Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 60

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 60
138 NÝJAR KVÖUDVÖKUR. stórir iðgrænir grasfletir og unaðslegir blóm- reitir; meðfram bugðóttum gangstígunum voru ýmist buksbómsrunnar eða ilmandi lávendils- runnar. Allsstaðar voru smáir og 6tórir lauf- skálar með borðum og bekkjum og auk þcss voru allavega lagaðir bekkir hjer og þar, ýmist undir ilmandi runni eða við rætur geisistórra trjáa. Var auðsjeð af þeim, að meistarinn hafði bæði haft auga fyrir fegurð og þægindum í útjaðri garðsins voru blómlegir vínviðarrunnar, ssm skýldu alveg hinum háa múrvegg, er um- kringdi alt hælið; en í miðju þessa unaðslega svæðis var gosbrunnur, er þeytti vatninu þrjá- tfu fet í loft upp. Hann fjekk næringu frá sundlauginni í baðhúsinu; frá henni lágu líka leðurslöngur um allan garðinn, að sumu leyti tii að vökva hann, og að öðru leyti til að hreinsa loftið og kæla það, þegar hitar gengu. Pessi hluti hælisins var gerður til þess að skemta og hressa íbúana; en að húsabaki lá miklu stærri, stórfagur trjágarður, sém jeg áður hefi minst á. í honum voru ýmsir leikvellir handa sjúklingunum, aðskildir með runnum og gerðum, fimleikavellir og svæði til að vinna þau verk á, sem hjálpuðu til við lækninguna. Fyrst kom maður auga á stóran flöt, sem að- eins var notaður til að höggva eldivið á. Á honum var stórt skýli, sem viðurinn og ýms verkfæri voru geymd í. — Viðarhögg er alls- staðar talin afbragðs vinna handa vitfirringum. Rjett hjá var hin svonefnda rennibraut, stórt svæði, þakið mjúkum sandi. Þar toguðust'sjúk- lingarnir á til að skemta sjer, og tii þess að reyna kraftana, þar hlupu þeir kapphlaup, glímdu og stukku. Rar næst var keiluflöturinn, sem mjög var sóttur og mikið fjör var á. Hann skildi rennibrautina frá velli þeim, er knatt- leikir voru leiknir á. Sá völlur var einn af uppáhaldsstöðum sjúklinganna og þaðan kváðu ætíð við háværar raddir og hláturskjöll. Upp að honum lá skilmningaflöturinn, þar sem not- uð voru vopn úr trje og tágum. Aðeins ein- stöku sjúklingur fjekk að nota algeng vopn og þá undir sjerstöku eftirliti og tilsögn æfðra kenn- ara. Pá kom fimleikavöllurinn, sem mjög C var í hávegum hafður, enda mátti þar sjá hin furðulegustu fimleikabrögð og hin ótrúlegustu snarræði og líkamsfimni; og margir voru þar hreinir listamenn. Næstur var skeiðvöllurinn. Yfir honum var þak á vétrum, því vel var sjeð fyrir þessari ágætu líkamsíþrótt, og þar sá jeg þá þolinmóðustu hesta, sem eg nokkurntíma hefi sjeð. Rjett við voru ágæt hesthús handa reiðskjótunum. Fyrir handan þennan leikvöll var matjurta- og ávaxtagarður, sem Ijet hæl- inu í tje hið besta grænmeti og aldini. F*eir voru að mestu leyti ræktaðir af vitfirringunum sjálfum, þó tveir garðyrkjumenn hefðu umsjón með verkinu. Pað er staðreynd, að flestir vit- firringar hafa gleði mikla af léttri jarðræktar- vinnu. Engan 'þurfti með valdi að reka til vinnu þessarar, því altaf buðust fleiri en hægt var að koma fyrir. Bæði karlar og konur unnu þarna jöfnum höndum. Karlmennirnir stungu upp, óku hjólbörum, plægðu og hervuðu. Konurnar gróðusettu, vökvuðu og hlúðu að plöntunum; þó unnu kynin aldrei á sama tíma og sama stað í einu. Eg varð bæði glaður og hissa, að sjá alt þetta og gat ekki látið hjá líða, að láta aðdáun mína í Ijósi við forstjór- ann, Hann brosti glaðlega og virtist vera á- nægður af athugasemdum mínum, og jeg fjekk að vita hjá honum, að alt þetta var orðið til smátt og smátt, og það væri áriega stækkað og bætt eftir föngum. »En hvernig fáið þið kostnaðinn endur- greiddann, herra?« spurði jeg »Það er okkur síst áhyggjuefni. Rjer sjáið, að vitfirringarnir vinna og vinna vel; á meðal þeirra eru aðeins fáir letingjar, sem við auð- veldlega gerum bæði iðna og ástundunarsama með því, að neita þeim um einhverja uppá- halds afþreyingu, uns þeir láta undan. En þó þessu væri nú ekki þannig varið, þá gæti hæl- ið samt greitt alla vinnuna úr sjálfs sín vasa, því það skuluð þjer vita, að hælið er fyrst og fremst búið mjög vel út af ríkinu, og auk þess hefir það með minningarsjóðum og gjöfum frá ýmsum vinum sínum, safnað svo sterkum sjóði, að það getur launað starfsmönnum sínum svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.