um- hugsunar, það er að segja, ef nokkru á að verða bjargað. Hanna fann undarlega, lamandi angist grípa sig. Hún mintist orða ráðskonunnar: »Hjer er aldrei haldin svo veisla að ekki komi eitthvað sorglegt fyrir.« Og hún bjóslt við hinu versta. Hún greip hönd manns síns. »Morten,« sagði hún, rólega og!. alvarlega, »jeg veit alt.« Hann leit undrandi á hana. »Jeg veit alt um hjarð- mannsdótturina eg bölvunina. Morten, jeg finn það á mjer, að það er þinn bær, sem er að brenna. Við skulum flýta okkur.« Morten þrýsti fast hönd konu sinnar. »þökk«, sagði hann og flýtti sjer með hana út úr kirkjunni. En hvað alt var umbreytt úti! Brúðfylgdin var tvístruð í allar áttir, neðan af veginum heyrð- ust hróp og háreysti, en uppi yfir þeim ómuðu klukkurnar ömurlega: »Eldur, eldur, eldur.« Lausir hestar og kýr hlupu sem vilt um veg- inn. Grunur Hönnu reyndist sannur. Pað var bær Mortens Ram, sem var að brenna, Hanna hljóp ofan eftir í áttina til hússins. Hún hafði tapað af manni sfnum í þrönginni. — »Hvarer bóndi minn?« spurði hún þá, er næstir stóðu. »í húsinu*, svaraði bústýran, sem grátandi stóð úti á götunni. »Ó, rúmfötin mín, ágætu rúm- fötin mín.« »Eru fleiri en hann inni í húsinu?* »Nei, kýrnar eru lika komnar út. Bróðir yðar sá um að þær væru leystar og að krakkarnir rækju þær út í garðinn og út á götuna.* Unga konan heyrði varla seinustu orðin. Nýrri og óttalegri hugsun hafði skotið upp í huga henn- ar. »Og hvar er barnið?« »Barnið! Já það var

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.