Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 63

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 63
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 141 »Segið heldur að jeg finni það á mjer, að tappi muni springa úr flösku, því annars hefði jeg ekki komið svona mátulega.'c Þetta var í fyrsta sinn sem jeg heyrði prest- inn tala við forstjórann, og jeg heyrði á þeim, að þeir mundu góðir vinir. Samtalið hjelt á- fram um stund á sama hátt, og jegheyrði það á öllu, að Bromfield var enginn durgur. Síðar sannfærði reynslan mig um það, að þessi skoð- un mín var rjett. Hann var annars mjög frumlegur maður, sem ekki Ifktist presti hið minsta, ef undan var skilið hár, flibbi og hálsbindi, svart klæðisvest- ið og síðprestshempan. Bramfield hafði aldrei verið gefinn fyrir vísindalegar iðkanir, og nú virtist hann ætla að helga Epikur og kenningu hans það sem eftir var af hans dýrmæta lífi. Fyr meir hafði hann verið frægur prjedikari í enskum kaupstað, en hann hafði orðið að yfir- gefa það feita brauð, einhverra hluta vegna, og fara eftir konungsboði, sem ómögulegt var að komast undan, út á skip, sem fara átti í þriggja ára rannsóknarferð umhverfis jörðina. Bramfield hafði heldur kosið þriggja ára vist á sjónum, en jafn langa dvöl á verri stað. Þegar reynslu- tími þessi var liðinn, sneri hinn góði maður aftur til Englands, og það var ekkert undur, þó hann hefði Iítt támist við svo langa dvöl meðal villimanna. Það leið því ekki á löngu, uns hann varð að segja si£ úr þjónustu flota hennar hátignar. Nú var framtíðin honum lok- uð; en himininn, sem ætíð verndar sína, kom því þannig fyrir, að góðkunningi hans, sem hafði sömu lífsskoðun, haföi svo mikil völd, að hann gat sjeð til þess, að gera hann að presti við vitfirringahæli í afskektum sveitabæ. Par kom hann sjer svo vel, að hann með hjálp vinar síns. komst að í St. James. Fljótfærni hans breyttist smám saman, og hann rækti köllun sína nú svo skynsamlega og samviskusamlega, að ekki varð að fundið. Engu að síður þótti honuin enn þá gaman að lífi og fjöri, og eins og ósvikinn prestur Iiðinna tima hafði hann unun af að fara á veiðar og sitja við gott borð. Eg skeinti mjer við öll þau æfintýri, er hann á ferðum sínum hafði koaiist í, og við frásögn hans um alla þá, sem hann hafði snúið til betri vegar; — en hvort hann hafði snúið heið- ingjum til kristni eða öfugt, skal jeg ekki segja, því þegar jeg spurði hann um það, hló hann hjartanlega og hjelt, að við skildum hvorn ann- an sæmilega vel eflir hálfrar stundar viðkynn- ingu. Hann var annars verulega mælskur, °g ÍeS ge* vel hugsað mjer, að hann með glaðværð sinni og góðum vilja hafi verið þarna á rjettum stað. Að afloknum morgunverði tóku forstjórinn og presturinn til daglegrar iðju sinnar, og jeg fór upp á- herbergi mitt, þar sem jeg þó ekki var lengi einn, því þeir Lo- renzen, yfirlæknir, og Derby, aðstoðarlæknir, heimsóttu mig. Ekki leið heldur á löngu, uns við vorum í fjörugum samræðum um það mál, sem við allir höfðum mestan áhuga á, nefnilega meðferð sinnisveikra. Lorenzen var fæddur í Englandi, en átti ætt sína að rekja til ríkra kaupmanna, sem höfðu búið í Lúbeck, Hann var allhár maður vexti, virðulegur ásýndum og um 48 ára gamall. Andlitsdrættir hans voru alvarlegir, en yfirleitt vingjarnlegir og viðfeldnir, og hann var bæði ákveðinn og skýr í máli; þegar hann talaði lýsti alúð og mildi úr aug- um hans og andlitsdráttum, svo hann var í mínum augum það, setn læknir á að vera, sem á að rækja svo heiðarlegt og þýðingarmikið starf: rólegur og yfirvegandi, mildur og alvar- legur. Pó hann væri hér því nær ofhlaðinn starfi, fylgdi hann þó fullkomlega með hinum djörfu, nýrri skoðunum í þessum umfangsmiklu vísindum. Hann las á næturnar, þegar allir sváfu, og var tekinn til að vinna áður en nokkur kom á fætur. Aðstoðarlæknirinn, Derby, var alveg gagn- stæður honum, bæði í vísindalegum skoðunum og útliti. Ytra útlit hans og klæðnaður var eft- irtektaverður og einkennilegur, því haun gekk stöðugt í Ijósbláum kjól með stórutn gyltum hnöppum, nankinsbuxum, mislitu atlaskvesti og með mjótt, svart silkibindi um hálsinn, sem að litlu leyti skýldi afarháum flibba, sem huldi því nær lítið andlit haus, og gægðist frammjótt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.