Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 46

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 46
124 NYJAR KVÖLDVÖKUR, Sá, sem kominn er út á glæpabraut, sekkur venjulega dýpra og dýpra. Svo fór Anderson einnig. Pá er Gerða hafði lesið frásögn þessa til enda, spenti hún greipar og þakkaði Guði í haitri bæn fyrir það, að faðir hennar hafði dá- ið og eigi verið sekur um morð. Nú virtist henni fært að njóta sælu þeirrar, sem ástin hjet h«nni og ánægju þeirrar, sem starfsemin veitir. Tveim dögum síðar kom Níels tii hennar, er hún var að starfa á vinnustofu sinni. Karl var enn að heiman. Hann hafði farið í ferðalag daginn eftir að trúlofun Gerðu var opinberuð. »Góðan daginn, ungfrú AhrneII,« mælti Níels og rjetti henni hönd sína. »í dag færi jeg gleðifregnir og er þess þörf eftir allar sorgir okkar.« »Jeg er kominn,« bætti Níels við, »til þess að segja yður frá, að Strömberg er farinn að fullu af landi burt. Hann ætlar að dvelja það sem eftir er æfinnar á Frakklandi, en þangað er hann nú kominn ásamt dóttur sinni. Hon- um er eigi vært hjer heima síðan Ahrnell dó, svo nú eruð þjer laus við hann. Hann kom til mín í gærkveldi, og bað mig að færa yður brjef þetta.«] Níels rjetti Gerðu brjef og bað hana um að lesa það. Gerða las: »Ungfrú Ahrnell! Við sjáumst eigi framar hjer í heimi, en að skilnaði ætla jeg að senda yður nokkur kveðjuorð, og segja yður ýmislegt um föður yðar sáluga. Sje nokkurt rjettlæti að finna í lífinu, og hafi jeg brotið móti því, mætti segja, að þjer hefðuð orðið til að refsa mjer. Jeg hefiald- rei elskað nema sjálfan mig, þar til jeg sá yðu'r. Jeg kvæntist af því að kona mín var auðug. Jeg hefi elskað auðinn, af því að jeg hefi þatað starfið. PJer hefðuð getað gert mig að góðum manni, en þjer vilduð það eigi og jeg varð óvinur yðar. '•Jeg verð að fara af því að ást mín á yður hefir komið mjer í torfærur, sem eigi er auð- ratað úr. Tvisvar sinnum hafið þjer nærri verið orð- in konan mín, en bæði skiftin sloppið úr klóm mínum. Nú þegar þjer eruð mjer glötuð, ætla jeg að s«gja yður, hvers végna faðir yðar hvarf aft- ur heim, og hvert gagn jeg hugðist múndi hafa af návist hans. Kona hans, Alice Owensen, eins og hún nefndist í Svíþjóð, hafði fsngið ást á ungum Englending, sem hún vildi giftast. Hún stakk upp á skilnaði við föður yðar, en hann fjelst eigi á það. Alice var Vesturheimskona í húð og hár; hún bar sterkar ástríður í brjósti, var vilja- föst og hágáfuð. Hún hafði fastráðið að fá löglegan skilnað og vildi koma því í fram- kvæmd. Hún hafði Iært sænsku af manni sínum og kom henni það nú að góðu haldi. Hún útvegaði sjer lykla að hirslum hans og leitaði í öllum skjölum hans til þess að finna einhvert leyndarmál, sem hún gæti not- að sem ástæðu til skilnaðar. Lengi leitaði hún árangurslaust, en loks fann hún leyni- hólf í skrifborði hans og braut það upp. Par voru tvö brjef frá mjer, og var í öðru þeirra getið um um dauða móður yðar. Alica lokaði hólfinu og ljet ekki á neinu bera. Að tveim dögum liðnum var hún farin frá Lundúnum og Bernhard vissi eigi hvert förinni var heitið. Litlu síðar fjekk hann brjef frá henni og kvaðst hún vera farin til Sví- þjóðar til þess að vita, hve mörg ár væru liðin frá dauða fyrri konu hans. Hugði hún að heima á ættlandi hans fengi hún ef til vill einhverjar fregnir, sem stuðlað gæti að skilnaði þeirra hjóna. Undir eins og Bernhard fjekk brjefið sím- aði hann til mín, að jeg skyldi reyna að komast eftir, hvenær og undir hvaða nafni hún hefði komið til Stokkhólms. Sjálfur hjelt hann tafarlaust á st*ð hingað. Jeg komst eftir því að Alica nefndist O- wensen og bjó í Drotaingargötu. u

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.