Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 27-33
27
Örn Bjarnason
Siöamál lækna 6
SKYLDUSIÐFRÆÐI
A deontological theory is one which asserts
that at least some actions are right and wrong
and we have a duty or obligation to perform
them or refrain from them, quite apart from
considerations of consequences (1).
SKYLDUSIÐFRÆÐIKENNINGAR
fela í sér, að önnur sérkenni athafnar
en afleiðingar eða önnur sérkenni ásamt
afleiðingum athafnar, ráði því hvort athöfn
er rétt eða röng. Þær fullyrða, að skilningur
á rétti eða skyldu sé ekki að fullu háður
skilningi á því góða.
Til þess að geta aðhyllst skyldusiðfræði,
verður maður að vera þeirrar skoðunar, að
sumar athafnir séu réttar og aðrar rangar
óháð afleiðingum þeirra. I skyldusiðfræði
eru það sérkenni eins og orðheldni varðandi
loforð og samninga, þakklœti fyrir hagsbætur,
sem manni hafa fallið í skaut, sannsögli
og réttlœti, sem ákvarða réttar athafnir og
skyldur.
Skyldusiðfræðikenningar keppa innbyrðis og
svo við markhyggjukenningar út á við. Þetta
er hægt að skoða frá ýmsum sjónarhomum:
1. I fyrsta lagi má kanna á hvern hátt
skyldusiðfrœðingar réttlœta mat á því, að
vissar athafnir eru réttar eða rangar. Sumir
vísa til guðlegrar opinberunar og aðrir til
náttúruréttar, sem þeir fullyrða að hægt sé
að bera kennsl á með mannlegri dómgreind.
Þá eru þeir sem telja innsæi og brjóstvit
nægja. Enn aðrir, svo sem John Rawls, leiða
meginreglur af tilgátusamfélagssáttmála, með
því að spyrja hvaða meginreglur skynsamir
samningsaðilar samþykktu, væru þeir settir
handan «hulu þekkingarleysis» og þannig
blindaðir á eigin hæfileika og getu, svo og á
eigin hugmyndir um gott líf (2).
2. í öðm lagi er, á sama hátt og var í
markhyggjukenningum, greint á milli
einhyggju- og fjölhyggjukenninga (2).
Einhyggjuskyldukenning felur í sér, að frá
einni reglu eða meginreglu megi leiða allar
aðrar reglur og annað mat á skyldu og á réttu
og röngu.
Fjölhyggjuskyldukenning staðfestir hins vegar
fleiri en eina gmnnreglu eða meginreglu.
3. Að lokum em svo til tvær gerðir
skyldusiðfræði, athafnaskyldusiðfræði og
regluskyldusiðfræði (2).
Athafnaskyldusiðfrœði á sér fáa formælendur.
Þó em þeir til, sem telja að þeir geti,
umsvifalaust og beint, skynjað hvað þeim
ber að gera af innsæi, út frá samvizku
sinni eða vegna trúar á opinbemn eða fyrir
Guðs náð. Þetta jafngildir því að segja við
lækninn: «Láttu stjómast af samvizku þinni».
Skyldusiðfræði af þessu tagi er vafasöm af
ýmsum ástæðum. Við höfum ekki of fastan
gmnn fyrir trú okkar á eigin innsæi eða
annarra, á samvizku eða trú, sérstaklega þegar
hafður er í huga beinn þrýstingur, tímaþröng
við ákvörðunartöku og máttur eiginhagsmuna
við að brengla skynnæmi.
Regluskyldusiðfrœði felur í sér kerfi reglna og
meginreglna, sem flokka athafnir sem réttar
eða rangar, skyldubundnar eða forboðnar.
Þannig hélt Kant því fram, að margar
reglur mætti draga af undirstöðureglunni,
skilyrðislausa boðinu, eins og við munum von
bráðar kynnast.
FJÖGUR DÆMI UM SKYLDUSIÐFRÆÐI
A. Elst þeirra fjögurra dæma um
skyldusiðfræði, sem hér verða stuttlega rakin,
er gyðingleg - kristin siðfrœði. Hún setur fram
ímynd hins fullkomna og eftirbreytniverða
lífs, sem hlýðni við vilja Guðs eða eitthvert
jákvætt lögmál eða reglu, sem álitin em tjá
þennan vilja, hverjar svo sem em ætlanir og
langanir einstaklingsins. Meginhugmyndin
hér er sú, að skilningur á hinu fullkomna lífi
ákveður réttar gerðir og það er óháð því, hvað