Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Blaðsíða 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Q1 menn, sem heimsóttu hann. En samt tók hann jafnan á móti þeim, og svo gerði hann nú, og Ijet þjóninn koma inn til sín með gestinn. Stundarkorni síðar gekk Níels Qústavson skó- smíðameistari inn. Níels hneigði sig fyrir Strömberg og sagði um leið og hann leit á hann: »Afsakið að eg raska ró yðar á sunnudegi, en erindi mitt þolir eigi bið, og því áleit jeg, að best væri að grípa tækifærið, er það gafst. Jeg heiti Níels Gústavson og bý í Tollhliðsgötu og er skó- smiður.« Níels þagnaði og virti Strömberg fyrir sjer. »Ó, nú man jeg eftir yður. Rjer bjugguð einu sinni í Bændagötu og tókust á hendur fyrir mig að sjá um frn Ahrnell, sem var veik. Síra 2. sagði mjer, að þjer hefðuð fengið hotium til varðveislu fjárupphæðina, sem jeg fjekk yður handa fátæku konunni.« Strömberg leit með auðmýktar-blíðu á skó- smiðinn og hjelt áfram: »Mjer hefir verið sagt, að þjer sjeuð virðingarverður maður, og geti jeg eitthvað gert fyrir yður . . .« »Jeg þarfnast einkis,« greip Nfels fram í fyrir honum. »Jeg er hraustur og hefi nóga atvinnu, en jeg er hingað kominn annara vegna.« »Lát mig heyra. Pað gleður mig jafnan að geta hjálpað éinhverjum.* »Hjer er eigi um neina hjálp að ræða. Þjer eruð auðugur, en hafið eigi ætfð verið það, og yður ber því að sýna þeim, sem eru að brjótast áfram, fuila virðingu.« »Það geri jeg einnig,« sagði Strðmberg. »og jeg er jafnan reiðubúinn til að styðja hinn starfsama og framsækna.« »Hm, hm,« sagði 'Níels og horfði fast á Strömberg. Auðsætt var, að hann var dálftið forviða á framkomu hans, en virtist þó ein- ráðinn í, að segja honum sannleikann. Eftir nokkurt hik tók hann frjálslega til máls: »Erindi mitt er, að biðja yður að segja Stínu systur minni, kryplingnum, eigi neitt um eiginmann og dóttur frú Ahrnell.« »Biðja mig?« hrópaði Strömberg með upp- gerðar undrun. »Já, einmitt yður. Stína er illa lynt og bak- máiug. Ef henni er sagt eitthvað, ber hún það út, og það er líklega eigi ætlan yðar, að kviksögur, miður fagrar, gangi um stúlkuna. Þjer vitið best sjálfur, hve mikið hæft er í því, ef sagt er að . . .« Níels hætti í miðju kafi, eldur brann úr aug- um hans og hann átti erfitt með að stilla sig. »Eruð þjer frávita, maður minn? Fullyrð- ið þjer, að jeg hafi talað við systur yðar um dóttur frú Ahrnell? Haldið þjer, að slíkur maður sem jeg leiti uppi þessháttar hyski til þess að rógbera fátæklinga?« »Jeg held ekkert, en veit hvað jeg fer,« svaraði Níels ákveðinn mjög, »Þá er þjer tðluðuð við Stínu í gær, stóð jeg í hiiðinu og hlustaði. Jeg sá eigi framan í yður, en þekti rödd yðar, Jeg ákvað að komast eftir, hver þessi svívirðilegi rógberi væri og elti yður alla leið hingað. Þá er þjer voruð kominn inn, spurði jeg dyravörðinn, hver þessi mað" ur væri, sem hann hefði hleypt inn. Hann sagði mjer að það væri Strömberg verksmiðju- eigandi, og ákvað jeg þá, að við skyldum tal- ast nánar við um þetta, og nú er jeg hingað kominn til þess að lýsa yfir því, að ef þjer Iofið mjer eigi að láta ungfrú Ahrnell í friði fyrir rógburði yðar, þá segi jeg hvað jeg veit um fyrverandi skipstjóra Strömberg, og það mun vega á móti því, sem hægt er að ijúga á ungu stúlkuna.« Strömberg stökk á fætur, gráu augun urðu græn og grimd kattarins skein úr þeim. »Hvað!« æpti hann. »F*jer dirfist að ákæra mig þannig og meira að segja undir mínu þaki. Farið eigi of langt; annars gæti skeð, að jeg Ijeti fleygja yður á dyr. Hvaða óhróð- urssögur eruð þjer með á ferðinni? Ætlið þjer að knýja mig til að láta fje af hendi? Haldið eigi, að yður takist það. Lögreglan launar slíka klæki, og ef þjer hypjið yður eigi undir eins, þá . . .« 12*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.