Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 53 síðustu aldar. Það dæmi gefur til kynna, að samkomulagið þarf ekki að vera bundið trúarsöfnuði, heldur er það miklu almennara. I rauninni er samkomulagið af félagslegum toga og er gert í því skyni, að gera mönnum kleift að leysa mikilvæg félagsleg viðfangsefni. Aðalauðkenni samkomulagsins er algildingarhœfið, en í því felst að það á við alla og alltaf. Algildingarhæfi í siðfræði var rætt í þriðja kafla og hér er því við að bæta, að í vísindum eru ýmsar algildar forsendur teknar trúanlegar, svo sem tilvera ytri raunveruleika og lögmál orsakar og afleiðingar. Eg get þannig fullyrt að það sé vísindaleg staðreynd, að dígitalis hægi á hjartanu og styrki samdrátt þess, sé lyfsins neytt í samræmi við ákveðin fyrirmæli og með því er ég að segja, að hver sem er geti gengið úr skugga um áhrifin á hjartsláttinn. A sama hátt leitum við samkomulags, þar sem siðfræðilegar niðurstöður eru algildar í þeirri veru, að aðrir komist að sömu niðurstöðu og við, að gefnum sömu forsendum. UPPGÖTVUN EÐA UPPFINNING? Næst er að huga að því, hvort hœgt sé að uppgötva eða finna upp grunn siðfrœðilegra ákvarðana í lœknisfrœði og þá stöndum við raunar í svipuðum sporum og þegar við vorum að fjalla um sjúkdómsheildina í áttunda kafla. Því hefir þráfaldlega verið haldið fram, að til sé siðrænt náttúrulögmál innbyggt í skipan alheimsins. Sumar kenningar af því tagi eiga rætur í guðfræðinni og þar er gert ráð fyrir guðlegri uppsprettu lögmálsins. Hins vegar er ekki nauðsynlegt að ganga út frá slíku til þess að geta trúað því, að siðrænt kerfi þessarar gerðar sé til. Hugsanlegt er, að altækir siðrænir innviðir haldist uppi, jafnvel þó að trúarlega grunninum sé kippt undan. Séum við þessarar skoðunar, er aðeins eftir að finna leitaraðferðina. Kant taldi, að hún fælist í því að beita hagnýtri dómgreind (praktische Vernunft) og að hún gæti uppgötvað, að til eru ákveðnar hegðunarreglur eða grunnreglur (Maxime), sem jafnframt eru grunnreglur siðferðis. I Kritik der reinen Vernunft segir Kant: «Hagnýt lögmál, svo fremi að þau eru samtímis hugrænar ástæður athafna, það er að þau verða huglægar meginreglur, nefnast grunnreglur. Mat á siðferði, að því er varðar hreinleika þess og afleiðingar, fer eftir hugmyndum, hlýðni við lögmál þess fer eftir grunnreglum (2)». I Grundlegung zur Metaphysik der Sitten segir Kant enn fremur, að allar grunnreglur eigi sameiginlega: «1. form, sem felst í algildi þeirra og þá er forskrift siðaboðsins orðað þannig: Að grunnreglur ber að velja með þeim hætti, eins og þær ættu að gilda sem almenn náttúrulögmál; 2. efni, sem sagt markmið og þá hljóðar forskriftin: Skynsöm vera, sem í eðli sínu er markmið og þar af leiðandi markmið í sjálfri sér, verður að þjóna hverri grunnreglu sem skilyrði takmörkunar allra markmiða, sem aðeins eru afstæð og handahófskennd; 3. fullkomna ákvörðun allra grunnreglna í eftirfarandi forskrift, nefnilega: Að allar grunnreglur sem leiða af eigin löggjafarstarfi ættu að vera í samræmi við hugsanlegt ríki markmiða sem ríki náttúrunnar (3)...» Nú eru þeir til, sem ekki vilja trúa því, að hægt sé að uppgötva altækan grunn siðferðis og við því verður þá aðeins brugðist með því að finna upp slíkan grunn. Beinast liggur við að gera samkomulag um að bannlýsa valdbeitingu og að veita öllum visst frelsi: Skoðanafrelsi og athafnafrelsi, svo fremi að það hái ekki frelsi annarra. Við myndum fallast á það sem Robert Nozick (4) kallar «frjálshyggju-þvingun» (libertarian side- constraint). Við komum á siðrænu samfélagi með gagnkvæmum samningum, með þeim fyrirvara að við forðumst valdbeitingu og virðum frelsi og er þetta í beinu framhaldi af því sem sagt var um kenningu Nozicks í sjötta kafla. Þeir, sem eru þeirrar skoðunar, að hægt sé að uppgötva siðferði, væru að sjálfsögðu óánægðir með þessa skipan mála. Andmæli þeirra fælust í því, að slíkt samkomulag gert í eiginhagsmunaskyni, með þeim fyrirvara að frelsi sé virt, hafi ekkert með siðferði að gera. Á sama hátt myndu jafnvel þeir, em örvænta um að uppgötva altæka innviði siðferðis, hafa ástæðu til að vera óánægðir með þetta frumsamkomulag. Frá sjónarhomi gagnkvæmra eiginhagsmuna virðist ljóst, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.