Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 8
86 NVJAR KVÖLDVÖKUR. Langur tími var liðinn. Vorið var komið, og enn hafði hinum auðga Sirömberg eigi tek- ist, að knýja Gerðu til að láta undan, þótt hann beitti óta! brögðum. Hann hafði hitt hana nokkrum sinnum á götu og sagt henni, að ofsóknum hans Ijetti eigi fyrr, en hún væri orðin konan haus. Hefði Gerða eigi verið svó hamingjusöm að kynnast Karli, þá er sra. Z. misti við, mundi Strömberg máske hafa átt sigri að hrósa og hafa steypt þeim mæðgum í volæði og ör- byrgð, en nú tókst honum það eigi, því að Gerða hafði um langt skeið haft nóg að starfa fyrir Schneider háskólakennara, en eigi kynst honum neitt nánar. — Schneider var ánægð- ur með verkið, en Ijet sig litlu skifta, hver rit- arinn var. Hann hafði svo margt að hugsa um á þessum tímum. — Snemma í apn'l fjekk hann brjef frá Edith; gat hún þess, að þær mundu snúa heim til Svíþjóðar, ef að hann væri þvf eigi mótfallinn. Hann var nýbúinn að lesa brjefið, er honum var tilkynt, að ókunnur maður vildi fintia hann að máli. Komumaður gekk inn og tók há- skólakennarinn lionum vingjarniega og virðu- lega. *Mjer er heimsókn yðar mjög kærkomin, hr. Sfrömberg,* mælti háskólakennarinn og bauð gesti sínunt sæti. »Jeg hefi leyft mjer að heiinsækja hr. há- skólakennarann til þess að biðja yður að benda mjer á ungan listamann, sem dvelja vill á búgarði í sveit sumarlangt og starfa að því, að endurnýja gamalt málverkasafn. Málverkin eru verðmæt, en illa komin, og vil jeg koma þeim í gott lag. Hr. háskólakennarinn þekkir sjálfsagt einhvern listamann, sem takast vill þetta á hendur,« Háskólakennarinn nefndi nokkra unga menn, sem hann þekti, og ræddu þeir um þetta hálfa klukkustund. Strömberg var kunnur að því, að láta sig miklu skifta heili almennings. ^ Hversu mikil siðferðisleg spilling, hagsmunasýki og hóflaus eigingirni leyndugt undir þessari fögru grímu Strömbergs grunaði almenning eigi, þá er hann las í blöðunum um hinar mörgu stórgjafir hans í ýmsu góðgerða- og líknarskyni. Sami maðurinn, sem stráði velgerðum sínum víðsvegar með taumlausu örlæti til þess að ná lýðhylli, gaf enga ölmusu í kyrþey, og neytti hvers tækifæris til þess að afla sjer auðæía og hagnaðar í laumi. Lífstakmark hans var að eins: sjálfur hann, heill hans og sæla. Hann hafði aldrei borið ást í brjósti til neins manns, og allar samúð- arkendir hans voru svo samgrónar hagsmuna- sýki hans, að vart var um sanna samhygð að ræða. Ást Strömbergs á Gerðu var fyrsta tilfinn- ingin, sem tengdi sjálfsveru hans annari mann- veru. Sú ást átti sjer djúpar rætur. Ef Gerða hefði gengið að eiga hann, hefði hún orðið einvöld drotning hjarta hans. Nú hafði synj- un Gerðu reitt hann til reiði, svo að eigin- girni hans fór hamförúm. Hann varð að hefna sín á henni og vonaði að sigra hana að lok- um. En snúum aftur til hans og háskóla- kennarans. Þá er háskólakennarinn hafði lofað að senda nokkra unga listamenn til Strömbergs, leiddi hann talið að myndhöggvaralistinni, og varð það til þess, að háskólakennarinn fór með hann niður í myndastofu sína. Ressa hafði Strömberg óskað. í myndastof- unni var Karl nú að eins einn.. Hann vann þar að mynd sinni »Hin biðjandi mær«. Stiömoerg leit fyrst á unglinginn; virtist þó eigi gefa gaum að honum, en nam staðar frammi fyrir »Hin. sofandi Venus« eftir Schnei- der og dásamaði hana. Loks tók hann að virða fyrir sjer höggmynd Karls, fór nokkrum lofsyrðum um hana og spurði hann að heiti. Karl sagði honum nafn sitt. »Gústavson?« tók Strömberg upp eftir hon- um og var sem eitthvað gleymt væri að ritj- ast upp fyrir honum. »Nafn þetta minnir mig á ungan handiðnamann, sem jeg fjekk í hend- ur fjárupphæð handa fátækri ekkju. Hann var skósmiður og bjó í Bændagötu.* •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.