Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 57 «Með almennum lögum um lækningaleyfi, nr. 38 11. júlí 1911, var sú skipun þessara mála, er nú hefur verið lýst staðfest... Stóð svo þangað til 1932, að upp var tekin réttarskipun í þessu efni, sem enn er óbreytt í aðalatriðum (sbr. lög nr. 47 23. júní 1932/nr. 51 30. maí 1942/nr. 27. 21. maí 1960/nr. 26 23. marz 1961). Hafa nú þeir einir, sem til þess hafa fengið leyfi ráðherra, rétt til að stunda lækningar hér á landi og kalla sig lækna, en slíkt leyfi er bundið þeim meginskilyrðum, að menn hafi lokið prófi við læknadeild Háskóla Islands, unnið kandídatsvinnu tilskilinn tíma og eftir tilskildum reglum bæði á fæðingarstofnun og viðurkenndu meira háttar sjúkrahúsi (sbr. reglugerðir um veiting lækningaleyfis og sérfræðileyfa, er hver tók við af annarri: nr. 116 30. des. 1932/nr. 15 20. febr. 1936/nr. 129 3. nóv 1955 /nr. 136 3. okt. 1961)» (11). Núgildandi læknalög eru nr. 53 19. maí 1988 og komu þau í stað laga nr. 80 23. júní 1969, ásamt breytingum nr. 108/1973 og nr. 76/1977. Núgildandi reglugerð um veitingu lækningaleyfis og sérfræðileyfa er nr. 311/1986 og kom hún í stað reglugerðar nr. 39/1970 ásamt síðari breytingum. Árið 1932 var það «í lög tekið, að enginn læknir megi kalla sig sérfræðing nema hann fullnægi settum skilyrðum og hafi fengið til þess leyfi ráðherra, sbr. áðumefndar lækninga- og sérfræðileyfisreglugerðir. Áður var það á valdi hvers einstaks læknis að kalla sig sérfræðing í hverri þeirri grein læknisfræðinnar, er hann taldi sér æskilegt, unz læknar bundust um það samtökum á læknaþingi 1923 að hlíta í þessu efni úrskurði Læknafélags Islands» (11), samanber Læknablaðið 1923; 9: 61-3, 101 og 105. Eins og fram kom í áttunda kafla var hér á landi komið á alþýðutryggingum 1936 og almannatryggingum 1946. Var því haldið fram, að ýmis sterk rök hnígi að því að tryggingakerfið nái til allrar þjóðarinnar án tillits til efnahags eða stéttar: «Það er útbreidd skoðun, sem styðst við mjög sterkan raunvemleika, að í nútímaþjóðfélagi séu í rauninni allir á sama báti, hver öðmm svo háðir, að engum geti á sama staðið, hvemig meðbræðrum þeirra reiðir af. Tími einstaklingshyggjunnar er liðinn, þótt enn greini menn á um, hversu víðtækt samfélag og samvinna einstaklinganna eigi eða þurfi að vera. Það er orðin nokkuð almenn skoðun, að skynsamlegt sé að tryggja sig gegn alls konar fjárhagslegum áhættum. En þrátt fyrir viðurkenninguna á því er hitt jafnviðurkennt, að aldrei tekst að fá menn nógu almennt til þess að tryggja sig gegn öllum helztu áhættum lífsins, nema þjóðfélagið skerist í leikinn og lögþvingi trygginguna fyrir alla og láti í té vemlega aðstoð til þess, enda á þjóðfélagið sjálft mikillar skyldu og hagsmuna að gæta, þar sem á því hvílir skuldbindingin að sjá þeim farborða, sem detta aftan af vagninum á ferðalagi lífsins» (12). Leynir sér ekki að enn er til staðar sama forræðishyggjan og var hjá Friðrikunum, öðmm og fimmta. Fyrsta sjúkrasamlagið hérlendis var stofnað 1897, Sjúkrasamlag prentara og 1909 var Sjúkasamlag Reykjavíkur stofnað. Fyrstu lögin um sjúkrasamlög em frá 1911. Samkvæmt alþýðutryggingalögunum frá árinu 1936 var skylt að stofna sjúkrasamlög í kaupstöðunum átta og heimilt var að stofna þau í öðmm sveitarfélögum að undangenginni atkvæðagreiðslu (12). Við gildistöku almannatryggingalaganna 1946 var gert ráð fyrir að sjúkrasamlögin yrðu lögð niður og í stað þeirra kæmu umdæmisskrifstofur Tryggingastofnunar ríkisins. Þessi breyting tók hins vegar fjóra áratugi: í upphafi var gert ráð fyrir að iðgjöld hinna tryggðu bæm uppi vemlegan hluta útgjaldanna, sveitarfélögin legðu einnig til vemlegan hluta þeirra og síðan var ætlazt til, að ríkissjóður bæri ábyrgð á því, sem á vantaði, að tekjur nægðu til að standa straum af útgjöldum trygginganna (12). Reyndin varð sú, að hlutur ríkissjóðs varð æ stærri og þar kom að iðgjöld einstaklinga til sjúkrasamlaga vom af lögð á árinu 1971 (13). Var þannig í raun komin á ríkisrekin heilbrigðisþjónusta og var það endanlega staðfest í lögum 1989 (14). I næsta kafla þarf því að kanna stöðu lækna í ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu. TILVITNANIR 1. Veatch RM. A Theory of Medical Ethics. New York: Basic Books Inc. 1981, s. 125.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.