Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 42
40
LÆKNABLAÐIÐ
sögulegu lýsingu, má segja, að læknamir náðu
miklu betri árangri en prestamir:' Þeir fengu
smám saman betri aðstöðu og miklu meiri
völd og hafa stöðugt víkkað yfirráðasvæði sitt
(4).
Mikil ávannst, þegar Charcot gerði sefasýkina
að nútímafyrirbæri aðgengilegu fyrir lækna,
með því einfaldlega að flokka hana sem
sjúkdóm. Freud hélt þessu starfi áffam og
geðræna sjúkdómshugtakið var enn fært
út, þegar geðlæknisfræðin var samþætt
forvamarstarfi, félagsþjónustu og meðferð
dæmdra manna, samanber myndina.
í skýringarmynd Blomquists af vísindunum
um manninn, er hægt að skilgreina
læknisfræðina (A) þannig, að hún nái yfir
eftirtaldar greinar að fullu, að hluta eða
alls ekki: Sálarfræði (B), félagsfræði (C),
afbrotafræði (D) og trúarbrögð (E).
Það hefir víðtækar stjómmálalegar
og þjóðhagslegar afleiðingar, hvemig
læknisfræðin er skilgreind (4). Hefðu Charcot
og Freud til dæmis verið sálfræðingar og ekki
læknar, hefði sjúkdómshugtakið væntanlega
orðið þrengra og samfélagið starfað á annan
hátt í dag.
í fjölkynngilækningum var ekki gerður
greinarmunur á því geðræna og því líkamlega
(4), þó litið væri á orsakir sjúkdóma á tvo
vegu: Annars vegar réðu samspil himinhnatta
og stjama og svo trúarleg gildi þeim þáttum,
sem vom orsök sjúkdóma. Þannig mátti raða
einkennum og teiknum saman í meira og
minna samhangandi einingar, sem álitið var,
að væm til komin af völdum einhvers aðila,
svo sem guðs, ills anda eða nomar.
Hins vegar var álitið, að önnur fyrirbæri, sem
vom allt að því eins átakamikil, svo sem
bágindi og tmflun líffærastarfsemi, væru af
náttúrulegum orsökum (5).
Þessi tvískipting hefir haldizt í aldanna rás og
ráðið tveimur gerðum sjúkdómshugtaka.
VERUFRÆÐILEGT OG
LÍFEÐLISFRÆÐILEGT
SJÚKDÓMSHUGTAK
Önnur gerðin, sú verufrœðilega, álítur
sjúkdóm eitthvað framandi og utan við
heilbrigðan mann. Sjúkdómur er þá sérvirkur
og hlutlægur vemleiki, aðgreindur frá
sjúklingnum sem hýsir hann. Sjúkdómurinn
rennur sitt skeið og hefir auðkennandi
yfirbragð og meinafræðilegar skemmdir. Þar
sem slík viðhorf ríktu, var áherzla lögð á
almenn sjúkdómsmerki og skemmdir, sem
sjúkt fólk á sameiginleg og þannig fengust
fram afmörkuð mynztur og skörp skil milli
sjúkdóms og heilbrigði. Þegar menn féllust á
slíkt hugtak, lögðu þeir mikið upp úr því, að
greina sjúkdómsheildimar og að leita uppi
sértæka meðferð til útrýmingar hverjum
sjúkdómi. Endanlega hvatti vemfræðilega
hugtakið til þess, að menn leituðu uppi orsakir
sjúkdómanna, það ýtti undir hugmyndina um
óbreytileika þeirra og gerði lítið úr endalausri
sundurleitni merkja og skemmda, sem menn
fundu hjá sjúklingunum.
Hin gerðin hefir verið kölluð lífeðlisfrœðilega
hugtakið, vegna þess að þá er einfaldlega litið
á sjúkdóminn sem afleiðingu starfstmflunar
innan líkama viðkomandi einstaklings. Slíkt
viðhorf gerði óskýran muninn á sjúklegu
og heilbrigðu ástandi, það lagði áherzlu á,
að sjúkleiki hvers sjúklings sé einstakur í
sinni röð og það gerði meinafræðilega ferlið
innhverft, í stað þess að kenna truflanimar
utanaðkomandi orsökum. Við þessar aðstæður
var áherzlan lögð á horfur fremur en
sjúkdómsgreiningu og á beitingu almennrar
meðferðar, sem beindist að starfstruflunum
líkamans (5).
Enn ein tvískipting afstöðu til sjúkdóma er til
og veldur henni gildismat manna.