Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 3-5
3
Örn Bjarnason
Siðamál lækna 1
SIÐFRÆÐI OG SIÐAREGLUR
»Felet med flesta laroböcker i medicinsk
etik ar att de enbart handlar om medicinsk
etik« (1).
Þessum kafla er ætlað að verða upphaf rits
um siðamál lækna. Sú bók verður án efa með
þeim annmörkum, sem Clarence Blomquist
lýsir í tilvitnuðum orðum. Hún er skrifuð í því
skyni að vekja athygli á nokkrum mikilvægum
þáttum siðfræðinnar, sem varða lækna fyrst og
fremst.
Skrifa mætti langt mál til vamar því, að
ráðist er í þetta verk. Látið skal nægja að
fullyrða, að þörf er á, að skrifað verði á
íslenzku um siðfræði læknisfræðinnar. Verði
sá greinaflokkur lesinn, sem nú hefur göngu
sína, styrkir það fullyrðinguna. Mælikvarðinn
á það verða viðbrögðin: Fái ég gagnrýni og
ábendingar um það sem betur má fara, er
tilganginum náð. Falli skrifin í þagnargildi,
kallar það á, að betur verði gert af öðrum í
næstu umferð.
SIÐFRÆÐI OG LÍFSSKOÐANIR
Hvað er siðfrceði? Því hefir verið svarað
þannig, að siðfræði fjalli um það, hvað okkur
beri að gera; að með greiningu getum við
ákveðið hegðun eða tekið afstöðu, innan
þeirra marka, sem við teljum að gildi fyrir
siðferðilega réttlætanlegt háttemi. Þessi
skilgreining er að vísu í ætt við það, sem haft
er eftir Gertrud Stein, að »a rose is a rose is
a rose«. Hins vegar verður hún skiljanlegri
ef við skiptum siðfræðinni í tvo þætti, þann
sem veit að lífsskoðun og hinn, sem veit að
greiningu, en allar siðferðilegar spumingar eru
ofnar úr báðum þáttunum (2).
Siðfræðinni hefir einnig verið lýst (3) sem
kerfisbundinni greiningu á því, 1) hvaða
athafnir og ákvarðanir eru réttar eða rangar,
góðar eða vondar, dyggðugar eða válegar
(reglusiðfrœði), 2) hvað átt er við eða tjáð
með þessum hugtökum, í því skyni að
kanna í hvaða mæli mat á þeim verður
eða verður ekki réttlætt með skynsamlegu
móti (fi-umsiðfræði) og 3) hvaða sérstakar
siðfræðilegar ákvarðanir og lífsstefnur geti
orðið að liði við slíkar athafnir og ákvarðanir
(hagnýt siðfrœði).
En hvað er þá lífsskoðun? Heimspekin
hefir hefðbundið leitast við að leggja til
skynsamlega réttlætta lífsskoðun. Slík
lífsskoðun tengir saman útskýringu á eðli
veruleikans og kerfi hugsjóna, sem gefa lífinu
inntak og tilgang. Það fyrra gerir okkur kleift
að ráða við umhverfi okkar og hið síðara
gerir það ómaksins vert. Góð lífsskoðun lýsir
heiminum grandvarlega, leggur til innviði
skilnings og leiðir til árangursríkra athafna.
Hún er gagnleg, skynsamleg og sönn. Hún
er hins vegar meira en þetta, vegna þess að
góð lífsskoðun tekur mið af tilfinningum,
löngunum, þrám og hvötum fólks, svo og
af getu þess og takmörkunum. Hún sættir
mannlega náttúru og þær staðreyndir sem við
mannkyni blasa.
Ekki skiptir máli hvort þessi lífsskoðun,
sem á ensku nefnist worldview, á þýzku
Weltanschauung, er nefnd frumspeki,
lífsheimspeki eða bara einfaldlega heimspeki.
Það sem máli skiptir, er að hún felur í
sér skilgreiningu á samfélagi. Þeir sem
deila þessum viðhorfum aðhyllast sömu
grunnhugmyndir. Þeir skynja gildi á sama
hátt, skilja og meta hluti í stórum dráttum
á sama veg og eru þannig hluti sömu
menningar. Þessi viðhorf kalla einnig fram
kennd um órofa heild: Þeir, sem aðild eiga,
rekja hefðir til eldri hugsjóna og afreka og eru
sammála um það, í hverju framtíðarúrbætur og
framfarir eigi að felast.
Sú mikla hagsbót, sem maður getur haft
af því, að helga sig þessari lífsskoðun er
vizka. Vizkan felst í því að öðlast þekkingu
og að hafa hæfni til þess að nota hana
vel. Vizkan auðveldar mönnum mat í
vitsmunalegum og hagnýtum efnum. Hún