Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 76

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 76
154 NYJAR KVÖLDVÖKUR. hinntn lifandi heirai. Pegar jeg hafði athugað þetta alt nákværalega, gekk jeg inn í hliðar- herbergi, sem stóð opið. Pað var svefnher- bergi. Grænt veggfóður klæddi veggina. Her- bergið var búið óbrotnum húsgögnum, nerna hvað rúmið var með hvílum rúmtjöldum og skrautlegri rauðri silkiábreiðu. Jeg sá einnig trje og vafningsvið úti fyrir járnstangagluggan- um — út við hann stóð hinn ógæfusami íbúi og sneri baki að mjer. Hann breiddi út faðm- inn, hallaði sjer út í gluggann og studdi enn- inu á rúðuna. í þessum stellingum leit út fyrir að hann væri niðursokkinn í þunglyndislegar hugsanir, og eins og andi hans hefði yfirgefið lfkamann, til þess að svífa frjáls um geiminn. Hann heyrði ekki til mín, æn svo ekki liti svo út, sem jeg svikist að honum, varð jeg að leggja hendina á öxl honum, til að vekja hann af draumum sínum. Mjer var þó hálfilla við það, því jeg vissi ekki, hvort jeg truflaði gæfu- saman mann í minningum sínum og athugun- um, eða jeg reif ógæfumann upp úr vonar- draumum, er hann hafði verið að dreyma. Hann sneri sjer snögt við, án þess að verða hið minsta hissa við þessa óvæntu truflun — taug- ar hans voru þá í ágætu lagi. Varla hafði hann sjeð, hver jeg var, áður en hann reyndi að skýla tárum, er glóðu í augum hans, og hann hrópaði brosandi: »Ah, eruð það þjer! jeg var farinn að halda, að þjer hafðuð verið hindraður í því að heim- sækja mig. Mjer er það mjög kært, en . . . Pjer hittið mig í einkennilegu sálarástandi . . . Sál mín er á reiki . . . viljið þjer sjá.. « Jeg gekk að glugganum og leit út um hann. Vissulega sá jeg þar sýn, sem lokkað gat á reik sál innilokaðs manns, þvi það sem sást af jörðinni var bæði fagurt og lokkandi. Sjón þessi tók mig fanginn lengur en jeg vissi af; jeg horfði þegjandi frá hægri til vinstri, og loks festi jeg augun á þjóðveginum, sem les- arinn áður þekkir. Pegar Sidney, sem sjeð hafði hvert jeg horfði, sá að jeg leit ekki strax af veginum, benti hann á þústu, sem mjer varð einmitt um Ieið starsýnt á. Jeg sá fljótlega hver það var: það var Phillips farandsali með vagn sinn og drengi, sParna fer hann, veslings heiðvirði farand- salinn,* sagði Sidney lágt og rólega; »þarna fer hann, og það er hvorki ágirnd nje fjegræðgi, sem leiðir hann á þessari braut, heldur að eins kristilegur kærleikur og meðaumkvun. Guð blessi hann á pílagrímsgöngu sinni.« »Amen!« hugsaði jeg. »Ha!« hjelt hann áfram nokkru hærra, »þarna fara synir hans báðir og draga vagninn — og fyrir hvern — fyrir mig, blessaðir drengirnir, fátækir, en frjálsir eins og fuglinn í loftinu, — frjálsir! og hvað er jeg? — Ríkur, ríkur, en en fangelsaður, hlekkjaður, og hvað bíður mfn enn þá? Ó, hægan, hægan! Sko hve hið fagra landslag liggur þarna rólegt og meinleysislegt, eins óg það væri ómögulegt, að nokkur sorg væri til í heiminum. En — hve mörg óróleg, sláandi hjörtu geymir það ekki. Petta er ímynd tilveru minnar og lífs. í þessum þöglu dölum, í þessum skógum og húsum fela þeir sorgir sínar og tár, og eta þurt brauð sitt í fátækt sinni, og þó eru þeir gæfusamari, því þeir þekkja þó von, gleði og ást, þeir eiga þó vini, konur og börn. En hvað hefi jeg? Hvað get jeg kallað eign mína í öllum þessum fagra, stóra, mikla heimi? Ekkert! Ekkert!« Höfuðið hnje niður á brjóst honum. Jeg horfði hrærður á hann; andlit hans var eins rólegt og kyrt vatn, sem enginn minsti vind- blær snertir, en það var fölt og sorgbitið. Jeg nálgaðist hann, lagði hendina á handlegg hans og sagði við hann: »Einn vin eigið þjer að minsta kosti — jeg er hann. (Meira.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.