Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 30
108 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. en þá urðu þær henni einskis virði. Hún fór að verða afbrýðisöm. Jeg var önnum kafinn við fyrirlestra og störfin í efnarannsóknarstofunni og dvaldi þvi Htið heima, enda elskaði jeg eigi heimili mitt. Milly áleit að hin og önnur ástaræfintýri væri sök í því, að jeg var svo sjaldan heima og lenti okkur oft saman út af því, svo að nærri lá við vandræðum, en þá datt henni skyndi- lega í hug að vilja fara með mágkonu sinni, frú Smith, i ferðalag til meginlandsins og varð það úr. Síðan fór hún með þeim til Parísar, en jeg hjelt til Pýskalands. f Wien fjekk jeg brjef þess efnis að konan mín hefði látist skyndilega í París. — Strax eftir komu sína þangað hafði hún veikst mjög mikið. Hún vildi hvorki neyta þeirra meðala nje hlýða ráðum, sem læknirinn ljet í tje, og afleiðingin varð sú að hún dó eftir viku legu. Jeg var nú frjáls. Eftir það var jeg heilt ár í ferðalögum. Jeg var orðinn efnaður og þarfn- aðist eigi þeirra fjármuna, sem jeg hafði hlot- ið með konu minni. Stuttu eftir dauða Millyar fjekk jeg fregn um að pabbi væri látinn. Stjúpmóðir mín bað mig um að koma til Svíþjóðar, en jeg sagði henni, að það gæti eigi orðið. Jeg reyndi að fá vitneskju um, hvernig þjer liði og komst að því að þú værir ókvæmt og værir orðin fræg listakona. Jeg ákvað nú að ferðast til Svíþjóðar, til þess að sjá þig aftur, og fá skýringu á orðum þeim, sem þú mæltir við siðustu samfundi okkar, og hvers vegna þú hefðir eigi skrifað mjer nokkur orð í kveðjuskyni, áður en þú fórst frá Englandi. Pá er j«g steig fótum mínum á sænska grund eftir 19 ára fjærveru, var það ætlan mín að ljúka æfinni þar, sem vagga mín hafði staðið, ef þú elskaðir mig ennþá og vildir verða eiginkona mín; annars ætlaði jeg ef þú hafnaðir mjer, að kveðja Svíþjóð að eilífu. Gerða, nú er það í þínu valdi að ákveða enn einu sinni, hver örlög mfn verða. Gerða lagði hönd sína í lófa Ricbards og mælti: »Richard, nú get jeg orðið konan þín, því að hvorki vansæmd eða fátækt aðskilur okkur Iengur. Jeg hefi sjálf aflað mjer frægðar og frama. Jeg tel að jeg eigi heimting á að gera þann mann hamingjusaman, sem jeg hefi elsk- að einlæglega síðan jeg var barn að aldri og njóta sjálf sælu ástarinnar.* Frá því, sem á eftir fór, þurfum vjer eigi að greina. Pið sem elskið. — Pið vitið það. — Frú Sjöberg, sem nú nefnist Britfa, nöldraði dálítið, er hún kom inn til ungfrúarinnar eftir að Richard var farinn. Henni virtist það óhæfi- legt og ósæmilegt að þessi ókunni aðkomu- maður hefði verið svona lengi hjá ungri, ógiftri konu. Gerða hirti eigi um skraf gömlu konunnar, en gekk út og settist á svalirnar, sem sneru út að sænum, til þess að sökkva sjer niður i sæludrauma þessa fögru sumarnótt. Gerða þekti lítið til hinnar sönnu hamingju. Hún hafði um margra ára skeið elskað, án vonar um, að þessi ást sín yrði annað en draumur. Nú virtist hamingjan brosa við henni. Pað voru laun alls hugrekkis og styrkleika, sem hún hafði sýnt í lífsbaráttu sinni. Hún var starfsins barn, sem með iðni sinni og flekk- lausu líferni hafði aflað sjer álits, sjálfstæðis og frægðar, og gat nú einnig vænst eftir að fá að njóta sælu lífsins. Gerða var á þessari stund svo þakklát guði, að hún hneigði auðmjúk höfuð sitt og spenti greipar, og bað til hans, algóða gjafarans allra góðra hluta. Pá er hún aftur hóf upp höfuð sitt skaust eitthvað dökkleitt fram hjá svölunum, og nærri hljóðlaust gekk maður upp svalastigann og staðnæmdist á efsta þrepinu. Gerða rauk á fætur, og lá við að hljóða upp yfir sig af skelfingu, en hún þrýsti vörunum saman og Iagði höndina á hjartastað, Frammi fyrir henni stóð maður, hár vexti,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.