Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 5 beina kröfu á lækninn. í þess stað ætti ríkið, eða þjóðhöfðinginn, rétt á heilbrigðum þegnum. í samræmi við það væru læknar skuldbundnir ríkinu og ekki sjúklingunum. Bretar og Bandaríkjamenn hefðu í stórum dráttum svarað því til, að siðferðilega réttar athafnir lækna fælust í því, að þeir beittu þekkingu sinni og hæfni dyggðuglega. Það að vera dyggðugur fæli í sér vissar skyldur við sjúklinginn. Sú sérstaka kvöð, að annast sjúka og fatlaða, væri ekki til komin vegna réttinda sjúklinganna eða neins annars aðila, svo sem rfkisins. í þess stað á réttur sjúklingsins til heilbrigðisþjónustu rætur sínar í skyldum hins dyggðuga læknis. Þá myndi því hafa verið haldið fram, að læknir væri dyggðugur að því marki sem hann væri holdtekja siðareglna lækna. Skilyrði þess væri að sjálfsögðu, að hann rækti skyldur sínar við sjúklingana. Þar við bætist að læknisfræðin stefnir að því, að sigrast á sjúkdómum og koma mönnum til heilsu og einnig þess vegna hefir læknirinn skyldur, að því er varðar umönnun og meðferð sjúklinga. Þessar mismunandi forsendur og rökfœrslur hafa sameiginleg einkenni: Þær vísa til grunnhugmynda, sem hægt er að beita rökrænni athugun, rökrænum andmælum og rökrænni gagnrýni. Þær fela í sér siðferðikenningar og í stórum dráttum skilgreina þær hver á sinn hátt, hvað það er að vera læknir. Þær hafa þýðingu í dag, vegna þess að ennþá er rætt af kappi um réttindi manna til heilbrigði og um réttindi þeirra til heilbrigðisþjónustu, um samskipti lækna og ríkisvalds, um samskipti og samband lækna og sjúklinga og er þá fátt eitt talið. NÚTÍMAVIÐHORF En margt hefir breyzt. Hver byltingin hefir rekið aðra í læknisfræðinni síðustu hundrað árin. Læknavísindin hafa tekið stórstígum framförum og hver ný uppgötvun hefir kallað á ótal fleiri. Þekkingarforðinn eykst stöðugt, nýr tæknibúnaður, ný lyf og nýjar aðferðir bætast stöðugt við og sumt af þessu hefði engan dreymt um fyrir örfáum árum. Fyrir tæpum þrjátíu árum var þessari þróun lýst á eftirfarandi hátt (5): Læknirinn sem starfar á síðari hluta tuttugustu aldarinnar tekur ómeðvitað mið af þremur meginreglum, sem eru fullar fyrirheita: (a) í rauninni er enginn banvænn sjúkdómur til. Sú staðreynd að með lækningatækni okkar, sem sífellt batnar, getum við að vísu ekki bjargað krabbameinssjúklingi á lokastigi, en það sannar ekki að læknavísindin geti ekki leyst þennan vanda í framtíðinni. (b) í rauninni er enginn sjúkdómur óumflýjanlegur. Það er ekki lengra síðan en um aldamót, að menn töldu að arfgengir sjúkdómar væru eðlilegir og óhjákvæmilegir, en nútímaerfðatækni bendir til þess að á þeim megi einnig sigrast. (c) I rauninni eru ekki til neinir ólæknandi sjúkdómar. Þeir sjúkdómar, sem í dag teljast ólæknandi, munu í fyllingu tímans, fyrr eða síðar, verða tæknilega læknanlegir. Allt þetta sýnir greinilega, að frá síðustu öld og þó sérstaklega síðan um aldamót, hefir í meginatriðum breytzt sú mynd, sem læknirinn hefur gert af sjálfum sér. I ljósi þekkingarsprengingarinnar knýja eðlislæg siðferðisviðhorf læknisins hann til að afla sér stöðugrar fræðslu, svo að hann fái fylgzt með nýjum möguleikum stéttarinnar og nýjungum í læknavísindum. Þessar aðstæður hlúa að siðferðisviðhorfi, sem felur í sér þolgæði við rannsóknir og við að deila með öðrum nýjum skilningi. Verður þá næst fyrir að hyggja nánar að siðferðisviðhorfum. TILVITNANIR 1. Blomquist C. Medicinsk etik. Stockholm: Natur og kultur 1971, s. 44. 2. Arlebrunk J. Undervisning i medicinsk etik - erfarenheter frán lakarlinjen i Lund. Lákartidningen 1987; 84: 2097-8. 3. Reich WT ed. Encyclopedia of Bioethics. New York: Macmillan and Free Press 1978, Vol. 3, s. 951-3. 4. Kekes J. The Nature of Philosophy. Basil Blackwell and American Philosophical Quarterly 1980, s. 3-4. 5. P. Laun Entralzo. Das Christentum und die medizinische Technic. Arzt und Christ 1960; 6: 137. Tilvitnun í: Haring B. Medical Ethics. Slough: St. Paul Publications 1982, s. 27.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.