Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 35 hreina sál í ómenguðum likama. Séum við hins vegar krafin um vísindalega skilgreiningu, lendum vð strax í vandræðum með tengslin við hugtakið sjúkdómur. Heilbrigði og sjúkdómur eru nátengd, því að væri sjúkdómur ekki til, væri fráleitt að tala um heilbrigði. Þessa sér greinileg merki í inngangi stofnskrár Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, sem samþykkt var 1946, en þar segir meðal annars: «Heilbrigði er fullkomin líkamleg, geðræn og félagsleg velferð og ekki einasta firrð sjúkdóma eða hrumleika. Það að njóta fyllstu heilbrigði, sem hægt er að ná, er meðal frumréttinda hverrar mannveru án tillits til kynflokks, trúarbragða, stjómmálaskoðunar, efnahags- eða félagsaðstæðna.» Um markmið Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar segir, að það sé að stuðla að því, að allar þjóðir njóti fyllstu heilbrigði, sem hægt er að ná. Á árlegum þingum stofunarinnar, World Health Assembly, hefir það ítrekað verið áréttað, að heilbrigði sé frumréttur mannsins og stefnumark um heim allan (4). I Alma-Ata yfirlýsingunni frá 1978 segir: «Aðalstefnumið ríkisstjóma, alþjóðlegra samtaka og alls heimssamfélagsins ætti á komandi ámm að vera, að allt fólk um allan heim öðlist heilbrigði að því marki, að það geri því kleift að lifa félagslega og efnahagslega arðgæfu lífi» (5). Þar segir enn fremur: «Ríkisstjómir bera ábyrgð á heilbrigði þjóða sinna og þeirri skyldu verður aðeins fullnægt með viðeigandi heilbrigðisráðstöfunum og félagslegum aðgerðum.» Til að forða misskilningi skal á það bent, að hér segir ekki «ábyrgðina», enda segir í ensku útgáfunni: Govemments have a responsibility for the health of their people. Er hér endurtekin yfirlýsing í stofnskránni frá 1946. Næst þarf að hyggja að því, hvort annars staðar er nánar kveðið á um viðeigandi heilbrigðisráðstafanir og félagslegar aðgerðir og verður þá fyrir hugtakið félagslegt öryggi. FÉLAGSLEGT ÖRYGGI Fyrir þá umræðu sem hér fer fram, hefir mikla þýðingu stofnun Evrópuráðsins (6) og í framhaldi af því, gerð sáttmálans um verndun mannréttinda og mannfrelsis (7). Um sáttmálann segir Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður: «Mjög þýðingarmikið atriði í sambandi við samþykkt mannréttindasáttmála Evrópu og það, sem skipar honum miklu framar mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, þjóðréttarlega séð, eru þau ákvæði sáttmálans, er gera ráð fyrir ákveðnum stofnunum, er tryggja skulu réttindi þau, sem um var samið að halda í heiðri. Er svo talið, að samkomulag aðildarríkjanna um þessar stofnanir sé einn merkasti atburður í lagalegri samvinnu þjóða í milli, en stofnanir þessar eru, eins og kunnugt er, - auk sjálfrar ráðherranefndar Evrópuráðsins, - mannréttindanefndin og mannréttindadómstóllinn» (8). 1 sáttmálanum segir að ríkisstjómum beri að tryggja öllum þeim, sem em undir yfirráðum þeirra ýmis réttindi, þar á meðal það að réttur hverrar mannvem til lífs skuli lögvemdaður. Félagsmálasáttmáli Evrópu var síðan gerður 18. október 1961 (9) og gengið var frá aðild Islands í janúar 1976 samkvæmt heimild í ályktun Alþingis 14. maí 1975. I inngangskaflanum segir meðal annars, að ríkisstjómir þær, sem undirritað hafa sáttmálann og aðilar em að Evrópuráðinu, álíti, að með Evrópusamþykktinni um vemdun mannréttinda og mannfrelsis, sem undirrituð var í Róm 4. nóvember 1950, og viðbótarbókun, sem undirrituð var í París 20. marz 1952, hafi aðildarríki Evrópuráðsins samþykkt að tryggja þegnum sínum þau borgaralegu og stjómmálalegu réttindi og frelsi, sem þar um ræðir. Meðal annars segir þar að allt verkafólk og skyldulið þess eigi rétt á félagslegu öryggi. I öðrum kafla er síðan greint frá ýmsum atriðum, sem samningsaðilar telja sig bundna af, svo sem rétti til heilsuvemdar, rétti til félagslegrar aðstoðar og læknishjálpar, rétti til að njóta góðs af félagslegri velferðarþjónustu, rétti líkamlega eða andlega fatlaðra til starfsþjálfunar, endurhæfingar og endurheimtar félagslegrar aðstöðu og að síðustu rétti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.