Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 56
54 LÆKNABLAÐIÐ misskipting hæfileika og fæmi gæti leitt til þess að tilteknir hópar næðu yfirhöndinni og gerðu lífið leitt, þeim sem undir yrðu. Væri þá úti friðurinn. Til þess að forða því að svo fari, þurfum við að setja fleiri skorður og þá fyrst og fremst að krefjast þess, að eiginhagsmunum sé kastað fyrir róða og að í samningum skuli velferð hverrar mannvem teljast jafn gild. Þetta er að sjálfsögðu hátt gjald að greiða fyrir þá, sem em hlutfallslega valdamiklir og hæfileikaríkir. í hugmyndaheimi Nozicks vega hagsmunir þeirra þungt, vegna þess að vald þeirra, hæfileikar og velgengni tryggja þeim mjög góða samningsaðstöðu (4). Verði kostir þeirra til þess að stefna í hættu traustri siðferðisskipan vegna almennrar óánægju, virðist skynsamlegt að setja fleiri skilyrði. Meginreglur um að velferð hverra.r mannvem skuli teljast jafn gild, ræður úrslitum um það, hvort samfélagið sem stofnað er til verður siðrænt samfélag, enda ríkir þar óhlutdrægni. Þegar aðrar meginreglur eru ákveðnar ber því að beita þeim án tillits til hæfileika, getu, hæfni eða velgengni einstaklinganna. Þetta má einnig orða þann veg, að meginreglumar verði að standast gagnhverfniprófun: Það er að segja, að þær hljóti samþykki bæði þeirra sem láta af hendi og taka á móti í viðskiptum. Almenna viðhorfið er það, að viðsemjendur taki jafnt tillit til allra málsaðila. Þegar sérdrægniviðhorfum hefir verið úthýst, geta félagslegu samskiptin hafizt. Vart þarf að minna á það, að óhlutdrægni og gagnhverfni skipa vemlegan sess í kenningu Rawls (5), samanber það sem sagði í sjötta kafla, svo og umfjöllunina um réttinn til heilbrigðisþjónustu í sjöunda kafla. Samningsgerð í siðrænum efnum er ekki ný af nálinni og er til dæmis gyðingleg-kristin hefð byggð á þessu: «Minn sáttmála vil ég gjöra við yður: Aldrei framar skal allt hold tortímast af vatnsflóði og aldrei framar mun flóð koma til að eyða jörðina» (6), sagði Guð við Nóa og við Abraham sagði Guð meðal annars: «... ég gjöri sáttmála milli mín og þín og þinna niðja eftir þig, frá einum ættlið til annars, ævinlegan sáttmála: að vera þinn Guð og þinna niðja eftir þig...» (7). Þessir sáttmálar vom undanfari samkomulagsins, sem gert var við komuna til Sínaí (8) og sá sáttmáli var síðan endumýjaður: «Og Jahve sagði við Móse: skrifa þú upp þessi orð, því að samkvæmt þessum orðum hefi ég gjört sáttmála við þig og ísrael... Og hann skrifaði á töflumar orð sáttmálans, tíu boðorðin» (9). Um einstakar meginreglur í siðfræði verður fjallað síðar, en nú er komið að því, að ræða það hvemig þjóðhöfðingjar urðu til þess að koma á einkarétti til lækninga, samtímis því að krefjast hollustu af læknum og að leggja þannig gmnninn að samningi ríkis og lækna. FORRÆÐISHYGGJA ÞJÓÐHÖFÐINGJA OG EINKALEYFI Á LÆKNINGUM Rifjað skal upp, að því var slegið fram í öðrum kafla, að til gætu verið skyldur, sem bundnar em starfshlutverki, en því var einnig haldið fram í níunda kafla, að slíkar skyldur verða ekki til eingöngu vegna þess, að stéttin skilgreinir þær sjálf eða gefur í skyn, að hún ein geti vitað, hvað er siðferðilega viðeigandi fyrir lækna og sjúklinga. Séu þetta siðferðilegar skyldur, hljóta þær að leiða af gmnnsamfélagssáttmálanum að minnsta kosti óbeint. Hvorki í Grikklandi til foma né í Rómarríki var á nokkur sú skipan, sem jafnað verði til samnings lækna og samfélags. Hver sem var gat kallað sig lækni og tekið fólk í meðferð. Engir stéttarstaðlar vom til og þó svo að í ritum finnist ýmsir siðfræðilegir staðlar, er ekkert vitað um það, að hve miklu leyti aðrir aðhylltust þá en höfundamir sjálfir. Þegar í fmmkristni endurspeglaðist viðhorfið til uppmna sjúkdóma í siðferðilegum viðhorfum til læknisþjónustu: Sendi Guð sjúkdómana á manninn til þess að refsa honum eða að prófa hann, þá er það til Guðs, sem við verðum að snúa okkur varðandi umönnun og lækningu. Lækningar manna lenda þá utan rammans og stríða beinlínis gegn hinu andlega. Önnur skoðun er sú, að sé guð uppspretta sjúkdóma, geti vilji Guðs birzt í gegnum verk þess græðara sem hann velur, þess manns sem hefir öðlast náðargáfu lækninganna (10). Séu sjúkdómar hins vegar af völdum hins illa og djöfullega, telja sumir að einasta uppspretta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.