Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 39
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 117 blátt áfram það, að koma yður sem skjótast burt úr Svíþjóð, þjer hafið í hyggju að fara burt úr Stokkhólmi undireins, farið til Gauta- borgar og þaðan til Kaupmannahafnar. Ef þjer verðið á morgun í Stokkhólmi megið þjer trúa mjer til þess að þjer verðið kærður fyrir lög- reglunni. Kl. 7 verð jeg staddur við Riddara- hólmsbrúna, og ef þjer verðið ekki meðal far- þeganna, þá veit lögreglan, hversu vel hún getur komið ár sinni fyrir borð, og haft hend- ur í hári morðingja Hengels.* Karl kvaddi hr. Bernharð; á svip hans var auðsætt að ótti og reiði barðist um í brjósti hans, en hann bældi það niður. Þá er Karl fór herti Bernharð á ganginum og hjelt til Drotningargötu; hann fór þar inn í hús, sem á var letrað: »Gistihús fyrir ferða- menn.« Klukkun sjö var mjög fjörugt við Riddara- hólmsbrúna. Eitt af skipunum á skurðinum átti að fara. Karl hafði farið út í það, og rannsakað öll farrými, en Bernharð var eigi meðal farþeg- anna. Pá er skipið var farið hjelt Karl til haf- skipabryggjunnar, til þess að komast eftir hvort dót Bernharðs væri enn á skipsfjöl. Pað var alt kyrt og Bernharð hafði eigi sjest síðan hann fór í land síðdegis. Karl ákvað að bíða eftir því, að hann kæmi aftur, og hverfa eigi frá honum fyr en hann væri farinn úr Stokkhólmi. Snemma morguninn eftir hraðaði Sylvía sjer niður hólinn, sem var milli húsanna, og stóð brátt úti fyrir eldhúsdyrum Gerðu. Hún ætlaði að Ijúka upp, en dyrnar voru lokaðar, »Ætli frú Sjöberg hafi sofið yfir sig, eða sje þegar farin eitthvað?* hugsaði Sylvía og barði að dyrum. »Jeg ætla að vekja Gerðu, því að það er óbærilegt að sofa svona fagra morgunstund,* hugsaði hún ennfremur og hjelt áfram að berja, en alt var þögult og kyrt inni í húsinu. »Gerða er að líkindum farin til þess að mála einhverja útsýn. En það var eigi fallega gert af henni að taka mig eigi með sjer,« hugsaði Sylvía; gekk umhverfis húsið og upp á veggsvalirnar til þess að sjá hvort dyrnar væru eigi læstar. »Hvað er1 á ferðuml* hrópaði hún, þá er hún sá rúðu brotna og dyrnar opnar. Unga stúlkan náfölnaði. Hana fór að gruna, að þjófn- aður og húsbrot hefði verið framið. Hún gekk inn í herbergið og fann þar hæg- indastól, sem kastað hafði verið um koll og borð, sem blómglas var vant að standa á. Hún gekk að svefnherbergisdyrunum, þær voru lokaðar og blóðblettir voru á snerlinum. Syivía rak upp óp, hratt dyrynum opnum og leit inn. Hún varð svo skefld, að hún gat eigi mælt orð frá vörum og lá við að hníga niður. Á rúmi Gerðu lá maður, og hjekk höfuð hans fram af rúmstokknum og á hálsinum var breiít, gapandi sár. Gólfið og rúmið voru löðrandi í blóði. Sylvía ætlaði að flýja en gat það eigi. Pessi hræðilega sjón virtist halda henni fastri. »Hvað hefir gerst?« ‘mælti rödd að baki hennar, Hún sneri sjer við og aldraður mað- ur stóð fyrir aftan hana. Það var Strömberg. »Maður myrtur í bústað ungfrú Ahrnell,* mælti hann, þá er honum varð litið á blóðuga líkið, og hann náfölnaði. »Gerða! Gerða!« hrópaði Sylvía og hraðaði sjer burt án þess að svara spurningum Ström- bergs. »Strömberg gekk að hinum dauða og taut- aði.« »Endalok hans hæfa lífi hans. Hann hefir frelsað dóttir sína með dauða sínum, og ætla mætti að rjettlæti sje að finna í heimi þess- um.« Hrollur fór um Strömberg; hann sneri sjer við og hjelt áfram: »Það er þá vilji örlaganornanna að jeg hljóti eigi meyjuna. Nú er hyggilegast að sjá fótum sínum forráð. í dag þjer, á morgun mjer.«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.