Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 74

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 74
152 NYJAR KVÓLDVÖKUR. að eins tekið við honum með þessu skilyrðí, og Íeg get því aðeins haldið honum hjer, að jeg fari nákvæmlega eftir þeim fyrirmæium.* »Þjer getið að því leyti haft rjett fyrir yður, herra Elliotson, en hver getur gefið betri fyrir- mæli um meðferð sjuklings en einmitt laeknir hans?« »Já, herra, þjer vitið vel, að jeg hindra að engu leyti starf yðar; en jeg fyrir mitt leyti verð einnig sem forstjóri að halda fram rjetti mínum til þess að hafa hjá mjer þær upplýs- ingar, sem jeg hefi fengið um herra Sidney, og til þess að halda þær kvaðir, sem þær leggja á mig.c Læknirinn ætlaði aftur að taka til máls, en forstjórinn bandaði til hans hendinni og mælti: »Við skulum ekki tala meira um það, góð- ur vinur og émbættisbróðir; þetta mál heyrir undir fundi vora, og þar getum við haldið áfram umræðum um það efni. En jeg skal gera aðra uppástungu, sem miklu betra er að fást við yfir vínglösum, og sem þar að auki er almennari. Jeg Ieyfi mjer sem sje að minna yður á sjónleikinn, sem við höfum nú lengi hugsað okkur að koma upp, en sem alt af hefi; verið frestað; lautenantinn minnir mig á hverj- um degi um hann, og jeg sje heldur enga á- stæðu til, að' við neitum sjúklingunum lengur um þá skemtun. Jeg get sagt yður, herra,* sagði hann, um leið og hann sneri sjer til mín, »að bráðlega fá sjúklingar okkar að leika sjónleik, og að við höfum hingað til sjeð eins mikið gagnaf því, eins og annari skemtun. Hvað álítið þjer um það? Segið bara álit yðar óhikað.c »F*etta er nýmæli fyrir mig, herra,« svaraði eg, »en jeg get vel ímyndað mjer, að kostir sjeu við það. Sjúklingarnir verða á þann hátt rifnir upp úr hugarvingli sínu og hugurinn festist við ný viðfangséfni; auk þess neyðasí þeir til að hugsa; þeir æfa minnið og fá góða afþreyingu. Mjer virðist alt aðeins undir því komið, að velja leik við hæfi sjúklinganna.* »Alveg rjett,« sagði forstjórinn, »og um það eigið þjer, Lorenaen, að segja okkur skoðun yðar; við lofum því fyrirfram að fara eftir henni.« »Jeg er búinn að hugsa um það,« svaraði Lorenzen, »en í þetta sinn hefi jeg hugsað mjer, að sleppa öllu hlægilegu, því síðasl var leik- urinn hlægilegri en æskilegt var. Gaman manns, sem heilbrigður er á sálinni, er ofhleðsla á sál- arþreki hans, og þar sem það er fyrir hendi, hefir það þægileg áhrif á okkur; en gaman vitfirringsins er skrípamynd af hinu andlega, og af því sjáum við daglega nóg; auk þess kemur það sjúklingunutn fremur til að gráta en hlægja, leiðir þá fremur til sorgar en gleði, og það er ekki ætlun okkar. Sjónleikinn ætlum við frekast að nota til lækninga, og til þess þurfum við alvöru, átakanlega alvöru, en éng- in spillandi spaugsyrði eða ruddalegt gaman. Málið er of alvarlegt til þess að leika sjer að því, og þess vegna legg jeg til að tekinn verði í þetta sinn stórkostlegur, áhrifaríkur sorgar- leikur, sem tekur alt sálarlífið herfangi. Ef þið leyfið, hugsa jeg mig um til morguns, uns bú- ið er að úihluta verðlaununum eftir hljómleik- inn. Eruð þjer mjer sammála í því, herra starfsbróðir?« »Auðvitað,« svaraði jeg, því að hann hafði beint síðustu orðunum til mín, og að sumu leyti virtist mjer hann hafa rjett fyrir sjer, og að öðru leyti fanst mjer þessi tilmæli hans til þess að jeg Ijeti í ljósi álit mitt eins og hæ- verskuvott, þar sem jeg var ókunnugur. »Ágætt!« mælti forstjórinn, »þar með er því slegið föstu; við tölum nánar um málið eftir hljómleikinn á morgun. Þjer verðið þá ekki fjarverandi?« »Nei, vissulega ekki,« svaraði jeg og hneigði mig. »Þjer munuð fá að heyra það, sem yður mun finnast nýtt og sjaldgæft, því það eru hljóm- leikar vitfirringa, það er að segja undirbúna fyrir þá og af þeim, Og þegar við erum búnir með alvörumálin, skulum við taka til flöskunn- ar. Halló! William! komdu með önnur glös og flöskuna, sem stendur þarna í horninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.