Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 61

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 61
NÝJAR KVOLDVÖKUR. 139 vel, að yður mundi finnast það meira en ríku- lega launað. Ja! Það verður að sjá um, a6 þeir menn sjeu vel launaðir, sem hafa tekið að sjer svo erfiti verk -og ábyrgðamikið, og þeirri reglu hefir Iijer verið fylgt í hæsta máta. Eink- um eru báðir Iæknarnir#vel settir, og jeg vérð að játa, að tnjer er það hin mesta ánægja og jeg er hreykinn af því. Pað verður að fara vel með Iækna, ef þeir eiga með alúð og sjálfsafneitun að framkvæma verk sitt, þvi ekk- ert starf er göfugra og heldur ekkert erfiðara en starf þeirra. Pegar þeir dag og nótt hafa unnið fyrir heill annara, verður hinn skámmi hvíldartími að afloknu erfiði að vera eins þægi- legur og framast er unt, svo þeir geti safnað nýjum krafti og nýrri aiúð. Þetta eru aðeins almenn mannrjettindi, og sá, sem ekki sjer þetta, skilur ekki sinn eigin hag, því hann gerir alt of lítið úr velferð sinni með því að lítils- virða þann, sem stöðugt hugsar um hana.« »Petta er framúrskarandi skoðun,* svaraði jeg. »Pað versta er, að hún skuli ekki eins útbreidd og hún á skilið. í föðurlandi mínu er læknirinn að öllu jöfnu skoðaður sem Iágt settur þjónn, á líkan hátt og menn fyr meir skoðuðu konur sínar og lækna eins og þræla, eins og menn, sem örsjaldan þurfti á að halda, og sem voru nauðsynleg byrði, þegar þeirra var ekki þörf.« Samtal þetta fór fram í trjágarðinum á leið- inni til höfuðhadisins, til að skoða það. Inn um hinar veglegu höfuðdyr komurn við inn í stórt anddyri og hjekk stór málmlampi niður úr hvelfingu þess. Tvöfaldar steintröppur, af- arbreiðar og þægilegar, lágu upp á loftin og niður í rúmgóðan kjallarann. Par voru eld- húsin, búrin, þvotta- og iínsterkjuhús ásamt í- búðum handa eftirlitsmönnum, matsveinum, vinnukonum, þvottakonum og öllu öðru þjón- ustufólki. Gangarnir voru lokaðir með gler- hurðum og voru þeir háir, breiðir og bjartir og skreyttir mislitum olíulitum, öll góifin voru olíustrokin, og ágætir lampar lýstu upp. Her- bergin á neðstu hæð voru ekki aðeins þægileg, heldur afburða vel úr garði gerð. Á þeirri hæð voru íbúðir æðstu embættismanna hælisins, forstjórans, prestsips, læknanna, gjaldkerans, lyfsalans, margra „kennara o. s. frv.; þar voru líka gestaherbergin, og þar á meðal herbergi mín. Úr herbergjum læknanna og forstjórans lágu talrör upp til efri hæða hússins. Á öllum loftskörum og við allar dyr voru eftirlitsmenn, sem ekki gerðu annað en gæta þess, hvenær sjúklingarnir fóru út og komu inn, og hverjir heimsóttu þá. Loks var í hægri álmunni, beint á móti kirkjunni í vinstri álmunni, söngsalur: sem gat rúmað fimm hundruð manns, og var hægt að breyta honum í Ieikhús. Prjár skrautleg- ar ljósakrónur úr slípuðu gleri hengu í þess- um skrautlega sal og var hver ætluð fjörutíu kertum. Veggjmir voru fagurlega málaðir og víða skreyttir líkneskjum, sem stóðu á þar til gerðum sillum. »Alt þetta er alveg framúrskarandi, herra,* sagði jeg við forstjórann, sem benti mjer á hvert smáatriði; »jeg hefi aldrei á æfi minni sjeð nokkurt hæii, sem kemst í samjöfnuð við þetta i smekkvísi, fegurð og öllum þægind- um.« »Já, en þjer munuð fyrst verða undrandi,* svaraði hann, »þegar þjer heyrið hljómleika okkar. Það er eitthvert öflugasta meðal okkar; það er fyrst fyrir þremur árum að við fengum öll hljóðfærin, sem nauðsynlega þarf að nota. Fjölmargir sjúklingarnir eru söngelskir og suma beinlínis dauðlangar til að læra að leika á eitt- hvert hljóðfæri. Manni lærist fyrst, hve mild- andi áhrif þessi guðdómlega list hefir, þegar maður hefir fengið reynslu fyrir krafti hennar, eins og við. öil skilningarvit sjúklinganna eru að meira eða minna leyti skert; að eins er heyrnin og líklega söngeyrað betur þroskaðen hjá öðrum. Pess vegna er líka söngurinn síðasla og sterkasta meðalið til þess að lægja æstar á- stríður og ofreyndar taugar.* »Petta getur rjett verið,« greip jeg fram í fyrir honum, »einkum þar sem þjer hafið reynsluna að baki- yðar; jeg leyfi mjer að gera 1.8*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.